Austri


Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 1

Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 1
Egilsstaðir: Egilsstaðabær hefur sótt um að gerast reynslusveitarfélag Bæjarstjórn Egilsstaðabæjar hefur sótt um að Egilsstaðabær gerist reynslusveitarfélag, en frestur sveitarfélaga til að sækja um að gerast reynslusveitarfélag rennur út 1. október ‘93. Sex bæjarfulltrúar samþykktu til- löguna, einn sat hjá. Með umsókn- inni er verið að halda opnum þeim möguleika, að verði sveitarfélög á Héraði sameinuð, geti þau gerst reynslusveitarfélag. Kosningar um sameiningu sveitarfélaga eiga að fara fram 20. nóvember ‘93. Er því ljóst að ekki mun liggja fyrir þegar umsóknarfrestur rennur út, hvort og í hve miklum mæli sveitarfélög muni sameinast. Félagsmálaráðherra skipaði á sín- um tíma fjögurra manna verkefn- istjóm sem mun fjalla um umsóknir um reynslusveitarfélög. Gert er ráð fyrir að 5 sveitarfélög taki þátt í verkefninu sem mun standa í 4 ár eða frá tímabilinu l.jan 1995 til 31.des 1998, til undirbúnings á færslu verkefna og tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga og sem aðdrag- andi breytinga í stjómsýslu sveitar- félaga. Það sem kemur til með að breytast er að ákveðin verkefni sem nú eru verkefni ríkisins eða samstarfsverk- efni ríkis og sveitarfélaga verða flutt yfir til reynslusveitarfélaga, s.s mál- efni fatlaðra, rekstur heilsugæslu- stöðva, öldrunarþjónustu, gerð til- raun með nýja verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga í hafnamálum, rekstur framhaldsskóla ef um er að ræða og rekstur sjúkrahúss ef um er að ræða. Felldar verða niður ýmsar kvaðir sem lagðar em á sveitarfélög í lögum og reglugerðum. Lög og reglugerð um Jöfnunarsjóð gilda ekki fyrir reynslusveitarfélög heldur verður framlag sjóðsins á tilrauna- tímabilinu bundið í samningi milli ríkis og viðkomandi sveitarfélags. MM Seyðisfjörður Vinnslurými frysti- húss Strandasíldar stækkað Verið er að innrétta 400 m2 vinnslusal í skemmu Strandasíldar og er fyrirhugað að húsnæðið verði notað við síldarvinnslu í haust. Strandasíld er til húsa í 2000 m2 síldarskemmu og verður vinnslu- rými frystihússins um 550 m2 með tilkomu nýja vinnslusalarins. í sumar var sú nýbreytni tekin upp að vinna kola í frystihúsinu. Gekk það þokkalega, að sögn Mikaels Jónssonar, framkvæmdastjóra, en þó háði slæm aðstaða nokkuð vinnsl- unni. Hjá Strandasíld er nú verið að undirbúa fyrir sfldina en sfld verður bæði flökuð, söltuð og fryst hjá fyrir- tækinu. Mikael sagðist búast við að bæta við sig nokkmm mannafla í vinnu í haust og em nú þegar nokkrir Færeyingar komnir til starfa og vom flestir þeirra þar við störf í fyrra. Hjá Strandasfld er einnig verið með lax- eldi í sjó sem aukabúgrein og hefur það gengið upp og niður eins og tíðkast í þeirri atvinnugrein. Á árinu hefur verið slátrað um 60 tonnum af laxi en reiknað er með að slátra um 80 tonnum á árinu. AÞ Hjá Strandasíld er verið að innrétta 400 m2 vinnslusal sem bœtist við vinnslurými frystihússins. í dag, fimmtudag, verður flugvöllurinn á Egilsstöðum formlega tekinn í notkun. Myndin sýnir er verið er að (af)ferma flugvél Flugfélags Austurlands austan (réttu megin) við flugskýlið. Lauk þar með sögu- legum kafla í flugsögu hér á Austurlandi. Framvegis verður bílastæðið staðsett þeim megin er flugvélar voru staðsettar áður fyrr og flugvélar koma framvegis upp að skýlinu að vestan verðu. Ljósmynd: BV Vopnafjörður: Réttað í nýrri skila- rétt í fyrsta sinn Síðastliðinn sunnudag réttuðu vopnfirskir bændur í fyrsta sinn í nýrri skilarétt sem byggð var í sumar við bæinn Teig, en frá aldamótum eða lengur hefur verið réttað á Felli, sem er miðsvæðis í sveitinni. Að sögn Haraldar Jónssonar, for- manns fjallskilanefndar, var ákveð- ið, þegar lá fyrir að byggja nýja rétt, að hún skyldi byggð nær af- réttarlöndum til að stytta þá leið sem reka þarf féð, eftir að í byggð er komið, en til réttarinnar er smal- að fé af fjórum heiðum. Þá hefur Þorbrandsstaðarétt verið lögð niður en þar var áður aukarétt og dregið sundur fé sem kom af Tunguheiði og Hraunfellsparti. Nýja réttin er nokkru minni en gamla réttin á Felli og tekur um fjögur þúsund fjár. Hún er 38 metrar í þvermál, hringlaga, 20 dilkar jafnstórir byggðir utan um almenning, auk nátthaga. Nokkrir dilkanna eru hólfaðir, þannig að í allt eru 25 að- skilin hólf. Við byggingu réttarinn- ar hefur sparsemi og nýting verið höfð að leiðarljósi. Hún er byggð úr timbri og jámi. Nýtt var þakjám af félagsheimilinu Miklagarði, símastaurar og rekaviður. Endan- legur kostnaður liggur ekki fyrir en verður trúlega eitthvað á aðra milj- ón, þar af vélavinna á milli 5 og 6 hundruð þúsund. Fjárleitir til fyrstu réttar í Vopnafirði sansvara 203 dagsverkum. Smölun hófst helgina 11. -12. september og var þá smöluð Smjörvatnsheiði, Gnýs- staðadalur, Mælifellsheiði og Mið- fjarðarárdrög. Aftur var svo lagt upp um miðja vikunna og smalað fram á laugardag Hraunfellspartur, Tunguheiði, Foss- og Bruna- hvammsland og Hauksstaðaheiði. Samkvæmt fjallskilum em smalar í þessum göngum alls 69. Gangna- menn vom að þessu sinni heppnir með veður og smalaðist vel, þrátt fyrir að féð var mjög dreift og upp um hæstu fjallatinda þar sem ný- græðingur er að skjóta upp kollin- um í haustblíðunni. Um tvö þúsund og fimm hundruð fjár mun hafa verið rekið til réttar og gekk sund- urdráttur vel. Að mati Haraldar reyndist nýja réttin vel. Mikill kost- ur er fyrir gangnamenn að sleppa við sundurdrátt að kvöldi smala- dags og álíka langan tíma tók að rétta og venjulega þó að um helm- ingi fleira fé væri að ræða. AÞ Reynslusveitarfélag! Þetta er bara leikur að tölum. Austurland: Leitað eftir starfsmanni í starf atvinnuráðgjafa í þriðja sinn á þessu ári Stjórn Atvinnuþróunarfélags Austurlands ákvað á fundi sínum 9. september sl. að framlengja ekki ráðningarsamning Önnu Heið u Óskarsdóttur sem at- vinnuráðgjafa, sem gilti til 1. október nk. Anna Heiða hefur gengt starfi atvinnuráðgjafa frá því í apríl sl. Að sögn Snorra Styrkársonar, stjómarformanns Atvinnuþróunar- félagsins, vildi hann lítið tjá sig um þetta að öðru leiti en því að stjóm- in hefði verið sammála um að framlengja ekki samninginn og teldi hagsmuni félagsins betur borgið á annan hátt. Samninginn, sem var reynslu- samningur, átti að endurskoða 1. okt. nk. Snorri sagði að ákveðið hefði verið að flýta því að fá nýjan mann í starfið og að auglýsa ekki eftir nýjum starfsmanni því það tæki of langan tíma. Mun þetta verða í þriðja sinn sem ráðið verð- ur í starfið, eftir að Axel Beck hætti störfum sl. vetur. MM

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.