Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 35

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 35
29 - Heybindivél, IH 425 Baggavagn, Egebjerg " Röke SúgþurrkunarblSsari JS 15 Traktor, Same Taurus 60 Traktortengi, Accord S.I.S véladeiid " Röskva h.f. " Glóbus h.f. ólokið Jón Sigurgeirsson lokið Orkutækni h.f. " Hamar h.f. ólokið Markmiðið með vélaprófunum er, eins og kunnugt er, að reyna verkhæfni og almennt notagildi nýrra og endurbættra búvéla við íslenskar aðstæður. Prófun fer fram að beiðni framleiðenda eða umboðsmanns hans. Opinberar prófunarskýrslur koma aðeins um þau tæki, sem talin eru henta við íslenskar aðstæður og framleiðandi hyggst hafa á boðstólum. Oft er það svo, að um þriðjungur þeirra tækja, sem bútæknideild hefur til reynslu, er ekki settur á markað hérlendis, vegna þess að sýnt þykir, að þau eiga ekki erindi til bænda. Þá kemur einnig oft upp sú staða, að endurbæta eða breyta þarf tæki til að aðlaga það Islenskum aðstæðum. Er þá haft samband við framleiðendur og gerðar tillögur um breytingar. Að öllum jafnaði eru slíkar ábendingar teknar til greina, ef ætlunin er að hafa tækin á markaði hérlendis. 2. Jarðyrkjutækni. Gerðar voru frekari tilraunir með niðurfellingu mykju með tæki því, sem keypt var 1979 á vegum bútæknideildar og véladeildar S.I.S. Sett var niður tilraun að Möðruvöllum sumarið 1980 og eru tilraunaliðir hennar að mestu í samræmi við tilraun þá, sem hafin var á Hvanneyri 1978 og framkvæmd er í samvlnnu við tilraunastöð bændaskólans. Uppskera I þeirri tilraun var mæld 1980 og eru niðurstöður í eftirfarandi töflu: Uppskera hkg/ha þurrefni áborið niðurfellt fiburðarmagn á ha. 1980 meðalt.2 ára 1980 meðalt.2 100 t mykja, 0 kg N 20,8 28,0 25,1 35,0 100 " " 40 " tt 36,1 40,8 47,5 55,0 100 " " 80 " tl 53,7 54,0 56,6 59,3 Grunnáburður var 25 kg P/ha og 60 kg K/ha. Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess, að auka megi nýtingu búfjáráburðar að mun með þvl að fella hann niður I jarðveginn. Tilraun með endurvinnslu túna á bænum Krossnesi I Alftaneshreppi var fram haldið I samvinnu við sömu aðila og fyrr. Uppskerumæling var gerð sumarið 1980 og ennfremur voru gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu. Tafla sýnir niðurstöður uppskerumælinga:

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.