Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 3

Tilvera - 15.03.1998, Blaðsíða 3
Fréttir ár Athvarfinu Árið 1997 er liðið og með því hátíðleg og góð jól í Kvenna- athvarfinu. Jól sem nú, eins og endranær, voru sumum konum viðkvæm og tilfinningahlaðin vegna erfiðra aðstæðna af ýmsum ástæðum. Það verður seint fullþakkað hve margir leggja hönd á plóg til að gera jólin sem hátíðlegust með jólakveðjum, fyrir- bænum, fallegum hugsunum og góðum gjöfum. Á Þorláks- messu komu til að mynda nokkrir fulltrúar "Sniglanna" á mótorhjólum færandi hendi með stórt og veglegt jólatré. Koma "Sniglanna" á þennan hátt vakti ómælda gleði og hrifningu yngri kynslóðarinnar. Á gamlársdag færði síðan Landsbjörg okkur stóran og veglegan fjölskyldupakka, þannig að í Athvarfinu var mikil "sprengjudýrð" eins og annars staðar þetta kvöld. Yfir jólin dvöldu í Athvarfinu 5 konur og 6 börn. Fljótlega eftir áramótin fjölgaði töluvert og voru 7-9 konur og 14-16 böm (öll undir 8 ára) stóran hluta janúar. Á s.l. ári var ákveðið að stefna að því að tölvuvæða ákveðna starfsemi Athvarfsins. Keypt var tölva og í samvinnu við Tölvu- og verkfræðiþjónustuna er verið að þróa skráningakerfi sem hentar starfsemi Athvarfsins. Við þessa vinnu höfum við m.a. notið velvilja Rauða Kross hússins, sem er nokkrum skrefum á undan okkur í þróuninni. Þróunarvinnan gengur vel og frá s.l. áramótum hafa t.d. öll símtöl í neyðarsíma verið tölvuskráð. í byrjun janúar lágu fyrir bráðabirgðatölur ársins 1997. Komur dvalarkvenna og „viðtöl utan úr bæ“ voru 396, sem er 7% aukning frá 1996 og hafa ekki verið skráðar fleiri komur frá upphafi starfseminnar. Bak við þessa tölu eru skráðar komur kvenna til dvalar 118 og í viðtöl skráðar 278 komur. Meðalfjöldi kvenna á dag voru 6 konur og meðaldvalartími voru 11 dagar. Símtöl í neyðarsíma voru 2274, sem er 6% aukn- ing milli ára. Mikið er lagt upp úr áframhaldandi þróun starfsins og er hluti af þeirri þróun fræðsla fyrir starfsfólk. Á árinu 1997 sóttu starfskonur ýmis námskeið, ráðstefnur og fundi sem með ýmsu móti tengdust starfinu og nánar verður fjallað um í ársskýrslu. Mikilvægt er að efla og viðhalda góðum tengslum við þá fjölmörgu aðila, sem á einhvern hátt koma að stuðningi við þolendur ofbeldis. Megináhersla okkar er að tengslin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu þar sem m.a. verklagsreglur allra eru virtar. Það er ánægjulegt að sjá hvað þessi þróun er jákvæð - þó hægt fari - og skilar sér sem markvissari og víðtækari alhliða stuðningur. Einnig er ánægjulegt að sjá að í vaxandi mæli leita ólíkir aðilar til Athvarfsins eftir samráði, stuðningi og fræðslu varðandi ólíka þætti ofbeldis á heimilum. Hvað innra starf Athvarfsins áhrærir er m.a. á döfinni að skoða og þróa enn frekar einstaka þætti þess starfs s.s. samskiptatækni, viðtalsform og ólíkar stuðningsleiðir. í hand- leiðslu starfskvenna er um þessar mundir verið að skoða nokkuð náið persónueinkenni hverrar og einnar, styrkleika í starfi og mögulegar takmarkanir. Tilgangurinn með þessari sjálfsskoðun er m.a. að sérhver starfskona verði sem með- vituðust um sjálfa sig og nýtist þannig starfinu sem best. Af viðhaldi hússins er það að frétta að málningarvinnu innan- húss er lokið í bili. Ibúðarherbergin tvö í kjallaranum hafa m.a. fengið langþráða og nauðsynlega endurnýjun. Viðgerðum á útidyratröppum er einnig lokið ásamt múrviðgerðum utanhúss. Næsta stóra verkefni er að mála húsið að utan. Um leið og þakkaður er víðtækur, góður stuðningur við starfið er ekki úr vegi að biðja lesendur Tilveru að athuga hvort ekki leynist í einhverjum kjallaranum þrekhjól og/eða leikja- tölva, sem heimilisfólkið notar ekki lengur en gæti nýst vel í Athvarfinu. Vilborg G. Guðnadóttir. Þjéðkirkjan gegn ofbeldi Þann 10. febrúar sl. hélt Fræðsludeild kirkjunnar námskeið fyrir presta, djákna og aðra starfsmenn kirkjunnar undir yfirskriftinni: Til liðs við lífið - kirkjan gegn ofbeldi. Námskeiðið var haldið í Áskirkju og var undirbúningur þess í höndum Sveinbjargar Pálsdóttur, guðfræðings. Meðal efnis á námskeiðinu var eftirfarandi: Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir fjallaði um skilgreiningar á ofbeldi. Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur fjallaði um hina lagalegu hlið ofbeldis. Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir fjallaði um „ofbeldisdansinn“ svokallaða. Vilborg G. Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins fjallaði um hvaða leiðir eru færar og séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir talaði um reynslu sína sem prestur í Kvennaathvarfinu. Ennfremur fjallaði Benedikt Jóhannsson sálfræðingur um starf Fjölskylduþjónustu kirkjunnar með þolendum ofbeldis. Tæpast þarf að undirstrika hversu mikilvægt framtak þetta námskeið er og sú staðreynd að þeir sem sækja námskeið sem þessi nýta ekki bara þekkingu sína í starfi heldur miðla henni einnig beint eða óbeint til annarra. Þátttakan á námskeiðinu Til liðs við lífið - kirkjan gegn ofbeldi var mjög góð en yfir 80 manns sóttu það.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.