Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.02.2001, Blaðsíða 18

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.02.2001, Blaðsíða 18
Tímaritið Sl6Q og vaxandi ofbeldi gegn samkynhneigðum • eftir Hauk F. Hannesson „Við viljum auka ofbeldi gegn samkynhneigðum. Samkynhneig&ir eru pöddur á þjóöarlíkamanum og þeim þarf að eyða." Nei, þaS var ekki Adolf Hitler sem rita&i þessi orS, heldur ungir menn í SvíþjóS á síðasta áratug þeirrar aldar sem upplifSi heimstyrjaldir, útrýmingarbúðir og gegndarlausar ofsókn- ir alræðisafla. Samtökin Hvít arísk andstaða (Vitt Ariskt Motstánd - VAM) er hreyfing nýnas- ista og gefa út tímaritið Sieg. Eins og nafn þess gefur til kynna er tilgangur útgáfunnar sá að hvetja til aukins ofbeldis gegn samkynhneigðum og hafa félagsmenn þessara samtaka gengið á undan með „góðu" fordæmi, misþyrmt og jafnvel myrt samkynhneigða, kveikt í fé- lagsheimilum RFSL, landssamtökum samkynhneigðra, á nokkrum stöðum í SvIþjóS og staSiS fyrir heimaslðugerð á Internetinu með hatursáróðri og hótunum. Hvernig má þetta vera? I landi þar sem samkynhneigðir mega ganga I takmarkað hjóna- band, þar sem til er lagasetning sem bannar misrétti gegn samkynhneigðum I atvinnulifinu og þar sem bæði stjórnvöld og almenningur stæra sig af umburðarlyndi og velvilja gagn- vart minnihlutahópum? Til þess að skilja þetta fyrirbæri er nauðsynlegt að lita til fortiSarinn- ar og skoða forsendur nasismans I SvIþjóS og hvernig það illgresi sem nú skýtur upp koll- inum á sér gamlar og grónar rætur. Þegar myndin af Hitler hvarf af stofuborðinu I heimstyrjöldinni siSari voru Sviar hlutlausir. Þó létu þeir undan vissum þrýstingi frá ÞjóS- verjum þegar flutningar herliðs milli Þýskalands og NorSur-Noregs voru leyfðir yfir sænskt landsvæSi með járnbrautarlestum. Hugmyndafræðilega og stjórnmálalega hafa Sviar og ÞjóSverjar lengi verið tengdir. Stór hópur þýskra innflytjenda settist til dæmis að I SvíþjóS á 17. öld og alltaf hafa verið sterk tengsl milli háskóla i þessum löndum. Sænska konungsfjölskyldan hafði sterk tengsl við Þýskaland í gegnum fjölskyldubönd og þegar nasisminn byrjaði að skjóta rótum fyrir alvöru á fjórða áratug aldarinnar kom í Ijós að jarðvegurinn reyndist góður meðal vissra hópa i SviþjóS. Fyrir styrjöldina og á fyrstu árum hennar voru allmargir háskólamenn og fulltrúar annarra starfstétta, svo sem læknar, hlynntir nasisma. Létu þeir í Ijósi þessar skoðanir sínar í ræðu og riti, og mættu lítilli mótspyrnu í fjölmiSlum. Nasisminn var á þessum árum alls ekki framandi mörgum Svíum og þess eru dæmi að finni fjölskyldur hefðu mynd af Adolf Hitler á stofuborS- inu, líkt og þegar unglingar nútímans hengja upp myndir af poppstjörnum. Þegar leiS á styrj- öldina hljóðnaði hins vegar hinn opinberi stuðningur við nasismann, góSborgararnir skiptu jafnvel um mynd á stofuborðinu og settu þar Winston Churchill í staðinn. I stríðslok var hlutverkaskipan breytt og enginn réttlætti nasismann opinberlega. Hins veg- ar átti sér aldrei stað neitt hugmyndafræðilegt uppgjör hvað snerti stuðning áhrifamanna við þessa stjórnmálastefnu í SvíþjóS, það varð bara þögn og öll orka beindist að uppbyggingu velferðarsamfélags meS sósíaldemókratiskum formerkjum. Þrátt fyrir þetta lifði hugmynda- heimur nasismans í hugskoti viss hóps fólks, sem átti sínar „leynireglur" og beiS betri daga. Múrinn fellur AriS 1989 féll Berlínarmúrinn og grundvellinum var kippt undan kommúnismanum. Fyrir marga Austur-Þjóðverja, sem aldrei höfSu kynnst lýðræðislegu stjórnarfari, var öllum gildum snúið á hvolf og grundvelli þess sem áður var taliS gott og gilt kippt undan mörgum. Jafn- framt óx innflytjendastraumur til Vestur-Evrópu og atvinnuleysi jókst. I Þýskalandi urðu við- 1 8 SAMTAKAFRÉTTIR • febrúar 2001

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.