Tilvera - 15.10.1990, Blaðsíða 1

Tilvera - 15.10.1990, Blaðsíða 1
KVENNA ATHVARF 91-21205 FRÉTTABRÉF - samtaka um kvennaathvarf ——S—I— Október 1990, 3. tölubl. 1. árgangur. ERLENDAR KONUR í KVENNAATHVARFINU Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur það aukist að erlendar konur leiti til Kvennaathvarfsins, eða að leitað sé þangað vegna þeirra. Auðvitað göngum við út frá því að lang fiest hjónabönd íslendinga og útlendinga séu vel heppnuð hjónabönd, byggð á gagnkvæmri virðingu. En reynsla okkar í Kvennaathvarfinu hefur vakið athygli okkar á því, að þegar misbrestur verður á getur staða erlendra kvenna orðið mjög slæm. í alvarlegustu tilfellunum hafa konurnar verið algerlega háðar eiginmönnum sínum og varla farið út úr húsi án þeirra. Þær hafa ekkert vald á íslensku, vita ekkert um réttindi sín og skyldur, hafa lítil sem engin samskipti við aðra en mann sinn og hafa þurft að þola svelti og algera niðurlægingu. Ástæða þess að við ákváðum að vekja sérstaka athygli á stöðu þessara kvenna er ífyrsta lagi sú, að við töldum það skyldu okkar að upplýsa almenning um reynslu okkar og í öðru lagi vildum við kalla opinbera aðila til ábyrgðar. Okkur er það Ijóst að illa er staðið að móttöku þessara nýju íbúa af hálfu yfirvalda. Okkur finnst að allir útlendingar sem setjast hér að eigi að fá greinagóðarupplýsingarumréttindisínogskyldurámálisemþeirskilja. Aðþeimverði gert skylt að sækja námskeið í íslensku og íslenskum málefnum á vegum yfirvalda og að þeir eigi aðgang að sérstakri stofnun aða aðila sem getur veitt þeim hagnýtar upplýsingar og aðstoð á meðan þeir eru að að aðlagast hinum nýju heimkynnum sínum. í\[anna Christiansen. ÚR KVENNAATHVARFINU Fyrstu 9 mánuði ársins hafa 139 konur verið skráðar til dvalar í Kvennaathvarfinu. Það hefur vakið athygli okkar að í þessum hópi er lang mest um konursem eru að leita til athvarfsins í fyrsta skipti. Símtöl á þessu sama tímabili eru 1302. Mest er um svokölluð stuðningsviðtöð, þar sem þolandi ofbeldis eða aðstandandi hans er að leita sér stuðnings. Einnig er mikið um viðtöl þar sem viðkomandi er að afla sér hagnýtra upplýsinga s.s. varðandi skilnaðarmál og kynferðislega misnotkun, þeim málum er vísað til Kvennaráðgjafarinnar og Stígamóta. Aðeins hefur orðið vart við að karlmenn, sem beitt hafa konur ofbeldi hafa leitað eftir ráðgjöf hjá Kvennaathvarfinu, þeim málum hefur verið vísað til sálfræðinga.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.