Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 22

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 22
-16- 3.3 Aðferðir. 3.3.1 Áburðardreifing. Sumarið 1987 báru starfsmenn Bútæknideildar Rala áburð á tilraunareitina með ristadreifara dagana 24.-25. júní. Notaður var áburður, sem inniheldur 26% N, 14% P2O5. Sami áburður var notaður 1985, en 1986 var notaður áburðurinn Græðir 4 A, sem inniheldur 23% N og 14% P2O5, 9% K2O og 2% S. 3.3.2 Gróðurmælingar. Að þessu sinni voru mælingar gerðar tvisvar á svæðunum, dagana 23. - 26. júní áður en féð var rekið á afréttina og 24. - 28. ágúst, eða skömmu fyrir lok beitartímans. í hvem reit vom settir niður 6 rammar (0,4 x 0,5 m), og vom þeir staðsettir þannig, að hverjum reit var skipt þversum niður í u.þ.b þrjá jafnstóra hluta. I hverjum þeirra var valinn einn punktur af handahófi og út frá honum lagðir niður tveir rammar hlið við hlið með 20 cm millibili. Á beittum reitum í ágúst vom rammamir settir niður við hlið búra (sjá síðar). í hverjum ramma var þekja grasa, mosa, fléttna og sinu áætluð með sjónmati og einnig þekja einstakra blómplantna og tvíkímblöðunga, þannig að heildarþekjan yrði sem næst 100%, Að þessu loknu var gróðurinn í rammanum klipptur við svörð og sem mestur hluti sinunnar skilinn frá. Uppskeran var síðan sett í bréfpoka og geymd í kæli þann tíma, sem unnið var á heiðunum. Við heimkomu vom sýnin þurrkuð við 80 °C í tvo sólarhringa og síðan vegin. Öllum sýnum úr hverjum reit var síðan blandað saman og þau möluð og efnagreind á efnagreiningarstofu Rala. Mældur var meltanleiki, hráprótein og öskuinnihald hvers sýnis, en auk þess var magrt Mg, Ca, P, K og Na ákvarðað í þeim sýnum, sem tekin vom í ágúst. Dagana 23. - 26. júní vom sett niður friðunarbúr á beitta hluta tilraunanna, svo að hægt væri að mæla heildamppskem á beittu reitunum. I hvem reit voru í flestum tilfellum sett þrjú búr, og voru þau staðsett út frá punktum, sem valdir vom af handahófi. Búrin vom ekki færð yfir surnarið að þessu sinni, en gróðurþekja metin og uppskera í þeim mæld 24. - 28. ágúst. Var það gert þannig, að í hvert búr vom lagðir tveir rammar hlið við hlið með 20 cm millibili. Við hlið búranna voru einnig lagðir tveir rammar á sama hátt og inni í búrunum, eins og áður hefur verið getið. Gróðurmat, uppskerumælingar og sýnataka vom síðan gerðar eins og í öðrum rörnmum og lýst hefur verið hér á undan. Með samanburði á uppskeru innan og utan búra að hausti, fæst mælikvarði á hve mikið af uppskemnni hefur verið fjarlægt með beit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.