Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 23. september 1993.
Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir,
pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson.
Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir.
Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.-
Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum.
Austri kemur út á fimmtudögum.
Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga.
Efni skal skila á diskum eða vélrituðu.
Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Allt getur
gerst.
Frumvarp til fjárlaga verður lagt fram þegar Alþingi kemur
saman þann 1. október. Það hefur að sjálfsögðu verið til umræðu í
stjómarflokkunum eins og frægt er, og er engan veginn ljóst enn-
þá hvort ríkisstjómin stendur óskipt að því hvað þá þingmenn
stjómarflokkanna. Einstök ráðuneyti hafa lagt fram sínar áætlanir
og er skemmst frá því að segja að það sem frést hefur af þeim hef-
ur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Það er deilt um kaskó-
tryggingu fyrir sjúklinga, hvort það á að taka upp húsaleigubætur
og hve mikið landbúnaðurinn á að taka á sig af niðurskurði út-
gjalda. Athygli vekur að þegar frumvarpið er farið í prentun með
halla upp á 10 milljarða króna, eftir því sem fregnir herma, talar
utanríkisráðherra um 5 milljarða króna niðurskurð í viðbót. Var
hann meðvitundarlaus þegar hann samþykkti fmmvarpið?
Allt er þetta vegna þess að ekkert samkomulag er um fjárlaga-
fmmvarpið og hver höndin upp á móti annarri í stjómarflokkun-
um. Þegar kraftamir fara í innbyrðis deilur, bæði innan stjómar-
flokkanna og milli þeirra, er ekki von á markvissum aðgerðum í
ríkisfjármálum. Það verkefni sem kallar svo mjög að á þessum
tíma verður algjörlega útundan.
Eitt af því sem frést hefur af fjárlagagerð er það að leggja eigi
niður nokkur sýslumannsembætti, þar af tvö embætti hér á Aust-
urlandi. Þetta hefur að vonum vakið hörð viðbrögð hér eystra.
Sýslumannsembættin era mikilvægar þjónustustofnanir á lands-
byggðinni, og fólk hefur staðið í þeirri meiningu að það væri ætl-
un stjómvalda að auka þjónustuna þar, en draga ekki úr henni.
Það ætti því að finna leiðir til þess að styrkja sýslumannsembættin
með auknum verkefnum frekar en leggja þau niður. Það er því
miður allt of algengt að rokið er til og lagðar fram tillögur án
nokkurs samráðs við þolendur, þegar einstök ráðuneyti eiga að
skila fjárlagatillögum.
Útlit er á því að þessar tillögur njóti ekki meirihlutafylgis á Al-
þingi, enda liggur ekkert fyrir um þann spamað sem af þessu fyr-
irkomulagi hlytist. Vart verður því trúað að það eigi að taka alla
þjónustu embættanna af þeim byggðarlögum sem nú njóta hennar,
og því er spamaðurinn meir en lítið vafasamur.
Þetta mál er eitt af fjölmörgum sem tekist verður á um þegar
fjárlög sjá dagsins ljós. Hins vegar era deilur stjómarflokkanna
að komast á það stig að allt getur gerst, og enginn veit hvað nær
fram að ganga, hvorki fjárlög né annað.
Ríkisstjóm sem eyðir öllum sínum kröftum í deilum innbyrðis
er ekki fær um að leiða erfið mál til lykta. Það era hinar köldu
staðreyndir sem við blasa, en það er ekki þar með sagt að þeir
sem sitja í ráðherrastólunum átti sig á þeim. J.K.
InniCegar þakkir fczmrn við öCCum þeim sem sýncCu
okfur samúð og fiCýfiug við ancCCát og útför
sambýCiskgnu minnar, móður offar og tmgcCamóður.
CÞrúðar CKfistrúnar fHjartarcCóttur
‘TeigaSóCi
QucSstíinn SHaíCgrímsson
synir og tengdadœtur.
Reyðarfjörður:
Grillveisla við Andapollinn
Mikið var um að vera hjá
Reyðfirðingum í síðustu viku
þegar lokadagur laxveiðinnar
var í Andapollinum.
Mættu skólakrakkar snemma
um morguninn og veiddu lax
fram eftir degi. Seinnipartinn
mættu svo foreldrar á staðinn í
grillveislu. Þáðu allir grillaða
laxabita ásamt meðlæti og létu
smávegis rigningarúða ekki hafa
áhrif á stemminguna. Höfðu grill-
meistarar ekki undan að grilla, svo
ljúffengur var laxinn.
MM
Bæjarstjórn Egilsstaða sótti bikarinn til Fellabæjar
Golfkeppni sveitarstjórna
Síðastliðinn laugardag var háð
golfkeppni á golfvellinum í Fellabæ
milli sveitarstjóma Egilsstaða og
Fellahrepps. Var þetta í þriðja sinn
sem slík keppni var háð og var til
hennar boðið af Golfklúbbi Fljóts-
dalshéraðs. Keppt hefur verið um
bikar sem golfklúbburinn gaf í
þessu skyni og eignuðust Egils-
staðamenn bikarinn eftir keppnina á
laugardaginn þar sem þeir höfðu
unnið þrisvar í röð.
Samkvæmt heimildum Austra
var keppnin all skrautleg á köflum
enda fæstir sveitarstjómarmannanna
vanir kylfingar. Þá vora einnig í lok
keppninnar gerðar athugasemdir við
útreikninga golfklúbbsmanna um
það hverjum bæri sigurinn og voru
ekki allir á eitt sáttir. Allir fóra þó
heim ánægðir eftir að hafa þegið
góðar veitingar í nýju og glæsilegu
húsnæði golfklúbbsins.
Oddviti Fellahrepps, Þráinn Jónsson, mundar kylfuna. Einbeitni og
keppnisharka skín úr svipnum. Myndin er frá næstsíðustu keppni.
Næsta föstudag mun hljómsveitin
Todmobile skemmta á dansleik í
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. Verð-
ur þetta fyrsta ball sveitarinnar hér á
Austurlandi. Todmobile var stofnuð
af þeim Andreu Gylfadóttur, söngv-
ara, Eyþóri Amalds, söngvara og
leikur hann einnig á selló, og Þor-
valdi Bjama Þorvaldssyni sem syng-
ur og leikur á gítar. Einnig hefur
sveitin notið aðstoðar Eiðs Amarson-
ar, bassaleikara, Kjartans Valdimars-
sonar, hljómborðsleikara og Matthí-
asar Hemstock, trommuleikara.
Hvatningarorð frá Foreldrasamtökunum:
Einelti er ofbeldi
Foreldrasamtökin hvetja
skólafólk og foreldra til sam-
starfs um að uppræta einelti í
skólum
í upphafi skólaárs hvetja For-
eldrasamtökin kennara og foreldra
að efna til samstarfs gegn einelti,
bæði til hjálpar þeim sem lagðir eru
í einelti og einnig þeim sem leggja
aðra í einelti. Á síðasta ári hófst
mikil almenn umræða um einelti í
kjölfar fyrirlesturs um þetta efni á
vegum Foreldrasamtakanna. Um-
ræðan vakti marga til umhugsunar
og stjóm Foreldrasamtakanna er á-
nægð með þá athygli sem málefnið
fékk. Nú í byrjun skólaársins vilja
Foreldrasamtökin vekja athygli á
nokkrum afleiðingum þess að ein-
elti sé látið líðast: “Rannsóknir
sýna, að þeir sem leggja aðra í ein-
elti og þeir sem eru lagðir í einelti
eru nokkuð fyrir neðan meðallag í
námsárangri. Munurinn er ekki
mikill í yngri deildum en eykst eftir
því sem ofar dregur, sérstaklega hjá
þeim sem ástunda einelti. Það sem
oft einkennir þá sem leggja aðra í
einelti er árásarhneigð og jákvæð
viðhorf til ofbeldis og ofbeldis-
verka. Þessir nemendur eru skap-
bráðir og vilja ráða yfir öðrum. Þeir
sem verða fyrir einelti eru einmana
og yfirgefnir í skólanum. þeir eru
ekki vinsælir meðal félaganna. Þeir
hafa neikvæða sjálfsmynd og álíta
sig heimska, mislukkaða og lítið
aðlaðandi.”
Hér er aðeins minnst á lítið brot
af neikvæðum afleiðingum eineltis
og eiga þær við í flestum tilfellum.
Af framansögðu má Ijóst vera að
foreldrar og kennarar verða að
leggja áherslu á að uppræta einelti
þá strax það kemur upp. Einelti er
ofbeldi og við því á að bregðast
sem slíku.
Foreldrasamtökin vilja leggja æs-
ingalausri og faglegri umræðu lið.
Við hvetjum til umræðu og fræðslu
innan skólanna og hjá foreldrafé-
lögum.
Foreldrar og skólafólk hafa fjöl-
marga möguleika til þess að vinna
gegn einelti og farsælast er að sinna
þessum málum áður en tilvik um
einelti hafa komið upp. Foreldra-
samtökin hafa sent út efni til skól-
anna, en að sjálfsögðu geta áhuga-
samir foreldrar og kennarar snúið
sér beint til samtakanna og fengið
aðgang að því efni sem til er, sem
og aðstoð við almennt foreldrastarf.
Foreldrasamtökin hafa skrifstofu að
Bolholti 4 í Reykjavík og síminn er
91-680170.