Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 19

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 19
-17- Afbrigði nokkur ár, áður en afstaða er tekin til framtíðar þeirra. Uppskeru- magn, sjúkdómar og frostþolni er skráð. 2. Samanburður álitlegra afbrigða, þar sem settar eru niður 20-30 kartöflur í 3-4 endurtekningum (4x5 eða 3x10). Hér fæst nákvæmari samanburður á uppskerumagni, en auk þess eru sjúkdómar og frostþolni skráð. Lökustu afbrigðin eru sett í tilraun nr. 1 og álitlegustu afbrigðin úr tilraun 1 er hægt að flytja upp í þessa tilraun. Ekki er æskilegt að hér séu fleiri en 20-30 afbrigði. 3. Samanburður og dreifing hinna efnilegustu afbrigða. Þegar sýnt þykir, að ákveðið afbrigði standi sig vel miðað við algengustu afbrigðin, ber að reyna þau í stærri stíl við venjulega ræktun. Kanna þarf bragðgæði og hvernig þau þola vélanotkun. Það þarf því fyrst að fjölga þeim upp, og setja niður í stærri garða á tilraunastöðvunum eða koma þeim í ræktun hjá góðum kartöflubændum. Gæta þarf þess, að einungis sé komið upp heilbrigðum stofnum af þessum afbrigðum. Ef vel reynist, ber að koma afbrigðunum á framfæri við kartöflubændur og almenning. Ekki er æskilegt, að í þessari tilraun séu fleiri en 4-6 afbrigði. IV. LISTI YFIR KARTÖFLUAFBRIGÐI, SEM HAFA VERIÐ í TILRAUNUM HER A LANDI. A eftirfarandi lista yfir kartöfluafbrigði eru öll þau afbrigðanöfn, sem hægt var að finna á prenti. Hins vegar hafa fleiri afbrigði verið prófuð í afbrigðatilraunum. T.d. má geta þess, að Ragnar Ásgeirsson fékk send 450 afbrigði frá Svíþjóð árið 1939, en aðeins fá þeirra afbrigða spjöruðu sig það vel, að þeirra væri getið. Sömuleiðis komu fram mörg afbrigði á árunum 1957- 1960 á Varmá, en fæst þeirra voru það álitleg, að nafn hlytu. Ekki er ólíklegt, að einstaka afbrigðanöfn í þessum lista séu rangt rituð, en í heimildum má oft sjá sama nafnið ritað á ýmsa vegu. Einnig er líklegt, að sama afbrigðið komi fyrir undir 2 eða fleirum nöfnum, en algengt var, að erlend afbrigði fengu íslensk nöfn og í nokkrum tilfellum er ekki vitað um hið erlenda heiti. Tölurnar aftan við afbrigðanöfnin vísa til þess, hvar og hvenær afbrigðin hafa verið í samanburðartilraunum: 1: í tilraunum á Akureyri á tímabilinu 1904-1918 2: í tilraunum á Akureyri á tímabilinu 1926-1948 3: í tilraunum í Reykjavík á tímabilinu 1901-1920 4: í tilraunum að Laugarvatni á tímabilinu 1920-1946 5: í tilraunum á tilraunastöðvum jarðræktar 1934-1972 6: í tilraunum á tilraunastöðvum jarðræktar 1973-1977
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.