Austri


Austri - 09.09.1993, Blaðsíða 4

Austri - 09.09.1993, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Austraspurning Hvar er hagstæðast að versla á Austurlandi? Spurt í Fellabæ. Sigurbjörg Ólafsdóttir. Ég hugsa hér í Kaupfélaginu. Katrín Pálsdóttir. Ég hugsa að það sé í Kaupfélaginu. Elsa Jónsdóttir. Það getur verið bæði í Kaupfélaginu og Verslunarfélaginu. Ég held að það fari eftir vöruflokkum. Lóa Sveinsdóttir. Ég held í Kaupfélaginu. Jóhann Ragnarsson. Ég hef ekki hugmynd um það. Sigurður Árnason. Verslunarfélagi Austurlands. Egilsstöðum, 9. september 1993. Brennivínsblót á vegum UIA UÍA hefur haldið útihátíðir um verslunarmannahelgi á Eiðum tvö sumur í röð. Að fenginni reynslu vil ég sem foreldri og læknir gera grein fyrir ákveðnum staðreyndum um þetta mótshald. Eftirfarandi er um Eiðahátíð ‘93, en eitthvað þessu líkt má líklega segja um fleiri útihátíðir af þessu tagi. Til svona hátíðarhalds þarf að fá leyfi sýslumanns og er slík leyfis- veiting háð ákveðnum skilyrðum, m.a. um aldurstakmark, áfengis- bann, löggæslu og að aðbúnaður hvað varðar hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu sé í samræmi við ráðleggingar heilbrigðiseftirlits og yfirlæknis á viðkomandi heilsu- gæslustöð. Ég tel að mótshaldari hafi staðið sig mjög illa, við að framfylgja á- fengisbanni og aldurstakmörkun- um. Einhver böm yngri en 16 ára vora á hátíðinni, sem þó ekki síður er á ábyrgð foreldra en mótshald- ara. Áfengisbanni sýslumanns var á auglýsingu fyrir mótið fylgt eftir með setningunni:” SKEMMTUM OKKUR ÁN ÁFENGIS” Við innganginn og inni á svæð- inu var áfengisbanni illa eða alls ekki fylgt eftir og ölvun var mjög áberandi. Unga fólkið gekk um með sínar flöskur og drakk úr þeim afskiptalaust. Þá fyrst virtist eitt- hvað gert þegar unglingurinn/barn- ið var dáið áfengisdauða eða hafði slasað sig eða einhvem annan. Löggæsla var þama og heilbrigð- isþjónusta í góðu lagi, sem og voru starfsmenn Stígamóta á svæðinu. Vaskur hópur karla og kvenna sinnti eftirlits- og hjálparstarfi. Þessi síðastnefndi hópur vann mik- ið og gott starf og hefur mögulega bjargað lífi og limum sumra ung- mennanna, en þarna fór saman mjög mikil ölvun og kalt og blautt veður. Til að skýra nánar það sem ég á við og til að gefa mynd af því á- standi sem þama var vil ég nefna eftirfarandi staðreyndir. Þessar staðreyndir byggi ég á skýrslu lækna sem störfuðu á hátíð- inni, á stuttri heimsókn minni á há- tíðina aðfaranótt sunnudagsins, og samtölum við starfsfólk á hátíðinni. * Læknir átti rúmlega 80 samskipti við unglingana. Þar á meðal voru böm yngri en 16 ára. Þetta þýðir að 1 af hverjum 10 leitaði læknis (tæplega 1000 gestir). * Nær öll samskipti við lækni má rekja til ölvunar. * Nokkra þurfti að senda á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum til frekari greiningar/meðferðar, 3 voru lagðir inn á sjúkrahús, einn þurfti að fara í skurðaðgerð. * Dæmi um áverka: - nokkur brot (nefbrot, fótbrot) tognanir, marblettir og smásár, slæm sár í andliti, alvarleg sýking í sári, veikindi v. of mikillar drykkju. * Dæmi um tilurð áverka: - fall - slagsmál - líkamsárás - rotað með því að skalla fómar- lambið. * Starfsmaður Stígamóta hefur haft afskipti af 4 meintum nauðg- unarmálum á mótssvæðinu. * Afengisdauði algengur. Þær tæplega 2 klst. sem undirrit- aður heimsótti mótið var 5 “dauð- um” unglingum ekið í kerru sem dregin var af fjórhjóli. Unglingam- ir voru síðan lagðir til í húsi og látnir sofa úr sér. Einn þessara 5 var í annað sinn í dauðahúsinu á sama sólarhring. Dauðahúsinu var skipt í tvö hólf þ.e. annað fyrir stráka og hitt fyrir stelpur til að hindra nauðganir, vegna reynslu af svona hátíðum. Eftirlitsaðilar sögðu mér að á- standið hefði verið verra nóttina áður. Um þessar staðreyndir var ekki getið þegar fréttir voru fluttar af mótshaldinu í fjölmiðlum. Þetta era óhuggulegar staðreyndir sem allir foreldrar og aðrir ábyrgðarað- ilar eiga rétt á að vita. Heyrst hafa þau rök fyrir svona samkomuhaldi að betra sé að skipuleggja útihátíð þar sem til staðar sé eftirlits- og neyðarhjálp, en að unglingarnir komi saman þar sem engin slík þjónusta er. Þetta er e.t.v. rétt, en réttlætir ekki að fyrir- byggjandi aðgerðum sé að miklu leyti sleppt. Mótshaldari þarf að framfylgja áfengisbanni með því að gera áfengi upptækt við innganginn og inni á hátíðarsvæðinu. Það myndi draga úr ölvun, gera fleiri unglingum kleyft að rísa undir á- byrgð á sjálfum sér og hindra mörg slys. Það er niðurlæging fyrir ung- mennin að láta óátalið að þau drekki og verði ofurölvi og grípa ekki í taumana fyrr en þau annað hvort liggja brennivínsdauð í valn- um eða hafa slasað sig eða aðra á sál eða líkama. Ekkert þarf að vera því til fyrir- stöðu að UÍA eða aðrir haldi útihá- tíðir um verslunarmannahelgi. Það brennivínsblót sem fram fór á Eið- um í ár og í fyrra er hins vegar nokkuð sem hvorki sæmir stjóm Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands eða öðru fullorðnu fólki að standa fyrir. Pétur Heimisson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvar/Sjúkrahúss Egilsstöðum. Allar leiðir Flugleiða innan Evrópu reyklausar Frá og með 1. september 1993 urðu allar flugleiðir Flugleiða innan Evrópu reyklausar. Á síðasta ári var komið á reyklausu flugi milli íslands og Fær- eyja og íslands og Grænlands og í apríl s.l. voru reykingar bannaðar í flugi milli íslands og Norðurlanda og íslands og Bretlands. Síðasti áfangi í þessu á- taki tekur gildi 1. september en það eru flugleiðir til Þýskalands, Spánar, Hollands, Sviss, Frakklands og Luxem- borgar. Flugleiðir voru í hópi fyrstu flugfé- laga til að banna reykingar í innan- landsflugi og var það árið 1984. Vinnustaðir Flugleiða á Islandi verða einnig reyklausir frá 1. septem- ber 1993. Um 1000 manns starfa hjá félaginu á íslandi og verða Flugleiðir því einn stærsti reyklausi vinnustaður- inn á landinu. Alþjóða flugmálastofnunin, ICAO stefnir að því að allt farþegaflug verði reyklaust frá og með júlí 1996. Fréttatilkynning Vatnskassa- og bensíntankaviögerðir Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19, s: 91-681949 og 91-681877 Fax<. 91-685861 Gerum við og setjum nýja vatnskassa. Gerum einnig við bensíntanka og gúmmíhúðum að innan. Alhliða blikksmíði. Víðimel 35 • Sími 16659- Til sölu leður skólatöskur, 5 hólfa, svartar. Verð kr. 8.715 5" stgr. Sendum ípóstkröfu. LedurverkstæAid Skólatöskur Skýrsla Umferðarráðs um umferðarslys árið 1992 Skýrsla Umferðarráðs um um- ferðarslys árið 1992 samkvæmt skráningu var kunngerð fjölmiðl- um í febrúarmánuði sl. þegar þær lágu fyrir. Má þar nefna að 21 lést í umferðarslysum á árinu í 20 slysum, og 1327 slösuðust í 904 slysum. í ársskýrslunni eru slysatölur ársins 1992 hins vegar bornar saman á margvíslegan hátt við næstu ár á undan. Athyglisverðar tölur eru m.a.: Árið 1992 slösuðust 228 alvar- lega. Alvarlega slasaðir miðað við 100.000 íbúa voru 87, miðað við 100.000 bifreiðir 165 og miðað við milljón selda bensínlítra 1,27. Flestir slösuðust í ágústmánuði eins og svo oft áður. Bensínsala hefur aldrei verið eins mikil hér á landi og á árinu 1992 - 180,1 milljón lítrar og þar af leiðandi aldrei verið eknir jafnmargir kíló- metrar á einu ári eða 1898 millj- ónir. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ LAX-GALLAR í ■ ■ ■ ■ Loðfóðraðir og vattfóðraðir ■ kuldagallar ■ jád fyrir konur og karla, ; jjJkm einnis l vinnusamfestingar, ■ y stœrðir 48-60. S | Vinnusloppar, ■ wp| stœrðir50-58. J , Get sérsaumað. T ■ ■ ■ Leitið upplýsinga! ; m LAX—GALLAR I ■ Anna Eyjólfsdóttir, Sámsstöðum I sími 93-41296 - 371 Búðardal " ■ ■

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.