Tilvera - 15.04.1990, Blaðsíða 2

Tilvera - 15.04.1990, Blaðsíða 2
FRÁ BARNAHÓPI OG RÁÐGIAFARHÓPI UM NAUÐGUNARMÁL Eins og fram kemur annarsstaöar ( blaðinu þá hafa Stígamót nýlega hafið starfseml sína. Félagskonur í Barnahópi og Ráðgjafarhópi um nauðgunarmál hafa tekið virkan þátt í stofnuninni og því ekki haft tök á frekari starfseml að undanfðmu. FJÖLDI DVALARKVENNA í KVENNAATHVARFINU Á SÍÐASTA ÁRI VAR 157. FJÖLDI BARNA VAR 96. SÍMTÖL Á SÍÐASTA ÁRI VORU831. FRÁ FRÆÐSLU - OG KYNNINGARHÓPI Helsta verkefni Frœðslu - og kynningarhóps hefur verið að halda áfam dreifingu kynningarbcekllngs um Kvennaa thva rfið. Orðlð hefur vart vlð aukinn áhuga skólafólks á málefnum Samtakanna og miklll straumur námsmanna af öllum skólastigum verið á skrifstofuna til að afla upplýsinga. Tveir félagar úr Samtökunum fóru nýverið norður á Akureyrl, á vegum Háskólans þar, og kynntu málefnl Samtakanna fyrir hjúkrunarnemum og hjúkrunarfrceðlngum. Starfshópurlnn 'Unglingar gegn ofbeldi' hefur boðið Samtökunum að elga þátt í kennslugögnum um ofbeldismál, en þau eru cetluð nemendum í efstu bekkjum grunnskólans. Athyglisverð gögn eru farin aö berast frá dönskum kvennaathvðrfum og vœri ánœgjulegt að geta nýtt sér samskiptin enn frekar. MUNIÐ MINNINGAKORT SAMTAKA UM KVENNAATHVARFS, ÞAU ER H>£GT AÐ PANTA SÍMLEIÐIS. STÖRF HJÁ SAMTÖKUM UM KVENNAATHVARF Frá því í desember hafa þrjár nýjar konur hafið störf í Kvennaathvarfinu og tóku þcer við af Ástu Arnardóttur, Guðbjörgu Jónsdóttur og Sigrúnu Valgeirsdóttur, en þcer hafa allar lokið tveggja ára ráðningartíma sínum. Nýju konurnar eru Annefte de Vink, hún er hollensk en hefur dvalið hér undanfarin ár, verið við nám í íslensku og starfað á geðdeildum. í Hollandi starfaðl hún mlkið að félagsmálum. Kristjana Óskarsdóttir, hún er hjúkrunarfrceðingur með margra ára Ijölbreytta starfsreynslu. Sigríður Kristinsdóttir, hún er ein af upphafsmönnum Samtaka um kvennaathvarf og óskaðl eftir að starfa í Kvennaathvarfinu í fjóra mánuði til að kynnast betur Innviðum þess. Starfstíma Slgríðar er nú lokið, enda hefur hún verið kjörin formaður SFR. Samtökin óska Sigriðl til hamingju með sigurinn um lelð og þau þakka hennl, Ástu, Guðbjörgu og Slgrúnu fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangl. Nýjar starfskonur eru boðnar velkomnar. Nú hefur því losnað starf I Kvennaathvarfinu og er það hér með auglýst laust til umsóknar. Unnið er á vöktum, ráðnlngartíml er 2 ár. Einnig er auglýst eftir umsœkjendum í starf frœðslu - og kynningarfulltrúa, starfið er 50% starf, ráðningartími er frá maílokum og er til tveggja ára.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.