Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 1

Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 1
9 KVENNAATHVARF 561 1205 FRÉTTABRÉF - Samtaka um kvennaathvarf Mars 1998, 1. tbl. 8. árg. Ritstjóri og ábm.: Ásta Júlía Arnardóttir Hejistafnir Vorið 1995 skipaði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra vinnuhóp til að fjalla um heilsufar kvenna og gera tillögur um með hvaða hætti megi snúa við þróun, reynist vísbendingar um að konur búi almennt við verri heilsu en karlar. Vinnuhópurinn ákvað að efna til ráðstefnu um málefnið þann 29. janúar s.l. í Rúgbrauðsgerðinni og var hún öllum opin. Yfir 250 manns sóttu ráðstefnuna Markmiðið var að fá fram á henni sem flest sjónarmið og voru félög og stofnanir hvött til þess að senda á ráðstefnuna fulltrúa beggja kynja. Fjórir fulltrúar mættu frá Samtökum um kvennaathvarf. Ennfremur tók Vilborg G. Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, þátt í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar undir yfirskriftinni: Viðbrögð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar við kvörtunum kvenna. í þessu sambandi kom Vilborg inn á ofbeldi gegn konum en það er talið eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag. í tilefni af ráðstefnunni gaf Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið út ritið HEILSUFAR KVENNA, þar sem fjallað er um ýmsa mikilvæga þætti er varða heilsu íslenskra kvenna. í ritinu er m.a. kaflinn KONUR OG OFBELDI eftir Vilborgu G. Guðnadóttur en þar kemur m.a. fram að konur sem beittar eru ofbeldi leita oftar til heilbrigðisþjónustunnar en aðrar konur, þær nota meira af róandi lyfjum og svefnlyfjum og hafa mörg andleg og líkamleg einkenni sem rekja má til ofbeldisins. Leita þarf leiða til þess að aðstoða þessar konur án þess að með- höndla þær sem sjúklinga. í kaflanum KONUR OG OFBELDI kemur ennfremur fram að: „Ef eingöngu er beitt læknisfræðile- gri sýn á vandamál kvennanna getur það þrengt verulega möguleika þeirra á að fá raunæfa aðstoð. Einnig er töluverð hætta á að þær fari þá sjálfar að líta á sig sem „sjúklinga" með „sjúkdóma" og að þeir séu rótin að því að þær búi við ofbeldi. Ef þetta gerist þá festast þær enn frekar í flóknu neti ofbeldisins þar sem heilbrigðisstarfsfólkið er þá farið að styrkja þau skilaboð sem karlarnir senda þeim, þ.e. að vandamálið sé að þær eru ekki „í lagi“ og allt verði gott ef þær „læknast". Þegar svo er komið er leiðin út úr ofbeldinu vandfundin og í besta falli gæti þá stuðningur heilbrigðiskerfisins verið gagnslaus". Útskiptareglan Þann 4. febrúar s.l. funduðu þær Helga Tulinius, Sigríður Stefánsdóttir og Margrét Einarsdóttir, stjórnarkonur í Samtökunum og sömdu þá eftirfarandi texta sem þær óskuðu eftir að tekinn yrði til umræðu á formlegum stjómar- fundi, þann 17. febrúar s.l. Erindið var tekið fyrir á stjómar- fundi og samþykkt af fullskipaðri stjóm: Á síðasta aðalfundi Samtaka um kvennaathvarf þann 28.5 1997 kom til umræðu, að frumkvæði framkvæmdastjóra Athvarfsins, útskiptareglan á starfsfólki Samtaka um kvennaathvarf, en samkvæmt henni er starfsfólki einungis heimilt að starfa í fjögur ár. I lögum Samtakanna er ekkert sem kveður á um slíkt og hefur reglan grundvallast á ákvörðunum aðalfunda og stjómar. Stjórninni var falið á aðalfundi að skipa nefnd til að ræða málið og endurskoða regluna og leggja síðan niðurstöður sínar fyrir stjómarfund. Nefndin var skipuð tveimur konum úr stjórn, Hrafnhildi Baldursdóttur og Pálínu Jónsdóttur og tveimur félags- mönnum, Elfu Björk Ellertsdóttur og Ólöfu Sigurðardóttur. Niðurstöður nefndarinnar voru, að nauðsynlegt væri að endurskoða regluna en varað við að taka of stór skref. Tillaga þeirra var, að næstu starfskonur yrðu ráðnar til fjögurra ára með möguleika á að framlengja ráðninguna um tvö ár. Rökin fyrir breytingunni voru, að starfsumhverfi Athvarfsins hefði breyst mikið með framhald bls. 2

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.