Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 57

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Page 57
51 gerðar vlðtsekar kannanlr á útbreiðslu og þykkt öskulaga. Parið var um öskufallssvæðin á bllum og eins var flogið 1 þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan sýndi þá miklu rausn að lána þyrlu slna, ásamt flugmanni, í 4 daga endurgjaldslaust til þessara rannsókna. Viðbrögð nefndarinnar voru fyrst og fremst þau að afla upplýsinga um magn og dreifingu flúors og að gefa upplýsingar og leiðbeiningar sem að gagni kynnu að vera fyrir bændur. PÆÐURANNSÖKNIR. Fæðurannsóknadeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins var sett á laggirnar með samvinnu milli þriggja aðilja: Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Háskðla íslands (efnafræðiskor) og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Starfsemi deildarinnar er skipt 1 fjögur aðalsvið: (a) efnarannsóknlr, (b) geymsluþolsrannsóknir, (c) tæknirannsóknir og vöruþróun, (d) næringar- og aukefnarannsóknir. Starfsfólk deildarinnar var svipað og á árinu 1979* Alls voru tveir sérfræðingar, annar í fjórðungsstarfi og hinn 1 fullu starfi. Auk þess var einn aðstoðarsérfræðingur 1 fullu starfi og loks aðstoðarsérfræðingur 1 hlutastarfi. Efnarannsóknir. A árinu fór fram forrannsókn á efnainnihaldl íslenskrar mjólkur. Niðurstöður hennar sýndu glögglega að (a) til eru hentugar aðferðir við stofnunlna til þess að mæla flesta efnisþætti mjólkur og (b) nauðsynlegt er að takmarka fjölda mjólkurframlelðslusvæða. Gert er ráð fyrir að S árinu 1981 hefjist ný efnarannsókn á Islenskri mjólk. Verður hún unnin 1 samráði við Framleiðsluráð landbúnaðarins. Er gert ráð fyrir að mjðlk af fjórum til fimm mjólkurframleiðslusvæðum verði rannsökuð. A árinu var haldið áfram úrvinnslu S rannsðkn á gæðum og efnasmsetningu íslensks lambakjöts i samvinnu við búfjárdeild. Vegna námsleyfis sérfræðings á þessu sviði erlendis tafðist úrvinnslan fram til ársins 1981. Er ætlunin að henni ljúki snemma árs 1982. A árinu fðr fram umfangsmesta feitmetisrannsókn sem fram hefur farið hér á landi. Voru efnagreinciar fjölmargar tegundir feitmetls og landbúnaðarafurða. Rannsókn þessari verður lokið á árinu 1981.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.