Alþýðublaðið - 07.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bæjarstjórnarkosningin. Úr bæjarstjórn ganga þessir fimm menn: Sighvatur Bjarnason, Benedikt Sveinsson, Bríet Bjarn- héðinsdóttir, Ólafur Friðriksson og Sigurður Jónsson. Sjötti maður- inn, Jörundur Brynjólfsson, er þeg- ar farinn, svo kosnir verða alls sex við bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara í þessum mánuði. Kosningar fara að líkindum fram síðasta dag mánaðarins, þar eð kjörskrá verður ekki tilbúin svo tímanlega, að sögn borgarstjóra, að kosningin geti orðið fyr. ytlkkerjar vínbann? Khöfn 5. jan. Amerískir bannmenn hefja bráð- lega allsherjar bannleiðangur í Bretlandi; hafa til þess 180 mil- Cóna króna sjóð. japansmenn í Siberiu. Khöfn 2. jan. Japanar hafa tekið að sér eftir- lit Bandamanna í Síberíu, vegna ósigurs Koltschak. Khöfn 4. jan. Japanar krefjast sérréttinda fyrir [væntanlegar] athafnir sínar í Síber. Uppreisn i Xóreu. Kaupmannahöfn 5. jan. Frá París er símað að Kóreu- búar hafi gert uppreist gegn Jap- önum, og að kristnum trúboðum sé kent um að róa þar undir. Endalok prentvimmieppunnar. Þegar ekkert var aðhafst af hvorugra hálfu, prentsmiðjueig- enda eða prentara, kallaði forsæt- isráðherra formann prentsmiðju- eigendafél. og formann prentara- félagsins á sinn fund, til þess að vita hvort ekki væri hægt að hefja samninga af nýju. Þar eð það kom í ljós, að hvorugur var ófús að viðræður yrðu um deilu- atriðin, fór stjórn prentarafélags- ins á fund prentsmiðjufélagsstjórn- arinnar kl. 1V2 f gærdag og var setið og þjarkað til kl. 6. Voru þá aðilar komnir svo langt, að báðir gátu mælt með samkomu- lagsatriðum, hvor í sínu félagi, nema vinnutímanum, um hann varð ekki annað samkomulag en það, að prentsmiðjueigendur lof- uðu, að eftir 31. desember 1920 skyldi vinnutíminn verða 8 stundir á dag. Þegar á fund prentara kom, vildu þeir ekki gera 9. stundina að verkfallsatriði, þar eð miðlun var komin á hinum deiluatriðun- um og 8 stunda vinnudagur með samningnum ákveðinn næsta ár og viðurkendur þar með sann- gjarn og sjálfsagður. I. J. Um dagiim og vegmn. Samningar hafa komist á um kaup á togurum milli háseta og útgerðarmanna. Verða samningar birtir hér í blaðinu. Hótel Kontinental í Havne- gade 53 í Khöfn, hefir Jónas Lár- usson, héðan úr Reykjavík, tekið á leigu. Yillemoes fór í dag til útlanda, kemur við í Vestmannaeyjum og á Austurlandi. jBæjarstjórnin kaus á síðasta fundi sínum þrjá menn í nefnd til þess að semja skrá yfir gjaldend- ur til ellistyrktarsjóðs, og hlutu þessir kosningu: Sigurður Jónsson, Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson. Á sama fundi voru kosnir þessir þrír menn í nefnd til þess að undirbúa framkvæmdir á eyðingu rottu: Hafnarstjóri Þórarinn Krist- jánsson, Ágúst Jósefsson og Guðm. Ásbjörnsson. Tvö blöð hafa komið út á þessu ári hér í bænum, var ann- að prentað í ísafoldarprentsm., með samlagðri vinnu nemanna úr þeirri prentsm. og Félagsprentsm. og prentsmiðjustjórans í ísafold- arprentsm. Það blað var prentað algerlega í óþökk ekki að eins prentara heldur einnig prent- smiðjueigenda, því þeir höfðu kom- ið sér saman um að vinna ekkert ef til verkfalls kæmi. Eftir að blaðið kom út kom það líka í ijós, að enginn nemanna var löglega tekinn til náms, vegna þess, að enginn hafði skiflega samninga við prentsm. og því var ekki meira prentað í prentsm. þessari. Hitt blaðið var aukablað af Prentaran- um, prentað í einkaprentsmiðju og til leiðréttingar missögnum í hinu blaðinu. Þeir sem náð hafa í blöð þessi ættu að geyma þau, því seinna geta þau eflaust kom- ist í verð. Afli hefir verið mjög góður undanfarið á togurunum. Hafa sumir þeirra fylt sig á viku og enskur togari einn jafnvel á fjór- um dögum. Fiskað er í ís og flutt til Englands. Þrátt fyrir þennan mikla afla er fisklítið í bænum og verbið engu lægra en verið hefir. Vafa- laust lagast þetta ekki fyr en bær- inn tekur fisksöluna í sínar hend- ur og eignast sína eigin togara. Undine, þýzkt skip, kom í fyrra dag með saltfarm frá Þýzka- iandi. Það liggur nú við hafnar- bakkann og affermir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.