Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 58

Fjölrit RALA - 15.11.1981, Side 58
52 Geymsluþolsrannsðknir. A árinu 1980. fór fram rannsðkn á geymsluþoli öðalsosts og lauk henni á því ári. Aðrar geymsluþolsrannsðknir hafa enn ekki. farið fram en áætlaðar eru umfangsmiklar geymsluþolsrannsóknir á islenskum garðávöxtum á árinu 1982. Tæknirannsóknir og vöruþróun. S árinu var fyrsta afurð sem þrðuð hefur verið á Fæðurannsðknadeild Rala sett á markað. Var það "mangomysa", þ.e. islensk skyrmysa blönduð með mangósaft. Hafa viðtökur yfirleitt verið gððar. Ætlunin er að kanna aðra nýtingarmöguleika á skyrmysu síðar. Næringar- og aukefnarannsóknir. Umfangsmiklar næringar- og aukefnarannsðknir voru framkvæmdar á árinu. Má skipta þeim i þrjá flokka: (a) manneldisrannsðknir, (b) næringarefnarannsðknlr, (c) aukefnarannsðknir. Manneldisrannsðknir. Fðru fram á árinu i samvinnu við Manneldisráð Isl.ands. Neyslukönnun ráðsins sem hðfst á árinu 1979 byggir að mestu leyti á upplýsingum stofnunarinnar á efnasmsetningu islenskra matvæla. Næringarefnarannsðknir. Fðru fram á árinu. Voru m.a. mæld orku- og bætiefni i ýmsum islenskum landbúnaðarafurðum. Eru þessar rannsðknir liður i gerð fyrstu íslensku næringarefnatöflunnar sem unnið er að við Fæðurannsðknadeildina. Islenskar næringarefnatöflur yrðu mikil lyftistöng fyrir íslenskar fæðurannsðknir og raunar landbúnaðarrannsðknir yfirleitt. Þær gefa framleiðendum, neytendum og heilbrigðisstéttum dýrmætar upplýsingar um samsetningu matvæla á islenskum markaði. A árinu var sðtt um styrk til Rannsðknasjððs IBM vegna úrvinnslu á búreikningakönnun Hagstofu Is.lands (1965 og 1980) og fékkst 1 milljðn krðnu styrkur. Þá var sðtt á árinu um styrk ti.1 Visindasjððs vegna gerðar á næringarefnatöflum.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.