Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 4

Tilvera - 15.11.1998, Blaðsíða 4
Auglýsum eftir tveimur félagsmönnum í nefnd Opið hús Opið Hús verður hjá Samtökum um kvennaathvarf þriðju- daginn 10. nóvember frá kl. 17:30 til 19:00 í Lækjargötu 10 (gengið inn frá Skólabrú). A Opna Húsinu verður sagt frá tveimur ráðstefnum sem full- trúar frá Samtökum um kvennaathvarf sóttu nýverið. Annars vegar verður sagt frá ráðstefnu sem Jafnréttisnefnd Evrópu- ráðsins hélt í júní s.l., sem bar yfirskriftina „Aðgerðir gegn ver- slun með fólk til kynlífsþrælkunar: Hlutverk frjálsra félagasam- taka“. Hins vegar verður sagt ffá hinni árlegu ráðstefnu „Norrænar konur gegn ofbeldi“, sem að þessu sinni var haldin í bænum Ilulissat á Grænlandi í september s.l. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á OPNA HÚSIÐ en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Kæru félagar. I samræmi við ákvörðun síðasta aðalfundar hefur verið skipuð nefnd til þess að leyta lausna m.a. á því hvernig bregðast skuli við þegar til Athvarfsins leyta konur með alvarleg geðræn vandamál. Ennfremur hefur nefndinni verið falið að endurskoða reglur varðandi vímuefnaneyslu og hvemig skuli tekið á því þegar slík mál koma upp í Athvarfinu. Stjórnin ákvað jafnframt að fela nefndinni að skoða hvort ástæða sé til að setja reglur um lengd dvalartíma í Athvarfi. I nefndina em þegar komnir þrír fulltrúar: María Sólbergs- dóttir, stjórnarkona og vaktkonurnar Hrefna Harðardóttir og Hjördís Ketilsdóttir. Mjög mikilvægt er að félagsmenn komi inn í þessa umræðu og auglýsa Samtök um kvennaathvarf því eftir tveimur félags- mönnum í nefndina. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlega hafið samband við skrifstofuna fyrir 13. nóvember í síma: 5613720 fyrir hádegi. Vinnuhópur um þjjónustu mé nýbúa Að tilstuðlan borgarstjóra Reykjavíkur var settur saman þriggja manna vinnuhópur sumarið 1995. Hópnum var ætlað að safna saman tillögum til úrbóta á þjónustu borgarinnar við nýbúa. Út frá vinnuhópnum var síðan stofnað teymi til að samhæfa vinnu- brögð stofnana og annarra stuðningsaðila til að auðvelda aðgengi nýbúa að þjónustu þeirra. í teyminu í dag eru fulltrúar úr Reykja- vík frá Félagsmálastofnun, Heilsugæslu, Vinnumiðlun, Fræðslu- miðstöð, Dagvist barna, Námsflokkunum, Miðstöð nýbúa og Samtökum um kvennaathvarf. Fyrsti fundur teymisins var 1. okt. 1996 og síðan hafa verið haldnir 22 fundir. Allir fulltrúar teymisins hafa með ólíkum hætti komið að málefnum nýbúa og þurft að kljást við þá þröskulda sem á vegi verða þegar úrræði eru annars vegar. Fulltrúamir hafa haft heilmikið gagn og ánægju af því að hittast og bera saman bækur sínar. A fundina hafa einnig komið gestir, m.a. frá Smit- sjúkdómadeild, Útlendingaeftirlitinu, Kirkjunni og Félags- málastofnun. Þannig heimsóknir auðvelda teyminu að ná heildar- sýn á málefnum nýbúa. Staða nýbúakvenna sem koma til dvalar í Kvennaathvarfið er að ýmsu leyti frábrugðin stöðu innlendra kvenna. M.a. hefur komið fram að nýbúakonur: • Dvelja almennt mun lengur í Athvarfinu. • Þurfa oft mun meiri stuðning varðandi einföldustu atriði daglegs lífs s.s. matarinnkaup, umönnun barna sinna, fara í pósthús, banka og aðrar stofnanir. • Hafa oft verið mjög einangraðar og vita ekki um réttar- stöðu sína og eins eru þær oft hræddar og fullar af skömm þar sem þær telja sig hafa bmgðist fjölskyldum sínum. • Leggja oft töluverða áherslu á að geðjast starfskonum og gera þeim til hæfis. • Tekur langan tíma að vinna traust þeirra. • Eiga oft engan að nema eiginmanninn/sambýlismanninn og hafa þar af leiðandi engan stuðning þegar þær fara úr Athvarfinu. Þær konur sem eru einna verst settar hvað þetta varðar eru konur frá Asíulöndum, sem er þá aðallega vegna menningarlegs mismunar og oft tungumálaerfiðleika, þar sem margar þeirra tala aðeins móðurmál sitt. Tilgangur dvalar í Athvarfinu er m.a. að styðja nýbúakonur eftir bestu getu þannig að þær verði færari að takast á við lífið að lokinni dvöl. Þar hefur stuðningur teymisins komið að góðum notum og eins stuðningur þeirra aðila er að því standa. Hrefna Harðardóttir, starfskona og Fulltrúi Kvennaathvarfsins í nýbúateyminu. Markmið Samtaka um kvennaathvarf: 1. Að reka athvarf, annars vegar fyrir konur og böm þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbæri- leg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna og hins vegar fyrir konur sem verða fyrir nauðgun. 2. Að veita ráðgjöf og upplýsingar, efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjölskyldu, m.a. til að auka skilning í þjóðfélaginu á eðli ofbeldis og afleiðingum þess og stuðla að því að þjóðfélagið, lög þess og stofnanir vemdi og aðstoði þá er slíkt ofbeldi þola. Samtök um kvennaathvarf, Lækjargötu 10, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík, Sími: 561 3720, Myndsendir: 562 7202, Kennitala 410782-0229,Gíró 4442-1, Netfang athvarf@islandia.is

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.