Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 7

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 7
-1- Inngangur. Þáttur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í uppgræðslu á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði sumarið 1987 var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Með gróðurmælingum og athugunum var fylgst með þróun, ástandi og nýtingu gróðurs á þeim svæðum, sem þar hafa verið grædd upp síðan 1981. Haldið var áfram áburðartilraunum þeim, sem hafnar voru á fjórum uppgræðslusvæðum á heiðunum 1985 og 1986, en þeim er ætlað að leiða í ljós, hve mikils áburðar er þörf til þess að viðhalda viðunandi gróðurþekju, gróðurfari og uppskeru á svæðunum. Þessi áfangaskýrsla lýsir þeim rannsóknum, sem unnið var að, og niðurstöðum sumarið 1987. ✓ Rannsóknaáætlunin 1987 stóðst að mestu, en þó ekki að öllu leyti. Aætlað hafði verið að gera beitartilraun með tilteknum fjölda sauðfjár miðsumars á uppgræðslusvæðinu Lurk austan Helgufells á Auðkúluheiði. Svæðið, sem er um 182 hektarar að stærð innan girðingar, var algerlega friðað fyrstu uppgræðsluárin 1983 og 1984, en sumurin 1985 og 1986 var leyfð þar takmörkuð síðsumarbeit. Gróður á Lurk hefur verið afar gróskumikill og borið af öðrum svæðum, og hefur svæðið fyrst og fremst verið notað til samanburðar á uppgræðslu á friðuðu eða léttbeittu landi og öðrum uppgræðslusvæðum á heiðunum, sem hafa verið síbeitt frá upphafi. Upp úr mánaðarmótum júní-júlí, skömmu eftir að upprekstur á Auðkúluheiði hófst, kom í ljós að girðingin umhverfis Lurk hafði verið lögð niður á nokkrum stöðum og fé runnið þar inn. Þegar rekið var út af svæðinu skömmu síðar, voru á því um 1000 kindur og gróður rótbitinn. Af þessum sökum varð að hætta við fyrirhugaða beitartilraun á Lurk. Ekki upplýstist hver hafði verið að verki, en tekið skal fram, að þetta er í fyrsta skipti, sem spjöll eru unnin í sambandi við uppgræðslutilraunir á heiðunum. Starfsmenn Landnýtingardeildar Rala framkvæmdu allar gróðurmælingar á uppgræðslu- og tilraunasvæðunum, en Haukur Hafstað hafði eftirlit með svæðunum og útbúnaði á þeim. Sigurður H. Magnússon líffræðingur annaðist uppgjör á niðurstöðum. Þessum aðilum og starfsmönnum Landsvirkjunar og heimamönnum er þökkuð góð samvinna. Keldnaholti 7. mars 1988 Ingvi Þorsteinsson deildarstj. Landnýtingardeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.