Tilvera - 15.04.1990, Page 1

Tilvera - 15.04.1990, Page 1
KVENNA ATHVARF 91-21205 FRÉTTABRÉF - samtaka um kvennaathvarf flMffl1 IWBroiffffffPrfl'lffllfWIIIWIlBBMHWH'BrillTrHTWIWWHHMWtWWfrfnTTrTTTBWWBIBWHMWBHTirPTIWIIMBWWMrwriiniTO April 1990, 2. tölubl. 1. árgangur. STÍGAMÓT 8. mars sl. opnaðl mlðstöð fyrlr konur og börn sem orðið hafa fyrlr kynferðislegu ofbeldl. Miðstöðln er f Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík, og ber nafnið Stígamót. Aðstandendur Stígamóta eru Vinnuhópur gegn sifjaspellum, Kvennaráðgjöfin, Ráðgjafarhópur um nauðgunarmál og Kvennaathvarflð. Undlrbúningsstarfið gekk mjög vel og nutum vlð aðstoðar velviljaðs fólks og ýmissa fyrirtœkja við að Innrétta húsnœðið í Hlaðvarpanum. í Stígamótum starfa nú þtjár konur, sem sklpta með sér einnl stöðu, auk starfskonu Vinnuhóps gegn sifjaspellum sem hefur þar aðsetur. Starfskonur Stígamóta eru nú Guðrún H. Tuliníus, Ragna Guðbrands. og Ragnheiður M. Guðmundsdóttir. Starfið í Stígamótum felst aðaliega í að veita ráðgjöf, frœðslu og upplýslngar. Opið er frá 12 til 19, en símaþjónusta er allan sólarhringlnn f síma 626868 og 626878. Við veitum ráðgjöf í síma og með elnkaviðtölum, en elnnig vísum við konum í sjálfshjálparhópa, allt eftlr þörfum hverrar og einnar. Það er svo sannariega þörf á þessari ráðgjöf því að fyrsta mánuðinn hefur þegar verið leitað til okkar vegna um 80 kvenna og barna. Og nú eru í gangi 2 sjálfshjálparhópar kvenna sem orðlð hafa fyrlr sifjaspellum og ein hópur kvenna sem hefur verlð nauðgað.TII Stígamóta hefur leitað rjöiai skólaíólks tii að fá efnl í ritgeröir og virðist áhugi nemenda á að skrifa um kynferðislegt ofbeldi vera að aukast. Við munum reyna að sinna frœðsluþœttinum eftir bestu getu og eftir því sem fjárhagurinn leyfir. Við leggjum áherslu á að þjóna öllu landinu og viljum reyna að virkja fólk á hverjum stað sem best. Þess vegna stendur til að halda síðsumars námskeið um málefni er varða kynferðislegt ofbeldl og er það námskeið sérstaklega œtlað fólki utan Reykjavíkur. Ljóst er að þcer tvœr milljónlr króna sem við fengum frá rikinu duga engan veginn til að reka Stígamót út árið. Því verðum vlð að afla melrl fjár í sumar. En við höfum gírórelknlng númer 13331-0 og eru öll framlög vel þegln. Frá Stígamótum FÉLAGSFUNÐUR Nœsti félagsfundur Samtakanna verður í Hlaðvarpanum fimmtudaginn 26. apríl kl. 20,15. Fundarefnið verður Stígamót. Starfskonur Stígamóta segja okkur frá reynslu slnnl og áformum. Umrœður. AÐALFUNDUR Það er vfet löngu orðið tímabœrt að halda aðalfund, nú er ákveðið að hann verði haldinn í Hlaðvarpanum fimmtudaginn 10. maí kl. 20,15. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffispjall. NÁMSKEIÐ Dagana 3,4. og 5. maí er fyrirhugað að halda námskeið um málefnl Samtakanna. Fjallað verður um hugmyndafrœðilegan grundvöll, afstöðu ttl otbeldlssambanda, heimilisofbeldi gagnvart fullorðnum og bömum og kynferðlslegt ofbeldl gagnvart fullorðnum og bórnum, auk þess verða almennar umrœður. Námskeiðlð verður haldið I Hlaðvarpanum fimmtudagskvöld 3, maí kl. 20-22, föstudagskvöld 4. maí kl. 20-22 og laugardag 5. maí kl. 10 - 15. Námskeiðsgjald er kr. 900. Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu eru vlnsamlegast beðnlr um að skrá sig á skrifstofu Samtakanna, síminn er 23720.

x

Tilvera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.