Austri


Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 8

Austri - 23.09.1993, Blaðsíða 8
Landsbók er meö 6,25% ársvöxtum, sem jafnframt eru raunvextir. Hún er samt ekki bundin nema í 15 mánuði. Ávöxtun Landsbókar er því með því besta LandsbBnkÍ íslsnds sem gerist í bankakerfinu. útibúin á Austurlandi Egilsstöðum, 23. september 1993. 34. tölublað. MALLAND? IÐNAÐAR / DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF Seyðisfjörður: Vinna hafin hjá Dvergasteini * Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Pórarinssonar * Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Seyðisfjörður: Unnið að undirbúningi miðbæjarsvæðis Vinna er hafin hjá Fiskiðjunni Dvergasteini eftir u.þ.b. fjögra vikna hlé. Togarinn Gullver fór í slipp í ágúst en er nú kominn á veiðar aftur og landaði síðastliðinn föstudag 32 tonnum. Nokkuð er síðan að ákvörðun var tekin um lokun frystihússins en að- kallandi var að gera á húsnæði þess endurbætur, aðallega í fiskmóttöku. Að þeim hefur verið unnið undan- famar vikur og hafa nokkrir starfs- menn frystihússins verið þar við vinnu auk iðnaðarmanna. Um 70 manns vinna hjá Dvergasteini og var fram að lokun stöðug vinna í frystingunni. Auk afla Gullvers hefur vinnslan nýtt hlut sinn í kvóta Birtings sem seldur var á árinu og keypt fisk til vinnslu frá Vest- mannaeyjum. Ennfremur hafa 10 smábátar lagt upp afla sinn hjá Dvergasteini. Gullver er nú að veiða í sölutúr, en að sögn Finns Sigurgeirssonar er verið að vinna í því að fá fisk til vinnslu annars- staðar frá. Fyrirhugað er að frysta síld hjá Dvergasteini í haust og er áætlað að sfldarfrysting hefjist um miðjan október. AÞ Ekkert íbúðarhúsnæði er í byggingu á Seyðisfirði utan þriðja áfanga byggingar raðhúsa fyrir aidraða. Nú þegar hafa verið byggðar 4. íbúðir sem voru af- hentar í vetur og vor. Að sögn Sigurðar Jónssonar, bæjarverkfræð- ings, hefur ekkert annað verið byggt í félagslega kerfinu í tvö ár, enda enginn húsnæðisskortur í bænum. A meðal framkvæmda á vegum bæjarins í sumar eru jarð- vegsskipti og undirbúningur að miðbæjarsvæði utan við brúna á Fjarðará en þar á í framtíðinni að verða torg og verður þar komið fyr- ir minnismerki því sem efnt var til verðlaunasamkeppni um í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins sem verð- ur árið 1995. Þá hefur verið unnið að frágangi á Múlavegi og lóð við Þrír kennarar og einn þroska- þjálfí af Austurlandi útskrifuðust nýlega sem sérkennarar og luku þar með B.A námi í sérkennslu- fræðum. Kennaramir fjórir þær Margrét Rós Guðmundsdóttir á Hallormstað, Steinunn Aðalsteins- dóttir í Neskaupstað og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Marta Kr. Sig- marsdóttir á Egilsstöðum luku fyrri hluta sérkennslunámsins á Hall- áhaldahús og steyptar gangstéttar. Nokkuð gott atvinnuástand hefur r Á Seyðisfirði er í byggingu þriðji áfangi raðhúsafyrir aldraða. verið á Seyðisfirði í sumar en um 10 manns hafa að jafnaði verið á atvinnuleysisskrá. Töluvert hefur verið að gera hjá vélsmiðjunni Stál og góð loðnuvertíð reynst góð bú- bót. ormsstað vorið 1989, en þar sem ekki var um að ræða framhald á slíku námi hér eystra tóku þær seinni hlutann á Norðurlandi eystra. Námið sem var fjarnám hófu þær haustið 1991. Mikill á- hugi virðist vera á meðal kennara að stunda framhaldsnám með fjar- námi en á milli 30 og 40 sérkennar- ar úr öllum landsfjórðungum tóku þátt í þessu námi. Frónbúinn er samur við sig Á blaðamannsferlinum hafa kurlritara orðið á mörg og stór mistök. í hans meðförum hafa síldarfarmar m.a. tífaldast á leið til lands og hausaskipti hafa verið höfð á lánardrottnum og skuldunautum svo eitthvað sé nefnt. Öllu slíku hafa lesendur tekið af kristilegu umburðar- lyndi og ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir. Öðru máli gegnir ef vitlaust er farið með vísu. Þá fyllast menn heilagri vandlætingu, símalínur glóa og farið er fram á leiðréttingu. : í 32. tbl Austra birtist vísa og fylgdi með dálítið sögukom, þar sem sagt var frá viðskiptum tveggja bænda á Suðurlandi. Vísu þessa hafði kurlritari numið af farandkarli nokkrum og var þá í engu getið höfundar eða nafna þeirra manna sem hlut áttu að máli. En heimurinn er lítill og fljótlega hafði Kjart- an Hreinsson á Reyðarfirði samband. Sagðist kannast við þessa vísu og að ekki væri rétt farið með fyrripart hennar sem hljóðaði svo; Þeir segja sumir ég bruggi vín og sjálfsagt brugga ég marga kuta. Rétt væri vísan svona: Sagt er að ég sjóði vín og síðan fylli alla kúta. En hitt er satt að þú er svín og sólginn í að gelda hrúta. Vísuna kvað Kjartan vera eft- ir langafa sinn Hallgrím Brynj- ólfsson á Felli í Mýrdal. Hefði karl verið liðtækur bruggari og vísnasmiður. Þess má geta að bmggkútur gamla mannsins, mikil völundarsmíði, er enn varðveittur og brúkaður sem stofustáss: á heimili foreldra Kjartans í Garðabæ. Vopnafjörður: Hofsá með silfrið? Hofsá í Vopnafirði gaf af sér þann 20. september síðastliðinn. 2025 laxa í sumar og er önnur Þrátt fyrir erfið skilyrði kom sum- veiðihæsta áin á landinu. I fyrsta arið vel út og er veiðin yfir meðal- sæti trónir Norðurá í Borgarfirði lagi. í Selá, sem mun vera í kring- með 2110 laxa. Þriðja veiðihæsta um 10. sætið hvað veiði varðar áin er Laxá í Aðaldal en í henni veiddust 1096 laxar og Vestur- veiddust 1960Jaxar. dalsá gaf af sér 322. Veiði lauk í ánum í Vopnafirði SF/AÞ Útskriftin fór fram á Stóru-Tjörnum s.l. laugardag. F.v. Jónína Rós Guðmundsdóttir, Marta Sigmarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdottir og Steinunn Aðalsteinsdóttir. Fjórir sérkennarar útskrifast

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.