Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 3

Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 3
Fréttir ir ^thvarHnu Nú er lokið 16. sumrinu í starfi Kvennaathvarfsins, sumri sem var einstaklega sólríkt og gott fyrir okkur héma á suðvestur hominu. Yfir sumarmánuðina dvöldu að meðaltali 7 konur (sem er 40% aukning frá sumrinu áður) á dag og 6 böm (sem er 20% fækkun frá sumrinu áður). A sumrin hafa oft komið róleg tíma- bil í starfi Athvarfsins, en það gerðist ekki nú. I heild ein- kenndist starfið af álagi og margvíslegu annríki þar sem margt spilaði inn í. Við stöndum frammi fyrir því, eins og svo margir aðrir stuðningsaðilar, að neysla löglegra og ólöglegra vímuefna er vaxandi vandamál, konur með alvarlega geðræna erfiðleika fá of oft ekki viðunandi úrlausn og húsnæðisvandinn er mikill. Mál er tengjast öllum þessum flokkum er í auknu mæli við- fangsefni starfsfólks Athvarfsins til viðbótar því að styðja konur og böm, sem búa við ofbeldi. Oft tengist þetta meira og minna saman á einhvem hátt og stuðningsúrræðin vilja stundum verða vandfundin. Mikilvægt er fyrir Samtök um Kvennaathvarf að bregðast við sem fyrst m.a. með því að skilgreina nánar hlutverk Athvarfsins og endurskoða verklagsreglur. Ef skoðaðar em bráðabirgðatölur sumarsins kemur í ljós að: í júní dvöldu 18 konur og 15 börn að meðaltali í 10 daga hver. Viðtöl „utan úr bæ“ vom 24. Símtöl í neyðarsíma vom 200. I júlí dvöldu 16 konur og 11 börn að meðaltali í 11 daga hver. Viðtöl „utan úr bæ“ vom 23. Símtöl í neyðarsíma vom 171. í ágúst dvöldu 17 konur og 15 böm að meðaltali í 14 daga hver. Viðtöl „utan úr bæ“ vom 31. Símtöl í neyðarsíma voru 228. Ef skoðaðar em bráðabirgðatölur frá áramótum til 1. sept. s.l. kemur í ljós að: Fjöldi dvalarkvenna er 70, sem er 15% fækkun frá sama tíma s.l. ár. Fjöldi viðtala „utan úr bæ“ er 226, sem er 12% aukning. Fjöldi símtala í neyðarsíma er 1643, sem er 2% aukning. Úr bráðabirgðatölum til 1. sept. má m.a. lesa að í mánuðunum jan. til maí dvöldu frekar fáar konur í Athvarfinu, síðan varð mikil aukning í júní til ágúst (40% frá s.l. sumri). Einnig sést að viðtölum „utan úr bæ“ fjölgar jafnt og þétt og hefur sú fjölgun verið um 60% frá því 1995. Sífellt fleiri konur nýta sér viðtalsþjónustuna án þess að telja sig þurfa á dvöl að halda. Konur sem koma í viðtöl hafa í meirihluta tilvika ekki dvalið í Athvarfinu, einstaka koma þó til dvalar í kjölfar viðtals. Einnig er nokkuð algengt að konur komi í nokkur stuðnings- viðtöl að lokinn dvöl. Til sumarafleysinga fengum við fimm góðar konur, valið var nokkuð erfitt þar sem framboð var meira en eftirspurn. Til sumarafleysinga er mikilvægt að fá inn ný andlit og nýta m.a. „ferskleika reynsluleysisins.“ Af fimm konum sem leystu af höfðu fjórar aldrei komið nálægt starfseminni áður, nokkuð sem gefst vel þó það auki óneitanlega álagið á þeim sem fyrir eru. Eins og undanfarin ár hafa starfskonur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fundi, auk þess að taka þátt í ýmsum samstarfs- verkefnum, en því verður gerð ýtarleg skil í næstu ársskýrslu. Framundan er spennandi vetur með ótal fræðslumöguleikum og hefjum við það starf með starfsdegi þann 30. okt. Hvað kynningu á starfi Athvarfsins viðvíkur og fræðslu um ofbeldi þá voru margir aðilar og hópar, sem nýttu sér það og mun það nánar skilgreint í ársskýrslu. Innra starfið er í sífelldri þróun og uppbyggingu. Starfskonur njóta handleiðslu sálfræðings tvisvar í mánuði og þann 1. sept. s.l. tók Oddi Erlingsson sálfræðingur við af Herði Þorgilssyni, sem handleitt hafði hópinn í þijú ár. Markvisst og meðvitað er unnið að því að innra starf Athvarfsins sé í góðu lagi, þar eru ýmsar aðferðir notaðar, sem gaman væri að kynna fyrir sem flestum í Samtökum um Kvennaathvarf. Ég vil enn og aftur hvetja sem flesta að hafa samband og kynnast áherslum starfs- ins og þeirri þróun sem átt hefur sér stað, auk þess sem góð ráð og ýmsar upplýsingar eru vel þegnar. Hvað viðhaldi hússins varðar þá stóð til að mála að utan í sumar, því miður varð þó ekki af því aðallega vegna „uppsveiflu“ hjá iðnaðarmönnum. Við vonumst þó til að af málun geti orðið strax næsta vor. Nýlega voru báðar þvottavélamar úrskurðaðar ónýtar og í staðinn var keypt afkastamikil iðnaðarþvottavél, sem afkastar á við hinar báðar. I vor var fenginn garðyrkju- maður til að taka garðinn og lóðina vel í gegn, skipuleggja blómabeðin, endumýja fjölærar plöntur og uppræta þrálátt ill- gresi. Að þessari vinnu lokinni var mjög auðvelt að halda garðinum við og var hann sannkallað augnayndi á að líta og í að dvelja. Að lokum ber að þakka fjölmörgum einstaklingum, hópum og fyrirtækjum, falleg orð, hlýhug, fyrirbænir, ýmiss konar fyrirgreiðslu og góðar gjafir. Vilborg G. Guðnadóttir, framkvcemdastjóri. Samfökin komin á netið Við viljum benda félagsmönnum og öðram aðilum á að nú era Samtök um kvennaathvarf búin að tengjast Intemetinu og er netfangið okkar athvarf@islandia.is Með aðgangi að Intemetinu hafa Samtökunum opnast áður óþekktir samskiptamöguleikar, auk þess opnast aðgangur að gífurlegu magni upplýsinga frá flestum þjóðríkjum heims um leið og möguleikar skapast til að miðla upplýsingum til þeirra sem tengjast netinu. Þess skal einnig getið að í vinnslu hefur verið heimasíða fyrir Samtökin en hún er væntanleg innan skamms. LJóð Hvfld / mjúku húmi nœtur mun hjarta mitt hvílast í myrkri tjöm í djúpum skógi miðjum. Þar gárast ei bára né bœrist þar lauf og ei syngjafuglar á grein hljóðlaust stundir líða. Þar marrar ei undan fótum nokkurs manns og enginn leit hina myrku tjörn í þúsund alda tímans kyrrð mun hjarta mitt bœrast í ró. Höf. Dvalarkona í Athvarfi. Þjáningin Þjáningin er snerting við hinn kvika straum lífsins. Þjáningin er þjölin í hendi smiðsins sem sverfur demantinn slípar yfirborðið uns sérhver arða og blettur er burtu fœgður. Höf. Dvalarkona í Athvarfi.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.