Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 23. september 1993.
Austraspurning
Spurt á dagheimilinu á Seyðisfirði.
Hefurðu komið út á sjó?
Katrín Björg Stefánsdóttir, 5 ára.
Já ég fór í siglingu á sjódaginn og
svo fórum við heim aftur.
Linzi Axelsdóttir, 4 ára.
Já, en ég veiddi engan fisk.
Hjálmdís Vilhjálmsdóttir, 4 ára.
Nei, ég hef bara farið upp á Hérað til
tannlæknis.
Vilmundur H. Jónsson, 4 ára.
Ég vil ekki segja það.
Valgeir Snorrason, 5 ára
Já, ég veiddi háhval og var ekkert
hræddur.
Leiðrétting á
íþróttafrétt í
33. tölublaði.
Þau mistök áttu sér stað að tvær
villur slæddust inn í íþróttaþátt
Austra í 33. tölublaði. I fréttinni
“Höttur íslandsmeistari í 4. deild”
misrituðust tvö nöfn, Veigur
Sveinsson var skrifaður Leifur
Sveinsson, hið rétta er að hann
heitir Veigur Sveinsson. I sömu
frétt var sagt að Grétar Eggertsson
væri Ingvarsson. Hann heitir Grét-
ar Eggertsson. Eru hlutaðeigandi
beðnir afsökunar á þessum leiðu
mistökum.
Hef gaman af að vinna
með öðru fólki
Við hjá Austra heimsóttum Sig-
urbjörgu Ólafsdóttur, starfsstúlku á
leikskólanum Hádegishöfða í Fella-
bæ, í vinnuna og tókum stutt viðtal
við hana.
Starfsmenn eru 5 á leikskólanum
og eru bömin á aldrinum 2-6 ára.
Starfið sem ég er í var auglýst laust
til umsóknar fyrir tæpum tveimur
ámm. Ég ákvað að sækja um og
fékk það þótt ég sé ekki menntuð
sem fóstra. Ég hef hugsað að það
væri gaman að fara í fóstmnám en
ekkert látið verða af því.
Þetta er mjög skemmtilegt starf
og ég hef alltaf haft gaman af að
vinna með öðru fólki, og er þetta
gullið tækifæri til að vinna með
fólki á öllum aldri. Oft förum við í
mjög gaman að fylgjast með böm-
unum við leik og sjá hvað þeim
finnst skemmtilegast. Þau em mjög
iðin við að mála og útiveran er hátt
skrifuð hjá þeim. Sögustundin er
vinsæl og söngur einnig, en að vísu
verða þau fljótt leið, þannig að við
verðum alltaf að vera að breyta til.
Aðstaðan héma á leikskólanum
er að mörgu leiti mjög góð, en auð-
vitað er alltaf hægt að finna eitt-
hvað sem mætti vera betra. Útiað-
staðan fyrir bömin er mjög góð.
Launin em þokkaleg miðað við
að við emm ófaglært starfsfólk,
það kvartar enginn.
stuttar gönguferðir með bömin,
einnig fömm við á vegum foreldra-
félagsins í lambaferðir á vorin og
stundum í réttir á haustin. Það er
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
mótmælir
Á fundi bæjarstjómar Seyðis-
fjarðar 13. september sl. var eftir-
farandi tillaga samþykkt
“Bæjarstjóm Seyðisfjarðar mót-
mælir harðlega framkomnum hug-
myndum um fækkun sýslumanns-
embætta, sem m.a. fela í sér að
leggja niður embættið á Seyðis-
firði. Bæjarstjóm leggur til á móti
að verkefni sýslumannsembættanna
verði aukin og þau efld á þann hátt.
Slíkt flokkast undir raunhæfa
byggðastefnu.”
Greinargerð með tillögu:
Seyðisfjörður er dæmigerður
gamalgróinn þjónustubær, sem þó
má muna tímana tvenna í þeim efn-
um. Síðustu áratugi hefur hann
mátt þola hvert höggið af öðm af
hálfu ríkisvaldsins, þegar þjónustu-
starfsemi hins opinbera hefur verið
rifin upp með rótum og færð annað
undir yfirskini hagræðingar og
spamaðar.
Allt þetta er og hefur verið álita-
mál, og svo er einnig um það sem
nú er á döfinni varðandi sýslu-
menn. Sú hugmynd fer líka mjög á
skjön við sívaxandi kröfur um
valddreifingu í þjóðfélaginu.
Burtséð frá meintri hagræðingu
þá er það skelfilegt áfall í 900
manna samfélagi ef 8-10 störf em
þurrkuð út, si svona, með einu
pennastriki. Við ætlumst til þess af
ríkisvaldinu að slíkt sé ekki gert
nema að vel yfirveguðu ráði, og af
óumflýjanlegum orsökum.
Bæjarstjóm Seyðisfjarðar bendir
á aðra og skynsamlegri leið varð-
andi sýslumannsembættin. Leið
spamaðar og hagræðingar, leið sem
styrkir byggð en rífur ekki niður,
leið til aukinnar þjónustu sem víð-
ast á landinu en ekki minnkaðrar.
Bent er á að auka verkefni sýslu-
manna sem umboðsmanna ríkis í
héraði. Styrkja embætti þeirra með
auknum verkefnum og tryggja þar
með byggðimar sem hýsa þessi
embætti og starfsmenn þeirra.
Slagur landsbyggðarinnar við
duttlunga Móður náttúm er ærinn,
þó þar bætist ekki á ofan slagur við
duttlunga hins pólitíska miðstjóm-
arvalds, sem nú virðist haldið ein-
hvers konar miðsóknaræði.
Þegar tæknin eykst og upplýsing-
ar renna um trefjar ljósleiðara fram
og til baka vítt og breitt um landið,
er engin forsenda fyrir samþjöppun
þjónustu og byggðar í einhverja fáa
punkta. Þessi nýja tækni ásamt sí-
bættum samgöngum gefur þvert á
móti möguleika til að efla og bæta
það þjónustukerfi sem fyrir er,
jafnvel með minni tilkostnaði en
áður. Þannig má svara kalli tímans
án þess að vega að rótum gamal-
gróinna samfélaga, sem hafa verið,
em og eiga að vera áfram um ó-
komin ár, homsteinn íslensks þjóð-
félags.
fagtún
Sarnafil - hugtak fyrir þétt þak
AUSTFIRÐINGUR!
Býrð þú undir bárujárnsþaki
með of litlum halla?
Áttu líka bílskúr með steyptri, sléttri plötu?
SARNAFIL er þakdúkur sem margir íslendingar
eiga yfir höfði sér og líkar ágætlega.
SARNAFIL er langtímalausn fyrir timburþök, steinþök og
þaksvalir.
™ fagtún hf.
Brautarholti 8 - Reykjavík
Sími 91-621370 - Fax 91-621365
ERTU A LEIÐ TIL
REYKJAVÍKUR
f vetur höldum við upp á 30 ára afmæli okkar
og bjóðum Austfirðingum af því tilefni
gistingu á afbragðs kjörum.
Stutt er í óperuna, sinfóníuna, leikhúsin, kvik-
myndahúsin, barina, kaffihúsin og veitingahúsin frá
HÓTEL ÓÐINSVÉ
Ferðir til og frá flugvellinum eru á okkar vegum.
BSR sér um flutninginn.
Við ætlum að sjá til þess að þið hafið það svo notalegt
meðan á dvölinni stendur, að Hótel Óðinsvé
verði umtalað í bænum.
Hafið samband og kannið málið, síminn er 91-25640