Tilvera - 15.11.1998, Page 2

Tilvera - 15.11.1998, Page 2
Nhvrænair konur gegn ofbeldi í september s.l. var komið að grænlensku konunum að halda ráðstefnuna Norrænar konur gegn ofbeldi og var hún haldin í bænum Ilulissat á Grænlandi. Um 130 konur tóku þátt í ráð- stefnunni en ég var sú eina frá Islandi. Við komum á áfanga- stað þann 18. September en snérum tilbaka þann 23. Sept. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru: Else Poulen (psykolog), sem fjallaði um áhrif ofbeldis á fjölskyldur, Marie Möller Christensen og Karen Dassau sem fjölluðu um barnastarf í Kvennaathvarfi í Kaupmannahöfn (Kvindehjemmet), og Fatuna Ali (psykoterapeut) fjallaði um sjálfshjálparhópa. Einn dag ráðstefnunnar voru hafðir vinnuhópar og valdi ég „Kvenna- athvörf á Grænlandi“. (Nánar sagt frá efni ráðstefnunnar á OPNU HÚSI þann 10. nóv. n.k.) Bærinn Ilulissat eða Jakobshöfn liggur við skriðjökul í fullri framleiðslu svo fjörðurinn er alltaf fullur af ísjökum sem fljóta svo á haf út. Þetta gefur staðnum sérstakt yfirbragð og fórum við m.a. í siglingu innan um risastóra ísjaka og heyrðum drunurnar í jöklinum þegar brotnaði framan af honum. Við fengum líka tækifæri til að kaupa ferð með þyrlu upp á jökul en það var stórkostleg upplifun. Öll ráðstefnan var til fyrirmyndar og má grænlenski hópurinn vera stoltur af þessari ráðstefnu. Umræður voru góðar og einblínt mikið á fjölskylduna í heild og bömin. Einnig var töluvert rætt um aðstæður grænlenskra kvennaathvarfa, sem em Síðastliðið vor þreyttu þrír nemendur vor- próf í gmnnskóla Kvennaathvarfsins. Þrátt fyrir að sólin sleikti barnskinnar í gegnum gluggann og útþráin barðist um í hjörtum barnanna gekk þeim vel og tóku góð próf. Einstök veðurblíða var í sumar og fór barnastarfið að mestu leyti fram utan dyra. Við fómm m.a. í vettvangsferðir, á leikvelli, niður á höfn, í skrúðgarða og hápunktur útivemnnar var yfirleitt í enda dags þegar við drukkum nestið okkar úti. Vegna sumarleyfa og veikindafrís starfs- manns lá bamastarf niðri í ágústmánuði. Hjá þessari ráðstöfun var ekki komist og einungis gerð í neyð. Enn á ný er haustið komið með sitt hefðbundna skólastarf og öðmm þáttum barnastarfs. Framundan er skemmtilegur tími snjósleða og jólahalds þar sem notalegar stundir við kertaljós bíða okkar. Bestu kveðjur! Barnastarfsmenn Kvennaathvarfsins óneitanlega öðmvísi en á hinum Norðurlöndunum m.a. vegna smæðar hvers bæjar fyrir sig og fjarlægðar milli staða en athvörfin eru 8 talsins. T.d. búa í Ilulissat aðeins um 4.200. manns en samt er Ilulissat þriðji stærsti bærinn á Grænlandi. Á næsta ári verður ráðstefnan haldin í Noregi en Finnland baðst undan að halda ráðstefnuna vegna erfiðra aðstæðna. Kœr kveðja, Fríða B. Einarsdóttir Barnastarfsmaður Kvennaathvarfsins. Frá aðalfundi Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf var haldinn í Litlu Brekku þann 28. maí s.l. og mættu 30 félags- menn á fundinn. Ný stjórn var kosin en hana skipa eftirfarandi konur: Helga Tulinius, stjórnarformaður. Sandra D. Gunnarsdóttir, varaformaður. Margrét Einarsdóttir, ritari. María Sólbergsdóttir, gjaldkeri og Sigríður Stefánsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn stjómar eru: Hrefna Þórarinsdóttir og Pálína Jónsdóttir. Dagskrá aðalfundar var með hefðbundnu sniði. Ársskýrsla 1997 var kynnt en þar kemur m.a. fram að árið 1997 voru 395 komur kvenna skráðar í Kvenna- athvarfið, 118 til dvalar og 277 í viðtöl. Aldrei hafa fleiri komur kvenna verið skráðar í Kvennaathvarfið utan árið 1994 en þá vom komur einnig 395 talsins. Það er athyglisvert að sú aukning sem hefur orðið á skráðum komum kvenna í Athvarfið felst í aukningu á viðtölum en á milli áranna 1996 og 1997 var um að ræða 9% aukningu á viðtölum. Árið 1997 komu 113 böm með mæðmm sínum í Athvarfið og símtöl í neyðarsíma vom 2274. Rausnarleg g|6f frá S@Er,upfio®aist.aklúl>Í9i Hiífklawíkidr Þann 14.september s.l. Færði Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur Kvennaathvarfinu peningagjöf að upphæð kr. 300.000 til kaupa á leikföngum og leiktækjum handa bör- nunum í Athvarfinu. Samtök um kvennaathvarf færa Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn sem mun vafalaust færa bömunum í Athvarfinu gleði og stuðla að vel- líðan þeirra.

x

Tilvera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.