Tilvera - 15.04.1990, Qupperneq 3

Tilvera - 15.04.1990, Qupperneq 3
GJAFIR Frá upphafi hefur afkoma Kvennaathvarfslns að verulegu leytl verlð háð viðhorfi almennings. Enda þótt stjómvðld hafi í œ ríkara mœlí sýnt starfseminnl skilning, hafa það verið gjafir frá einstaklingum, félögum og fyrirtœkjum sem gert hafa gœfumuninn. Sá skilningur sem starfseminni hefur verið sýndur verður seint þakkaður. Að undanförnu hefur Kvennaathvarfinu borist nokkrar stórar gjafir, þar er helst að nefna 500.000 kr. frá Starfsmannafélagl Útvegsbankans, Thorvaidsensfélagið gaf 100.000 kr. til barnastarfslns, Kvenféiag Kópavogs gaf 40.000, Kvenfélagið Von á Þingeyri gaf ágóða af blómasólu kr. 25.374. Aðeins er óskað eftir fjárframlögum frá sveltafélögum með fieiri en 1000 íbúa en nokkur fámennari sveitafélög hafa einnig gefið peninga til Kvennaathvarfslns og fjölmörg kvenfélög og félagasamtök hafa að undanförnu gerst styrktarfélagar. Þá er ótalinn fjöldl einstakiinga, sem komið hefur fœrandi hendi, með peninga, leikfðng og fatnað og fyrirtœkl sem veitt hafa góðan afslátt af vðru sinnl og þjónustu. 'KARLMENN BERJA KONUR SÍNAR VEGNA ÞESS AÐ ÞEIM LEYFIST ÞAÐ. ENGINN STÖÐVAR ÞÁ. KONUR ERU BARÐAR VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR ERU ALDAR UPP OG ÞVINGAÐAR TIL AÐ VERÐA ÖÐRUM HÁÐAR OG ÞEIM HALDIÐ í ÞVÍ ÁSTANDI. ENGINN HJÁLPAR ÞEIM,' Gene Errington ÚR DAGBÓK BARNASTARFSMANNS í dag eru í húsinu 4 konur og 5 böm. Krakkarnir eru á ólíkum aldri svo erfitt var að finna eitthvað verkefnl sem öllum hentaðl, bjó því til trölladeig. Þegar við vorum sest við stóra borðið tók ég eftir því að 47 b, sem kom Inn í gœr virðist vera alveg að falla saman. Mamma hennar á í mikilii krísu og á fullt [ fangi með sjálfa sig og litia snáðann. Hnlppti því í nr. 44 og bað hana að halda utan um listsköpunlna og fékk stelpuna til að faraút með mér. Við vorum rétt komnar út fyrlr hliðið þegar gusan kom. Hún talaðl samhengislaust. Sagðist verða að komast heim tll pabba síns. Hún vlssi alveg að hann myndí lagast bara ef hún vcerl nógu góð við hann. Hann myndi örugglega hœtta að drekka og verða eins og einu sinni. Hann léti bara svona af því hann héldi að mamma hennar vœri búln að finna nýjan mann. Hún gœti ðrugglega fengið hann til að trúa sér. Hann lemdi sig heldur ekki, bara mömmu. (Mér varð hugsað til þess að ég hefðl treyst mér til að kaupa hanska á pabbann, eftir bláu fingrafðrunum á hálsi móður hennar). Ég spurðl hvað hún gerði þegar foreldrar hennar rifust. ' Þá tek ég iitla bróður inn til mín og við breiðum sœngina upp fyrir haus. - Eða ég loka mig ein inni í mínu herbergi og spila spiladósina mína og reyni að heyra ekki. En ég heyrl samt, t.d. þegar pabbl sagðist gefa mömmu fjórar minútur til að segja við hvern hún héldi, annars... og hún er ekkert búin að fá sér nýjan mann, það er alveg satt .. og mamma henti sér niður af svölunum og hann mölvaði öll blómin og tœmdl úr öllum eldhússkápunum á gólfið. En ég veit að ég get fengið hann til að hœtta, ég man alveg hvemig hann var þegar hann var góður.' Það var farið að rigna en hún hélt áfram. 'Kennarinn minn er góður við mlg, þó mér gangi illa að lœra og ég eigi enga vlnkonu. Hún leyfir mér að vera eftir og talar við mig og segir að það sé jafnvel erfiðara fyrir pabba að hœtta að drekka en fyrir mig að hœtta að borða gott. En ég veit að ég gœti alveg hœtt að borða gott, ég myndi aldrei setja það uppí mig ef ég gœti látið heilli fjölskyldu líða betur'. Hún hélt áfram að tala lengl og viðstöðulaust. Róaðist svo smám saman og vlð fórum heim aftur. Treysti mér ekkl til að skrifa melra í dag. Guðrún Jónsdóttir fyrrverandi bamastarfsmaður.

x

Tilvera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.