Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 3

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 11. nóvember 1993. AUSTRI 3 Sameining sveitarfélaga Nú nálgast óðum sú stund, að greidd verði atkvæði um samein- ingartillögur umdæmisnefndanna, en þessar tillögur hafa verið kynnt- ar nokkuð að undanförnu. Ég hefi hugleitt þessi sameining- armál talsvert, lesið og hlýtt á það sem ég hefi getað um þessi mál og rætt við marga. Á kynningarfundi í Valaskjálf á dögunum, kom til nokkurra orða- skipta um “þriðja stjómsýslustigið” svonefnda, sem “Samtök um jafn- rétti milli landshluta”, börðust mjög fyrir á árum áður. Var þetta afgreitt út úr umræðunni á Vala- skjálfarfundinum, þannig, að þetta væm hugmyndir sem ekki hefði náðst samstaða um á sínum tíma og ættu ekki heima núna í sameining- aramræðunni. Mjög ber á því í umsögnum fólks úr sveitunum, að það óttast að missa vald á málaflokkum eins og fjallskilum, hreindýraveiðistjórnun, lausagöngu búfjár og öðra slíku sem er algjörlega mál sveitanna og þeim þykir illa eiga heima á fund- um bæjarstjóma, “stórsveitarfé- laga” eins og margir segja. Eins er mjög áberandi. hvað margir óttast að missa valdið lengra frá sér en nú er og þá verði skiln- ingur minni, á sérþörfum jaðar- byggða, og framkvæmdir og þjón- usta á þeim svæðum verði minni en nú er. Loks telja margir að ýmsar stofn- anir sem þó eru, þrátt fyrir allt, úti í sveitum, muni verða lagðar niður, af stjómum stórsveitarfélaganna “í hagræðingarskyni”, þ.e. til þess að spara útgjöld til þessara stofnanna, ef þær verða á ábyrgð sveitarfélag- anna, eins og t.d. skólamir eiga að verða fljótlega. Þannig kemur niðurstaðan úr umræðunni mér fyrir sjónir, sem ótti við að missa valdið frá sér og að það lendi í höndum þeirra, sem ekki hafi sama skilning á þörfum sveitanna og núverandi sveitar- stjórnir. Ekki sé tryggt að um spamað verði að ræða við samein- inguna og til hagræðingar verði ýmislegt sem nú er í sveitunum lagt niður af “hagkvæmnisástæðum”. Ég sé þetta fyrir mér með talsvert öðram hætti, en hér að framan er sagt. Við verulega stækkun sveitarfé- laganna kemur upp þörfin fyrir öfl- ugri undirnefndir af ýmsum toga, til þess að fara með hina ýmsu málaflokka, og þá einkum þá sem era svæðisbundnir. Mætti nefna sem dæmi. 1. Ýmis sérmál sveitanna, eins og fjallskil, lausaganga búfjár, Sigurjón Jónasson. veiðimál alls konar o.fl. myndu best geymd hjá hreppabúnaðarfé- lögunum, sem era til staðar nú þegar. Mætti þá gera ráð fyrir því að þau myndu sameinast eftir svæðum, þar sem hagsmunir féllu saman og gera tillögur sína sameiginlega til “stórsveitar- stjórnarinnar”, nema þau hefðu fullt vald í þessum málum og réðu einhverju fjármagni í þessu skyni sjálf. 2. Eins myndu verða myndaðar skólastjómir við hvern skóla fyr- ir sig og myndu þær stjórnir ör- ugglega verða áhrifameiri, en nú- verandi skólastjómir era í dag. 3. Ýmis frjáls félagasamtök, eins og kvenfélög, ungmennafélög o.fl. myndu að einhverju leyti sameinast, eftir því sem þætti henta á hverju svæði fyrir sig og álitlegt teldist til að efla starf- semina, eins og nú þegar er byrj- að á Héraði. 4. Á sama hátt myndi verða skoð- að á tilteknum svæðum, hvort reka ætti sama fjölda félagsheim- ila og eru í dag, sama ætti við með kirkjur og fleira slíkt. Allt þetta sem hér að framan er sagt, styrkir mig í þeirri skoðun, að hér sé með sameiningunni komið “- þriðja stjómsýslustigið”, þ.e. að hin nýju “stórsveitarfélög” myndi “miðvaldið”, sem sýslurnar áttu fyrr að hafa, eða landshlutamir. Svæðisnefndir og ráð, sem óhjá- kvæmilega verða mynduð eftir sameininguna, munu þá verða með valdsvið á svipuðum nótum og hreppsnefndir hafa í dag, og þótt þarna verði aðeins um sérmál svæða að ræða, er það ekki ósvipað því sem verið hefur, því ríkið hefur jú ráðið öðra en sérmálum, fram undir þetta, þótt boðað sé að flytja eigi verkefni til hinna nýju sveitar- félaga. Niðurstaða mín er því sú, að ekki sé eins mikið að óttast og látið hef- ur verið í veðri vaka, af andstæð- ingum sameiningarinnar. Heimsborgin Hamborg Lesendaferð Austra 18. - 21 . NÓVEMBER N.K. Hamborg er frábær ferðamannaborg með ótal möguleika til verslunarferða, skoðunarferða og skemmtana. f Dregið verður úr nöfnum þeirra sem bóka fyrir 12. Á V nóvember og fær einn farþegi 5000 kr. afslátt. J VERÐ KR. 30.700 (+ FLUGVALLARSK. 1.565.-) Huqsaáu |)ig elski tvisvar um veuSiS er liloegilegt! Þú færð flug til Reykjavíkur. Rútuferð til Keflavíkur. Flug til Hamborgar Gistingu í 3 nætur á Hótel Graf Malke. Skoðunarferðir og íslenska fararstjórn Nýttu |)ér |)etta tráLæra tilboS! FLUGLEIÐIR Vikublaðið Hins vegar er afar slæmt, að lítið hefur farið fyrir umræðunni um hvernig eigi að skipa málum eftir sameiningu, eins og ég var að rekja hér að framan. T.d. var sú yfirlýs- ing, eða greinargerð, sem borin var í hús á Héraði, frá fundi oddvita sveitarfélaganna á svæðinu, hvorki fugl né fiskur, þar sem þeir forðuð- ust að minnast á nokkuð af því sem þarf óhjákvæmilega að gera. Þetta var almenn yfirlýsing um að það ætti að auka sem mest menningu og þjónustu á svæðinu, en ekki minnst á atvinnumál eða ýmis sér- mál svæða. Sameiningin bíður okkar, ef ekki með okkar samþykki, þá með vald- boði að ofan. Látum það ekki henda, að sett verði lög á okkur, veljum heldur okkar eigin samein- ingarleið, með góðri þátttöku hinn 20. nóv. og samþykkjum samein- inguna, sem víðast. Sigurjón Jónasson Framleiðum áprentaða tau-burðarpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Húfugerð og tauprent Sími 91-677911 NASA INTERNA TIONAL Allar stærðir íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa Frá Samtökum fámennra skóla Nú hefur verið ákveðið að færa rekstarkostnað grunnskólanna til sveitarfélaganna. Þetta á að gerast þann 1. ágúst 1995. Sveitarfélög- in hafa haft annan rekstarkostnað grunnskólanna á sinni könnu en laun til kennara, skólastjóra og rekstur nokkurra sérstofnanna. Mörg þeirra hafa staðið mynd- arlega að sínum skólum. Samtök fámennra skóla hafa nokkrar á- hyggjur af því hve skammur tími er til stefnu og mörg mikilvæg og umfangsmikil mál eru ófrágengin. Fram undan er því mikil vinna og eru samtökin fús að leggja sitt af mörkum svo að niðurstaðan verði sem best. Samtökin vilja leggja áherslu á að þessi breyting verði til þess að efla íslenska grannskóla til hagsbóta fyrir ís- lenska æsku. Samtökin telja eftir- farandi atriði mjög mikilvæg í þessu sambandi: 1. Tryggja verður sem mest jafnrétti til náms. Þess verður að gæta að íslensk böm geti sótt grunnskóla í sinni heimabyggð og að grannnám verði samræmt um allt land. Aldrei má láta sparnað- ar- eða hagræðingarsjónarmið skerða þennan rétt bamanna. 2. Hver skóli verði sjálfstæð eining jafnvel þó að hún sé lítil. Hugmyndir um skólasel eða marga skóla undir einni stjórn eru varasamar. t.d. með verri þjón- ustu, minni skilvirkni og minni metnaði. Svíar eru að hverfa frá þessu og líta þess í stað á hvem skóla sem sjálfstæða rekstrarein- ingu. 3. Sú þjónusta sem fræðslu- skrifstofur, Námsgagnastofnun, Kennaraháskóli íslands og fleiri hafa veitt skólum má ekki minnka. Hingað til hafa skólar getað leitað eftir ýmissi þjónustu hjá fræðsluskrifstofunum og þjón- ustan greidd af ríkinu. Eftir verkaskiptinguna verða lítil sveit- arfélög að hafa fjárhagslegt bol- magn til að kaupa þessa þjónustu. Þar gæti Jöfnunarsjóður hjálpað upp á. 4. Hvorki ríki né sveitarfélög mega líta svo á að tilfærsla grunn- skólans til sveitarfélaganna sé fyrst og fremst spamaðaraðgerð. Fámennum sveitarfélögum verður að vera gert kleift að reka sinn skóla, þannig að sómi sé að. Jöfnunarsjóður verður að tryggja jöfnuð milli íbúa landsins. 5. Nauðsynlegt er að óháður að- ili fylgist með því að sveitarfélög- in sinni skyldu sinni og fari að lögum í rekstri grannskólans. Fréttatilkynning. Þetta gamla góða... enn betra TELEFAXÞJONUSTA ASDIS HELG GERFTHNAT|ASJONVARP setustofu, Sl sjonvarpi Clappárstígur T - 5 I S1S1 Reykjavík, Telephone: 354 - Nú fáanlegt með þykkari sinkhúð en áður þ.e. 350 ar. ístað 275 gr. pr/m2 Sígilt útlit - Varanleg lausn. Iðnaðarmaðurinn þekkir efnið - Við bætum um betur. BORGARNES BÁRUSTÁL OG KANTSTÁL Vírnet hf. Borgarnesi - S:93-7l 000 - Umboðsmenn um allt land

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.