Tilvera - 15.10.1990, Síða 2

Tilvera - 15.10.1990, Síða 2
FÉLAGSLEG KÖNNUN. Okkur starfskonum þykir orðið tímabært að gerð verði ný félagsleg könnun á málefnum Kvennaathvarfsins. Til eru nafnlausar skýrslur um allar konur og börn, sem leitað hafa til athvarfsins, með mikilvægum upplýsingum. Hér með eróskað efitirtillögum um hvernig staðið skuli að könnunninni, ekki er úr vegi að áhugasamirfélagsvísindamenn í samtökunum láti frá sér heyra. BREYTINGAR Á STARFSMANNAHALDI Nýlega lét Guðrún Jónsdóttir af störfum í Kvennaathvarfinu og hélt til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. í stað Guðrúnar var ráðin Helga Sigurbjörnsdóttir, kjarnorkukona frá Húsavík og bjóðum við hana velkomna til stafa, um leið og við kveðjum Guðrúnu og þökkum henni störf hennar. FRÆÐSLU - OG KYNNINGARHÓPUR Fyrsti fundur fræðslu-og kynningarhóps á þessum vetri verður á skrifstofunni í Hlaðvarpanum þriðjudaginn 6. nóv. kl. 19,30. Verkefni fundarins verður að leggja drög að fræðslustarfi vetrarins. Það væri óskandi að áhugasamir og hugmyndaríkir félagar mættu til leiks og settu kraft í að kunngera heimsbyggðinni eða a.m.k. landsbyggðinni (þ.m.t. Stór-Reykjavíkursvæðinu), þann boðskap sem samtökin hafa fram að færa. Allt of fáir félagsmenn eru virkir í fræðslu - og kynningarmálunum svo hver einstaklingur er miklis virði. Við eigum stóran akur að plægja í þessum efnum, því fræðsla og kynning er áreiðanlega einn veigamesti þátturinn í vinnunni gegn ofbeldi á heimilum. Ogflestirvirðast áþeirriskoðunaðrótofbeldis sé að miklu leyti inni á heimilunum. Sjáumst! BARNAHÓPUR Barnahópurinn hélt sinn fyrsta fund á vetrinum þann 20. sept. Helstu verkefnin framundan eru undirbúningur fræðsluefnis, en það verður unnið í samvinnu við Stígamót. Búið er að auka leikrými fyrir börn í athvafinu svo aðstaða þeirra er nú orðin all góð. ERLEND KVENNAATHÖRF Helgina 26. - 28. október verður ársþing danskra kvennathvarfa haldið í Kaupmannahöfn. Þrjátíu og fimm dönsk kvennaathvörf eiga aðild að þinginu og hefur Kvennaathvarfinu verið boðið að senda fulltrúa þangað. Ákveðið hefur verið að taka boðinu og fara Janný Anna Baldursdóttirvaktkona og Hólmfríður Jónsdóttir barnastarfskona fyrir hönd athvarfsins. Verið er að þýða ársskýrslu Kvennaathvarfsins á dönsku og verður henni dreift á ársþinginu, til kynningar á starfsemi okkar. Mikilvægt er að við hér heima fylgjumst vel með því sem er að gerast í Kvennaathvörfum í öðrum löndum. Það yrði okkur mikils virði ef félagsmenn hefðu upplýsingar um starfsemi annara kvennaathvarfa, sem þeir gætu miðlað til fræðslu - og kynningarfulltrúans. Einnig óskum við eftir upplýsingum um athyglisverðar bækur, kvikmyndir, rannsóknir og greinar sem fjalla um málefni samtakanna.

x

Tilvera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.