Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 44

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 44
- 38 - mismunandi gróðurfars- og jarðvegseiginleika, sem hafa áhrif á hraða og eðli jarðvegseyðingar. 3* Að rannsaka áhrif áfoks á gróður og jarðvegsmyndun. Verkefni þessu var hleypt af stað vorið 1980. úrvinnslu var að mestu lokið það ár og er niðurstaðna að vænta 1 Pjölriti RALA á næstunni. Rannsóknin leiddi 1 stuttu máli 1 ijós, að sá gróður, sem eftir stendur á Biskupstungnaafrétti, er 1 mikilli hættu vegna eyðingar og hefur þetta ástand veruleg áhrif á beitarþol afréttarins. Kvlstlendi virðist þola áfok ilia og er einna hættast við eyðingu af þeim gróðurlendum, sem á afréttinum eru. Mælingar á jarðvegi benda til þess að jarðvegur á þessu svæði hafi veikari uppbyggingu en vlða annars staðar á Islandi. Niðurstöðurnar benda til að öskulög 1 jarðvegi hafi mikil áhrif á fokhættu Jarðvegs og Xeggi ennfremur til það efni, sem vindurinn notar mest sem graftartól og gróðureyðingartæki. Loks er þess að geta að rannsóknin miðaði auk annars að því að afla gagna sem að gagnl kæmu við gerð áætlunar um landgræðslu á svæðinu. 2. Grasstofnaprðfanir. Vorið 1980 var sáð út 45 grasstofnum til að kanna gildi þeirra til uppgræðslu. Val á stofnum í tilraunirnar var byggt á samskonar tilraunum frá 1975 á 274 stofnum 60 tegunda (sjá Fjölrlt RALA nr. 37). Um er að ræða 1 stofn af hállngresi, berigspunti og snarrðtarpunti, 2 stofna af vallarfoxgrasi, 22 stofna af túnvingli og 18 stofna af vallarsveifgrasi. Sáð var 1 100 fermetra reiti 1 Gunnarsholti, við Búrfell og við Hrauneyjafoss, tvær endurteknlngar á hverjum stað. 3. Lúpínuathuganir. I mars 1980 kom út áfangaskýrsla um lúplnurannsðknir (Fjölrit RALA nr. 59). Sumarið 1980 var haldið áfram rannsóknum á Alaskalúplnu og gerðar sáðmagnstilraunir, smltunartilraunir og beitartilraunir. Þá stðð gróðurnýtingardeild fyrir söfnun á lúplnufræi og söfnuðust um 50 kg. Sumarið 1980 voru elnnig gerðar nokkrar athuganir á einærum lúpínutegundum, fóðurlúplnum, og hafa niðurstöður þeirra þegar birst 1 FJölriti RALA nr. 71. 4. Rannsðknir á melgresi. Rannsóknir á melgresi hófust á ný við deildina haustið 1980. 1 fyrsta hluta verkefnisins beinast rannsóknirnar að frægæðunum t.d. hvaða áhrif þroski melfræs við skurð hefur á frægæðin og þörfina á eftirþorskun. Settar voru af stað athuganir á áhrifum ýmissa geymsluþátta, svo sem hita og raka, á sprlrunarhæfni að vori og athuganir á dvala melfræs. Safnað

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.