Austri


Austri - 13.02.1997, Page 1

Austri - 13.02.1997, Page 1
150 REYKJAVfK Leitið ekki langt yfir skammt Verslanir KHB 42. árgangur Egilsstöðum, 13. febrúar 1997. 6. tölublað Verð í lausasölu kr. 150.- Fjárhagsáætlun Reyðarfjarðar 25% í fræðslumál Fjárhagsáætlun Reyðarfjarðar- hrepps fyrir árið 1997 var samþykkt í síðasta mánuði. Tekjur hreppsins og fyrirtækja hans eru áætlaðar 200 milljónir á árinu, en rekstrargjöld nettó 168 milljónir, fyrir utan fjár- magnsliði. Mismunurinn fer í fram- kvæmdir og afborganir lána, en stærstu lánin eru til komin vegna fé- lagslegra íbúða. Stærsti einstaki út- gjaldaliðurinn er, eins og við mátti búast, fræðslumál, en 25% af skatt- tekjum hreppsins fara til þessa mála- flokks. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári voru útgjöld til fræðslumála 10%. Útsvarsprósenta sveitarfélaga hef- ur verið hækkuð til að mæta flutn- ingi grunnskólanna frá ríki til sveit- arfélaga. Hjá Reyðarfjarðarhreppi er hún nú 11,99%, en var áður 9,2%. Þá kemur til framlag frá Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, sem fer eftir stærð þeirra. ísak Ólafsson bæjarstjóri segir að útsvarsprósentan og framlag Jöfnun- arsjóðs eigi að koma á móti þeim kostnaði sem sveitarfélögin verða fyrir vegna skólans. “Þó getur einn þáttur haft veruleg áhrif á þetta, það er ef mikið atvinnuleysi verður í viðkomandi sveitarfélagi, því það kemur niður á útsvarstekjunum,“ segir Isak. Han segir helstu framkvæmdir á árinu verða gatnaframkvæmdir sem kosta muni 4 milljónir. Meðal ann- ars stendur til að ganga frá Odd- nýjarhæðinni, sem er malamáma í miðjum bænum, að miklum hluta. Þar á að gera opið svæði að mestu, en einnig einhverjar byggingalóðir. Þá er verið að bora eftir köldu vatni á vegum Vatnsveitunnar og kosta þær framkvæmdir u.þ.b. eina millj- ón. Isak segir bjartsýni ríkja í sveitar- félaginu. Nóg vinna sé eins og er og fyrirtæki eins og Kambfell hafi auk- ið frystigetu sína verulega og eins GSR, en þar sé tiltölulega nýbyrjað að frysta. Þá séu KK-matvæli komin í nýtt húsnæði, en þar sé fyrirtæki sem eigi möguleika á að stækka tals- vert. Botnlaus vinna hafi verið á vélaverkstæðum og Hönnun og ráð- gjöf þenjist út. Þá sé Trévangur mjög vaxandi verktakafyrirtæki. Loðnusamn- íngarnir kærðir Starfsmenn loðnuverksmiðjunnar á Eskifirði hafa ákveðið að kæra fram- kvæmd kosninga um kjarasamninga starfsfólks í loðnuverksmiðjum á Austurlandi, sem voru samþykktir með naumum meirihluta. A meðal þess sem þeir telja orka tvímælis um framkvæmd kosninganna, er að reynt hafi verið að hafa áhrif á starfsmenn á Eskifirði með alls konar gylliboðum á kjörstað, rétt áður en þeir fóru í kjörklefann. Einnig telja þeir að óeðlilega langur tími hafi liðið frá því að skrifað var undir samningana þar til að greidd voru um þá atkvæði. Úrslit kosningana voru ljós um há- degi á mánudag. Samkvæmt ákvæði í samningum var atkvæðunum öllum blandað í einn pott og síðan talið. Úr- slit urðu þau að af 63 á kjörskrá greiddu 62 atkvæði. Sögðu 35 já en 27 nei og voru samningamir því sam- þykktir með 8 atkvæða mun. Samn- ingamir náðu yfir fjórar verksmiðjur, á Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Homafirði. Frá Eskifirði. Úr myndasafniAustra, mynd mm.. Ungmenni nota öskudaginn gjarna til að skrýðast hinum undarlegustu klœðum, œfa raddböndin og kýla vömbina. Þessi föngulegi hópur var engin undantekning frá því, kyrjuðu fjörug lög og úðuðu í sig því gómsœta gúmmulaði sem að þeim var rétt. Austramynd: AS Vegurinn yfir Skeiðarársand ilbúinn í júlí Auglýst hefur verið útboð í end- urbyggingu vega og varnargarða sem skemmdust í Skeiðarárhlaupinu í nóvember sl. Litlar breytingar verða gerðar á þessum mannvirkj- um og viðamestu lagfæringarnar felast í að ýta efni í þau skörð sem vatnsflaumurinn gerði. Vegur sem leggja þarf er 8,9 km að lengd og vamargarðar 6 km. Vinnusvæðið byrjar 1,6 km aust- an brúarinnar á Skeiðará og nær vestur fyrir Stórafarveg. Heildarefn- ismagn í fyllingar, burðarlög og rof- vamir er um 370.000m3. Verkið var boðið út 10. feb. og er ætlað að því ljúki í júlí nk. Framkvæmdir eru fjármagnaðar þannig að tekin er af vegaáætlun upphæð sem svarar kostnaði við endurgerð vegar og vamargarða, en brýr voru tryggðar hjá Viðlaga- tryggingu. Ekki verður ráðist í fram- kvæmdir við Gígju í þessum áfanga, en gert er ráð fyrir að þar verði unn- ið frá október 1997 til júní 1998. Fyllingum verður ýtt upp að mestu, en sá háttur var einnig hafður á þegar vegurinn var byggður upp- haflega, á ámnum 1973-1974. Gert er ráð fyrir mjög litlum breytingum á varnargarðakerfinu við Skeiðará. Garðarnir eiga að bresta þegar rennsli fer yfir 9.000m3/sek. I gögnum frá Vega- gerðinni kemur fram að ef auka ætti að einhverju marki það vatnsmagn sem sleppur út úr garðakerfinu, um- fram það sem átti sér stað í hlaupinu í nóvember, þyrfti að breyta þeim hluta garðakerfisins sem stóðst hlaupið. Það yrði, að mati Helga Jó- hannessonar, best gert með því að færa garðana, sem byggðir voru árið 1985 við Skaftafellsbrekkur, út fyrir upphaflega garðakerfið og nær þjónustumiðstöðinni. Ekki er talið mögulegt að ráðast í slíka breytingu án ítarlegrar kynningar og umræðu og óvíst að slfk breyting væri æski- leg, jafnvel þó að með henni mætti auka öryggi brúarinnar í stórflóðum. - milljónir á laugardögum! Loðnir loðnusamningar! Ný vinnslulína hjá Borgey hf. Afköst tvöfaldast Um þessar mundir er verið að taka í notkun nýja vinnslulínu hjá Borgey hf. á Höfn. Hún byggir á mikilli sjálfvirkni og afkastar um 350 tonnum af loðnu á sólarhring. í vinnslulínunni eru fjórar sjálfvirkar pökkunarlínur, sem þróaðar voru í samvinnu Borgeyjar, Sameyjar og Landssmiðjunnar, árið 1994. Þá eru frystikerfin fjögur og drifin af díselvélum. Frystikerfin eru sjálf- stæðar einingar og eykur það á rekstraröryggi. Algjörlega ný tækni við frystingu á loðnu og síld er tekin í notkun með nýju vinnslulínunni og er gert ráð fyrir að afköst tvöfaldist miðað við síðustu vertíð, en með u.þ.b. helmingi færri starfsmönnum á hvorri vakt. Þá á aðstaða starfsfólks að batna til muna og hefur erfiðustu og hættulegustu störfunum verið útrýmt.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.