Tilvera - 15.04.1990, Qupperneq 4

Tilvera - 15.04.1990, Qupperneq 4
UM KVENNAATHVARFSBÖRNIN Samkvœmt bók Else Chrístensen ' Opvœkst eller overlevelse” (Kaupmannahöfn 1988) eru eftirfarandi einkenni samelginleg hjá börnum sem dvalist hafa í dönskum kvennaathvörfum. Vœntanlega er líðan íslenskra kvennaathvarfsbarna ekki ólík. Einkennin eru: 1. Aö hafa upplifað ofbeldi og afieiðlngar þess á fjölskylduna. 2. Stöðug hrœðsla. Hvað gerlst? Hvencer nœst? Hvemig endar þetta? 3. Blendnar tilfinnlngar, ást / hatur til beggja foreldra. 4. Þögn. Ofbeldi er ekki til umrceðu, svo bamið einangrast með áhyggjur sínar án hjálpar frá fullorðnum. 5. Skömm. Bömin fyrirverða sig fyrir heimill sitt og þögnin ásamt skömminni veldur því að ofbeldið verður ósýnilegt út á við. Rannsóknlr sýna jafnframt.. að dveljist börnin nógu lengi í kvennaathvörfum til þess að hcegt sé að koma við ráðgjöf, skilar hún alltaf einhverjum árangri. að 30% barnanna hafa sjálf orðið fyrir ofbeldl. að 20 börn á aldrlnum 7-12 ára, sem komu frá ofbeldlshelmilum, voru rannsökuð og í Ijós kom að líf þelrra stjórnast af hrceðslu og framtíðaróvissu. Ritstjóri Tilveru er Nanna Christiansen, ábyrgðarmaður Ragnheiður M. Guðmundsdóttir. Q KVENNA ATHVARF Markmið samtakanna eru: 1. Að reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeirra, þegar dvöl í heimahúsi er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimílismanna og hins vegar fyrir konur, sem verða fyrir nauðgun. 2. Að koma á fót ráðgjöf fyrir konur sem beittar hafa verið nauðgun. 3. Að rjúfa þá þögn sem ríkir um ofbeldi innan fjölskyldu, með því að stuðla að fræðslu og um- ræðu, meðal annars í því skyni að vinna að viðurkenningu samfélagsins á að því beri að veita þeim vernd og aðstoð er slíkt ofbeldi þola. Samtök um kvennaathvarf, Vesturgötu 3, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík, Sími: 91-23720, Nnr. 7473-3638, Kennitala 410782-0229, Gíró 44442

x

Tilvera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.