Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 1

Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 1
Q Jllvcra KVENNAATHVARF FRÉTTABRÉF - Samtaka um kvennaathvarf 561 1205 Nóvember 1998, 2. tbl. 8. árg. Ritstjóri og ábm.: Ásta Júlía Arnardóttir Fræöslu og kynningarátak Eins og fram kom í síðustu Tilveru eru Samtök um kvenna- athvarf með í undirbúningi fræðslu- og kynningarátak sem mun hefjast um miðjan janúar 1999. Markmið átaksins er að ná til fólks á öllu landinu, kynna Kvennaathvarfið og starfsemi þess og efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjölskyldna og auka skilning á eðli þess og afleiðingum. Atakið verður í formi opinna funda og verður upphafs- fundurinn haldinn í Reykjavík en í framhaldi af honum verður haldið út á landsbyggðina. Aætlað er að átakið muni standa frá miðjum janúar fram til loka mars. Samtökin hafa valið þá leið að leita eftir samstarfi sveitar- félaga á landinu. Samstarfið felst í því að ef viðkomandi sveitarfélag ákveður að taka þátt í átakinu útnefnir það tengilið við Samtökin t.d. félagsmálafulltrúa en hann kynnir fundina á staðnum og útvegar fundarstað. Markmiðið er að fundirnir séu öllum opnir en þeir verða sérstaklega kynntir fyrir starfsfólki skóla, leikskóla, heilsugæslu, sjúkrahúss, kirkju, lögreglu o.fl. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir einum fundi á hverjum stað en ef áhugi er á staðnum t.d. fyrir skólaheimsókn þá er ferðin nýtt. í kynningarleiðangri hveiju sinni verða 2 fulltrúar frá Samtökum um kvennaathvarf. Kynningarbréf var sent öllum sveitarfélögum á landinu varðandi átakið og hafa viðbrögð þeirra verið góð og því ekki annað sýnilegt en kynningarátak Samtakanna verði umfangsmikið og vonandi árangursríkt. Ásta Júlía Arnardóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi. — NOR V ----- norrænt samstarf um rannsóknir á ofbeldi og heilsufarslegum afleiðingum þess Hafið er samstarf um rannsóknir sem einkum munu beinast að heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi (nauð- gunum) á Norðurlöndum. Verkefnið mun njóta stuðnings frá Norrænu ráðherranefndinni á næstu þremur árum og er því stýrt af prófessor Berit Schei Þrándheimi, Guðrúnu Agnarsdóttur yfirlækni Reykjavík og Karin Helveg-Larsen réttarlækni Kaupmannahöfn í samvinnu við aðra lækna á þessu sviði á Norðurlöndunum. Aðaláhersla verður lögð á að kanna umfang þessa vanda, gera sér grein fyrir því heilsufarslega tjóni sem af honum hlýst og kanna hvernig má bæta úr því eða koma í veg fyrir það. í því skyni verður tekið mið af þeim könnunum sem þegar hafa verið gerðar á Islandi og í Finnlandi eða eru í bígerð í Svíþjóð og gerðar kannanir í þeim löndum (Danmörku og Noregi) þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um tíðni og afleiðingar slíks ofbeldis. Ennfremur verður gerður samanburður á því hvemig þolendum kynfer- ðisbrota er sinnt og hverjir leita aðstoðar eftir slík brot og sérstaklega hugað að starfi neyðarmóttaka þar sem þær er að finna á Norðurlöndum. Reynt verður að skilgreina norræ- nan staðal um þjónustu við þolendur sem geti orðið fyrirmynd annarra þjóða sem vilja skipuleggja slíkar mót- tökur. Rannsóknir verða einnig gerðar á því hvemig réttar- læknisfræðileg þjónusta er skipulögð á Norðurlöndunum og hvemig megi bæta menntun heilbrigðisstarfsfólks til að taka á móti, rannsaka og meðhöndla þolendur kynferðisbrota. Vinnufundur var haldinn í Linköping um þetta rannsók- narverkefni 10.-12. október s.l. og var jafnframt haldin áhugaverð ráðstefna um rannsóknir á síðbúnum heilsu- farslegum áhrifum ofbeldis. Næsti vinnufundur verður í Þrándheimi 8.-10. apríl 1999 og verður jafnframt haldin ráðstefna 8. apríl í tilefni af 10 ára starfsafmæli Neyðarmóttökunnar þar. F.kki hefur enn verið ákveðið hvert þema ráðstefnunnar verður. Reykjavík 22. Október 1998 Guðrún Agnarsdóttir yfírlæknir Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.