Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 2

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 11. nóvember 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Efni skal skila á diskum eða vélrituðu. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Fráleitur skattur Nú mun það vera niðurstaðan að lagt verður til að virðisaukaskattur af matvöru lækki um áramótin. Þessi skattalækkun nær til þeirrar mat- vöru sem naut ekki endurgreiðslu áður, en verð á kjöti, mjólkurvörum og fiski mun ekki breytast við þessa lækkun. Eitt af því sem hefur verið talið þessari skattbreytingu til gildis, auk almennra verðlagsáhrifa til lækkunar, er það að hún komi ferðaþjón- ustunni í landinu til góða. I kjölfar hennar muni matarverð lækka, sem er hátt hérlendis. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En í ljósi þessarar urnræðu vekur furðu að eins og ekkert sé á að láta virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna koma til framkvæmda um áramótin. Það veldur m.a. miklum hækkunum á flugfargöldum og gistingu. Verðlækkun á mat- vælum kemur hvergi nærri þarna á móti vegna þess að stór hluti þeirra lækkar ekki. Skattlagning á flugfargjöld er sérstaklega tilfinnanleg fyrir Austfirð- inga. I fyrsta lagi er þetta skattur á samskipti fólks í fjórðungnum flug- leiðis við aðra landshluta, og í öðm lagi er skatturinn stórhættulegur fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi vegna þess að hærra verð á ferðum til landsins gerir það að verkum að ferðimar em styttar til þess að þær verði ódýrari. Það veldur því að í mörgum tilfellum vinnst ekki tími til þess að taka Austurland inn í áætlanir ferðahópa. Þessi skattur gerir rekstur Flugfélags Austurlands enn erfiðari, og svo dæmi sé nefnt þá er hann skattur á samskipti austfirskrar íþróttaæsku við íþróttafólk í öðr- um landshlutum, og eykur fjárþörf íþróttafélaganna að mun. Skatturinn kemur ofan á flugvallargjaldið sem var lagt á sem ígildi söluskatts á sínum tíma. Þessum málum hefur áður verið hreyft í fomstugreinum Austra, en því er nú aftur hreyft vegna þess að það virðist enginn skilningur ríkja á þessum sjónarmiðum hjá þeim sem um þetta mál fjalla í ráðuneytun- um. Ekkert bendir til þess að þessa skattlagningu eigi að taka til endur- skoðunar. Þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar um mikilvægi ferðaþjón- ustu og bættra samgangna fyrir þjóðlífið og efnahagsmálin virðist eiga að leggja þennan skatt á með bundið fyrir augun á afar viðkvæmum tíma í rekstri flugfélaganna. Með þessum flugmiðaskatti er verið að skattleggja aðstöðunum í þjóðfélaginu og gera þeim sem lengst eiga að sækja þjónustu í ýmsar stofnanir hins opinbera erfiðara fyrir. Um leið er verið að vega að þeirri atvinnugrein sem fólki er sagt á hátíðarstundum að sé vaxtar- broddurinn í atvinnulífi landsmanna. Eins og áður segir er þetta afar viðkvæmt fyrir Austurland. Það verður að sjálfsögðu látið reyna á það á Alþingi við afgreiðslu fjárlaga hvort þessari skattlagningu verður haldið til streitu eða ekki. Lækkun virðisaukaskatts á matvælum er engin lausn á því óréttlæti sem þessi skattlagning hefur í för með sér, þó svo kunni að verða látið í veðri vaka. J.K. Tökum að okkur hvers konar sérsmíði. Framleiðum vandaðar innihurðir, einnig sólbekki úr rakaþolnu efni. Eigum á lager gerekti úr eik, beyki og álmi, og þröskulda úr eik og beyki. /3> •Æk \ dlfíKITRE Lyngási 12 Egilsstöðum Sími 97-11619 Fax 97-11602 Jón Kristjánsson: S ÞINGFRETTIR Lífeyrismál Eitt stórmál sem rætt var á Al- þingi var frumvarp til laga um eftir- launaréttindi launafólks sem flutt er af þremur þingmönnum Framsókn- arflokksins, þeim Guðna Ágústs- syni, Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Guðni Ágústsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hann hefur áður flutt þingmál um lífeyrissjóði, sem síðan hefur verið unnið áfram, og er nú til umræðu. I greinargerð frumvarpsins sem er mjög ítarleg koma fram eftirfar- andi upplýsingar um ástand lífeyris- sjóðakerfisins í landinu: - I landinu starfa 88 lífeyrissjóðir, þar af 76 sameignarsjóðir og 12 séreignarsjóðir. - Iðgjöld til sjóðanna árið 1991 námu 14,5 milljörðum króna. - Fjármunatekjur námu samtals 11,4 milljörðum króna. - Útgreiðslur árið 1991 námu 7,4 milljörðum króna og inngreiðslur 36,9 milljörðum króna. - Ráðstöfunarfé það ár nam 29,5 milljörðum króna. - Rekstrarkostnaður ársins 1991 nam 632 milljónum króna. - Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 157,5 milljörðum króna. Þrátt fyrir þessa miklu fjármuni sem þama er farið með er engin heildarlöggjöf til um starfsemi líf- eyrissjóðanna. Efni frumvarpsins Frumvarp þremenninganna legg- ur til að því fyrirkomulagi sem nú ríkir í skipulagi lífeyristrygginga landsmanna verði breytt og með lagasetningu um eftirlaunasjóði sem lífeyrissjóðir, líftryggingafélög, við- skiptabankar, sparisjóðir og verð- bréfafyrirtæki geti rekið, hafi þessar stofnanir hlotið til þess viðurkenn- ingu fjármálaráðuneytisins að und- angenginni umsögn bankaeftirlits- ins. Gert er ráð fyrir frelsi til að velja eftirlaunasjóð, þannig að afnumin er sú kvöð að launamaður sé þvingað- ur til að greiða í lífeyrissjóð sem jafnvel er vitað að ekki getur staðið við skuldbindingar sínar. Einnig er gert ráð fyrir að eftir- launasjóðunum sé skylt að fjárfesta að lágmarki 5% af eignum sínum í hlutafélögum eða sambærilegu fé- lagsformi. Með þessu er sjóðunum ætlað mikilvægara hlutverk í upp- byggingu atvinnulífs, en lífeyris- sjóðunum hefur verið ætlað hingað til. Þá er gert ráð fyrir því að eftir- launaframlagið verði hækkað úr 10% í 13%. Nú greiðir launamaður 4% af launum, en atvinnurekendur 6%. Skipting viðbótarframlagsins verði háð samningum þar um á vinnumarkaði. Tvísköttun eftirlauna er samkvæmt frumvarpinu afnumin, og við þá breytingu mundu ráðstöf- unartekjur launafólks hækka um 3%. Góðar undirtektir. Þetta frumvarp hefur nú farið í gegn um eina umræðu í Alþingi og er komið til heilbrigðis og trygg- inganefndar til umfjöllunar. Skiptar skoðanir eru um þetta mál í þjóðfé- laginu, en hér er um að ræða eitt stærsta þjóðfélagsmál sem til úr- lausnar er um þessar mundir. Málið hlaut góðar undirtektir við umræður í þinginu og var sú afstaða þverpóli- tísk, þótt vissulega væru skiptar skoðanir um það. Kosningalög-kjördæmaskipan Tillaga Jóhannesar Geirs og Finns Ingólfssonar um athugun á kostum þess að gera landið að einu kjör- dæmi var einnig afgreidd til nefndar í vikunni. Miklar umræður voru um málið, og sýndist sitt hverjum. Með þessari tillögugerð er opnuð um- ræða um þessi mál, þótt ólíklegt sé að tillagan verði samþykkt í ó- breyttri mynd. Sænskt gæðaparket á ótrúlega hagstæðu verði. -'í'- Sommer gólfdúkar. Ringo innihurðir. -'i', Stök teppi og mottur. -'k- Niðursagað skápaefni, ódýr valkostur. Nudd er heilsubót - Á kvöldin og um helgar hyggst ég bjóða upp á nudd að Heimatúni 1 í Fellabæ. Eg stundaði bóklegt og verk- legt nuddnám veturinn 91-92, en í nám- inu fellst eins vetrar bóklegt nám og 700 klst. verkleg nuddþjálfun auk und- irbúningstíma. Kennt var alm. vöðva- nudd, slökunamudd, svæðanudd, heild- ræmt nudd og fleira. Auk nudds býð ég slökun er heilsubót uppá raförvameðferð (Trimform). Fram að áramótum ákveður nuddþeginn sjálf- ur greiðslu fyrir hvem tíma og eða hvort hann borgar eitthvað. Tíma getur fólk pantað í síma 12185 sem er tengd- ur símsvara og skilið eftir nafn og símanúmer og mun ég hafa samband fljótlega. Benedikt Bjömsson, garðyrkjumaður. Viðarkjör| MSTUNDAIE5JAM Selás 1 700 Egilsstaðir Sími 12255 Egilsstöðum Sími 12223 Opið frá 13:00 -18:00 BRIDDS Frá Fellabridge 4. nóv. spiluðu 12 pör á Ekkjufelli 1. Hallgrímur - Sveinn 188 stig 2. Guðlaug -Jóhann 181 3. Bjöm - Þorbjörn 176 Fimmtudaginn 11. nóv. hefst svo hin árlega þriggja kvölda bikar- keppni. Skráning hjá Birni s: 11468 eða Þórunni s: 11324 Bridgefélag Fljótsdalshéraðs Lokastaða l.SigurjónSt. - Guttormur Kristm. 770 stig 2. Hallgrímur B. - Stefán Kristm. 722 3. Þorvaldur P. H. - Guðmundur P. 713 4. Sveinn H. - Þorsteinn B. 661 BSA Villa slæddist inn í briddsfréttir í síðasta blaði. Sagt var að sveit Jóns Bjarka hefði orðið í fimmta sæti í hraðsveitakeppni BSA. Hið rétta er að fimmta sætið hreppti sveit Jóns Ben af Suðurfjörðum. ÚTSALA þessa viku á kaffi og tevörum - Ný gjafavara - Alltaf afskorin blóm og pottablóm - Verið velkomin - Reiknum út og sníðum í jóladúkana K0MIÐ OG SKOÐIÐ! - Jólaföndrið - Jólahandavinnan $ KRAMBÚÐIN LYNGASI1 EGILSSTÖÐUM STUTT NÁMSKEIÐEF ÓSKAÐER HASA INTERNA TIONAL ÍBÚÐIR Á SPÁNI r A COSTA BLANCA Ibúðir - raðhus - einbýlishús af öllum stærðum á verði frá ísl. kr. 1,5 millj. LEITIÐ UPPLÝSINGA MASA ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRATUGI INTERNATIONAL UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, SÍMI 91-44365 - FAX 91-46375

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.