Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 19
-17-
Afbrigði
nokkur ár, áður en afstaða er tekin til framtíðar þeirra. Uppskeru-
magn, sjúkdómar og frostþolni er skráð.
2. Samanburður álitlegra afbrigða, þar sem settar eru niður 20-30
kartöflur í 3-4 endurtekningum (4x5 eða 3x10). Hér fæst nákvæmari
samanburður á uppskerumagni, en auk þess eru sjúkdómar og frostþolni
skráð. Lökustu afbrigðin eru sett í tilraun nr. 1 og álitlegustu
afbrigðin úr tilraun 1 er hægt að flytja upp í þessa tilraun. Ekki
er æskilegt að hér séu fleiri en 20-30 afbrigði.
3. Samanburður og dreifing hinna efnilegustu afbrigða. Þegar sýnt þykir,
að ákveðið afbrigði standi sig vel miðað við algengustu afbrigðin, ber
að reyna þau í stærri stíl við venjulega ræktun. Kanna þarf bragðgæði
og hvernig þau þola vélanotkun. Það þarf því fyrst að fjölga þeim
upp, og setja niður í stærri garða á tilraunastöðvunum eða koma þeim í
ræktun hjá góðum kartöflubændum. Gæta þarf þess, að einungis sé komið
upp heilbrigðum stofnum af þessum afbrigðum. Ef vel reynist, ber að
koma afbrigðunum á framfæri við kartöflubændur og almenning. Ekki er
æskilegt, að í þessari tilraun séu fleiri en 4-6 afbrigði.
IV. LISTI YFIR KARTÖFLUAFBRIGÐI, SEM HAFA VERIÐ í TILRAUNUM HER A LANDI.
A eftirfarandi lista yfir kartöfluafbrigði eru öll þau afbrigðanöfn, sem
hægt var að finna á prenti. Hins vegar hafa fleiri afbrigði verið prófuð í
afbrigðatilraunum. T.d. má geta þess, að Ragnar Ásgeirsson fékk send 450
afbrigði frá Svíþjóð árið 1939, en aðeins fá þeirra afbrigða spjöruðu sig það
vel, að þeirra væri getið. Sömuleiðis komu fram mörg afbrigði á árunum 1957-
1960 á Varmá, en fæst þeirra voru það álitleg, að nafn hlytu.
Ekki er ólíklegt, að einstaka afbrigðanöfn í þessum lista séu rangt rituð,
en í heimildum má oft sjá sama nafnið ritað á ýmsa vegu. Einnig er líklegt,
að sama afbrigðið komi fyrir undir 2 eða fleirum nöfnum, en algengt var, að
erlend afbrigði fengu íslensk nöfn og í nokkrum tilfellum er ekki vitað um hið
erlenda heiti.
Tölurnar aftan við afbrigðanöfnin vísa til þess, hvar og hvenær afbrigðin
hafa verið í samanburðartilraunum:
1: í tilraunum á Akureyri á tímabilinu 1904-1918
2: í tilraunum á Akureyri á tímabilinu 1926-1948
3: í tilraunum í Reykjavík á tímabilinu 1901-1920
4: í tilraunum að Laugarvatni á tímabilinu 1920-1946
5: í tilraunum á tilraunastöðvum jarðræktar 1934-1972
6: í tilraunum á tilraunastöðvum jarðræktar 1973-1977