Fjölrit RALA - 20.01.1979, Síða 7

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Síða 7
I. INNGANGUR. í þessu fjölriti eru birtar niöurstöður nokkurra tilrauna og athugana áranna 1973-1978 á tilraunastöðinni á Korpu sem ekki hafa komið fram áður í skýrslum frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins enda þótt þeirra hafi flestra eða allra verið getið á einn eða annan hátt s.s. í rannsóknaverkefnum og ársskýrslum Rala frá þessum árum. Uppgjör tilraunanna hefur að mestu annast Jón Guðmundsson, B.S., sem hefur verið starfsmaður á Korpu í eitt og hálft ár þ.e. frá 1. jan. 1977 til 31. júlí 1978 en stundar nú framhaldsnám í Kaupmannahöfn með plöntulíf- eðlisfræði að sérgrein og eru honum, hér með, þökkuð vel unnin störf. Ekki þykir ástæða til að fjölyrða um þau verkefni eða niðurstöóur þeirra, sem hér eru skráð enda tala tölurnar sínu máli. Ábyrgðarmenn þessara til- rauna eru sérfræðingar á viðkomandi sviðum eða aðstoðarmenn sem unnið hafa í þeirra umboði og koma þar margir við sögu. Allajafnan hefur verið einn fastur starfsmaður á Korpu, allt árið, auk stjórnanda stöðvarinnar, en mannaskipti þó tíð. Lengst hafa unnið samfleytt þeir Þórður Þórðarson búfræðingur, u.þ.b. tvö ár, og Jón Guðmundsson B.S., eitt og hálft ár, sumarfólk hefur svo verið eftir þörfum og fjárhagsgetu, aðallega skólafólk, og sama fólkið stundum þrjú sumur samfleytt enda æskilegt að svo sé því að langan tíma tekur að þjálfa nýliða í störfin jafn sérhæfðum og tilrauna- störfin eru. Nokkurn landauka fékk tilraunastöðin s.l. ár, er við bættust ca 6 ha suð-vestan þess lands sem fyrir var. Þetta viðbótarland var áður slægju- land frá Korpúlfsstöðum, slétt, allvel gróið og þurrt. Er þarna um mikils- verða viðbót að ræða. Má nú segja að stöðin hafi að óbreyttri verkefna- áætlun nægilegt landrými. Auk þeirra margvíslegu tilrauna í grasrækt og garðrækt, sem fram- kvæmdar eru á Korpu, eru innan veggja stöðvarinnar nokkrar sauðkindur á vegum Gunnars ólafssonar og Tryggva Eiríkssonar vegna meltanleikarannsókna. 1 gróðurhúsinu eru, í uppeldi að vetrinum, plöntur til útplöntunar s.s. mat- jurtir, grös runnar og trjáplöntur. Þá hefur verið reynt að koma upp gróðurskýlum úr plasti þótt sá vandi sé ekki leystur að hemja þau í stór- viðrum. Það heppnaðist þó allvel að frærækta "Kálfafellsrófuna" í einu slíku s.l. sumar.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.