Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 1

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 1
Grœn v Verslanir Kaupfélags Héraðsbúa S.R mjöl Seyðisfirði: Sumarloðnan komin yfír 60 þúsund tonn Mikil loðna hefur í sumar borist til S.R mjöls á Seyðisfirði. Verk- smiðjan hefur síðan í júlí byrjun tekið á móti rúmlega 60 þúsund tonnum af loðnu og hefur aðeins verksmiðjan á Siglufirði fengið meiri afla til vinnslu en þar hefur verið tekið á móti um 90 þúsund tonnum. Að sögn Gunnars Sverris- sonar, verksmiðjustjóra eru fram- leiddar 2-3 gerðir af mjöli og fer það eftir ferskleika hráefnisins hverju sinni hvað framleitt er. Mik- ið hefur verið framleitt af LT mjöli en það er hágæða mjöl úr úrvals hráefni sem unnið er við lághita. Um 17% af loðnunni nýtist í mjöl og um 19% í lýsi, þannig að hvert tonn af loðnu gefur af sér sem svar- ar 170 kílóum af mjöli og 190 af lýsi. Loðnuveiðin hefur verið léleg undanfarið en um 8,600 tonn af sfld hafa borist til verksmiðjunnar. Að- spurður sagði Gunnar að léttara væri að vinna sfldina í bræðslu og væri ástæðan sú að hún innihéldi minna vatn. Af sfld nýtast um 20% í mjöl og 19% í lýsi. Allt mjöl sem S.R. mjöl hefur framleitt hefur nú þegar verið selt. Neskaupstaður: Náttúrustofa sett á stofn sigur af hólmi Hannes Hlífar Stefánsson fór með sigur af hólmi í Helgarskák- mótinu sem haldið var í Hótel Valaskjálf um síðustu helgi. Hann- es hlaut 10 vinninga af 11 mögu- legum, tapaði einni skák fyrir Jó- hanni Hjartarsyni. Góð þátttaka var í mótinu. Til leiks mættu 37 skákmenn, þar af 4 stórmeistarar, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jó- hann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Jón L. Ámason. í öðm sæti á mót- inu varð Jóhann Hjartarson með 8 og 1/2 vinning og jafnir í 3 - 4 sæti voru Guðmundur Gíslason og Andri Áss Grétarsson. Bestum ár- angri dreifbýlismanna náði Jóhann Þorsteinsson frá Reyðarfirði sem hlaut 6 og 1/2 vinning, en fast á eft- ir fylgdi Viðar Jónsson Stöðvarfirði með 6 vinninga. Veitt vom verð- laun fyrir besta árangur heima- manns og komu þau í hlut Guð- mundar Ingva Jóhannssonar á Eg- ilsstöðum. Þrátt fyrir að sérstök kvennaverðlaun væm í boði tók engin kona þátt í mótinu og aðeins tveir skákmenn búsettir í Egils- staðabæ létu sjá sig. Mótið var haldið á vegum Tímaritsins Skákar Hannes Hlífar Stefáns fór með sigur af hólmi, en hann hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. og fjármagnað af Egilsstaðabæ og austfirskum fyrirtækum. Þetta er í annað sinn sem efnt er til Helgar- skákmóts á Héraði, en slíkt mót var haldið í Fellabæ fyrir nokkrum árum. AÞ Umhverfisráðherra hefur ákveðið að náttúrustofa verði sett á stofn í Neskaupstað. Náttúrustofan verður sú fyrsta sem tekur til starfa sam- kvæmt lögum um Náttúrustofnun íslands sem samþykkt vora frá Al- þingi vorið 1992, en samkvæmt þeim er áformað að náttúrastofa verði til staðar í hverju kjördæmi landsins. f viðtali við blaðið sagði Össur Skarphéðinsson, umhverfis- ráðherra, að hann hefði fyrir nokkru átt fund með bæjarstjórn- inni í Neskaupstað og þá hefðu verið undirritaðir samningar um fyrirhugaða náttúrustofu. Til að byrja með verður stofnunin rekin sameiginlega af rfldnu og Neskaup- staðarbæ, en reiknað er með að seinna meir komi önnur sveitarfé- lög inn í dæmið. Framlag rfldsins verður launakostnaður forstöðu- manns og greiðsla á helmingi stofnkostnaðar vegna húsnæðis og búnaðar. Lögum samkvæmt verður stjóm náttúrustofu skipuð þremur mönn- um, tveir verða tilnefndir af bæjar- stjóminni í Neskaupstað og einn af umhverfisráðherra og verður hann formaður stjómarinnar. Össur sagði að hann vænti þess að stjórnin yrði skipuð í þessari viku og reglugerð fyrir stofnunina gefin út. Sam- kvæmt lögunum er hlutverk nátt- úrastofanna margþætt, en fyrst og fræðslu í náttúrufræði og umhverf- isvernd og aðstoða við uppsetningu og gerð náttúmgripasýninga. Að hálfu bæjarstjórnar í Neskaupstað hefur starfað að málinu þriggja manna nefnd skipuð þeim Einari Þórarinssyni, Smára Geirssyni og Þórði Kr. Jóhannssyni. Náttúrastof- an verður byggð upp í nánum tengslum við Náttúmgripasafnið í Neskaupstað. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar hún verður til húsa en til greina hefur komið að hún verði til að byrja með í húsi Náttúru- gripasafnsins við Miðstræti. AÞ Já það má nú segja það að kvenfólkið lætur ekki bjóða sér hvað sem er í skákheiminum. Egilsstaðir: Fyrsta ljóðakvöld inu vel tekið Góð aðsókn var á fyrsta upp- lestarkvöldi “Ljóðaunnenda”, sem haldið var í félagsaðstöðu aldraðra í Miðvangi síðastliðið sunnudagskvöld. Á upplesturinn komu á milli 50 - 60 manns sem sýnir og sannar að enn er ljóða- gerð í hávegum höfð manna á meðal. Að þessu sinni voru lesin ljóð eftir 7 höfunda,sem allir vom viðstaddir og fluttu reyndar ljóð sín sjálfir að tveimur frá- töldum. Segja má að ljóðin væru eins ólík og höfundarnir vom margir og formið ýmist hefð- bundið eða óhefðbundið. Höf- undarnir sem komu fram voru Gunnar Hersveinn, systumar Hallveig og Arnheiður Guðjóns- dætur, Þorsteinn Bergsson, Sig- urður Óskar Pálsson, Hákon Að- alsteinsson og Kristleifur Bjömsson sem er tvítugur að aldri og er að vinna að sinni fyrstu ljóðabók. Að vonurn vora “Ljóðaunnendur” mjög ánægðir með þessar góðu viðtökur og stefna á að halda fleiri slík kvöld í vetur og hvetja sem flesta hag- yrðinga og Ijóðasmiði að taka þátt. AÞ Frá Eskifjarðarhöfn. Mikið var um að vera í síðustu viku þegar blaðamaður Austra átti leið um. Síldarlöndun, uppskipun á salti og mikið að gera í rækju. Austramynd: lllSilÉÉ mmmm HÉÍIÉ : : i:: i : ■ 7- \ •* 'T Hjá S.R mjöl á Seyðisfirði er framleitt hágœða mjöl og hreinlæti í hávegum haft m.a eru gestir látnir klœðast hlífðarfötum. Austramynd MM Hannes Hlífar fór með fremst er þeim ætlað að standa að rannsóknum á náttúru þess lands- hluta sem þær eru staðsettar í. Stuðla að náttúruvernd og aukinni Langhali, myndin er tekin í Náttúrugripa- safninu í Neskaupstað. Austramynd AÞ

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.