Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 41

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 41
-35- 3.5 Umræða. Uppgræðslan á heiðunum, sem hófst árið 1981, var fólgin í áburðargjöf, en einnig var þar í flestum tilvikum sáð grasfræi (2. og 3. tafla). Aburðartilraunir hófustl985 og 1986 á svæðum 2,3,4 og 6, sem þá höfðu fengið áburð árlega á tímabilinu 1981 - 1984 og höfðu jafnframt verið beitt. Við upphaf áburðartilraunanna 1985 hafði gróðurþekja aukist frá árinu 1981 sem hér segir: Á svæði 3 úr 10% í 45%. Á svæði 4 úr 28% í 63% og á svæði 6 úr 16% í 46% (Ingvi Þorsteinsson og fl. 1985). Á svæði 2 hafði þekjan aukist á ámnum 1981-1985 úr 8% í um 30%. Mikil gróðuraukning hafði þannig orðið á svæðunum þegar áburðartilraunimar hófust vorið 1985 og 1986. Nú er ljóst að gróður reitanna í áburðartilraununum er talsvert mismunandi eftir því hvaða meðferð þeir hafa fengið. Gróðurþekja hefur enn aukist á flestum reitum á tímabilinu 1985 - 1987 og yfirleitt talsvert meira á friðuðum reitum en beittum. Mestar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu við Helgufell, en þar hefur þekja aukist á friðuðum, árlega ábomum reitum um 30-40% frá því í ágúst 1986 (Ása L. Aradóttir og fl., 1987). Þessar niðurstöður eru í meginatriðum í samræmi við niðurstöður margra fyrri rannsókna á áhrifum áburðar á gróðurfar (Ingvi þorsteinsson og Björn Sigurbjörnsson 1961, Sturla Friðriksson 1969a, Sturla Friðriksson 1969b, Sturla Friðriksson og Jóhann Pálsson 1970, Andrés Amalds og fl. 1980, Elín Gunnlaugdóttir 1985, Ingvi þorsteinsson og fl. 1985,). Ýmsar breytingar hafa orðið á gróðurfari 0-reitanna frá árinu 1984, er síðast var borið á þá. Ef svæði 2 er undanskilið, hefur sina aukist mikið á þeim tíma. Árið 1985 var sina yfirleitt hverfandi í gróðurþekjunni (Ingvi Þorsteinsson og fl. 1986), enda hafði landið verið nauðbitið fram að þeim tíma. Nú er hún orðin allt að helmingi þekjunnar eins og á svæði 6 á Öfuguggavatnshæðum. Þegar ekki er lengur borið á reitina verður gróðurinn ekki eins lystugur, sem leiðir til þess að lítill hluti hans er bitinn, og sina safnast fyrir. Á árlega ábornum reitum em gróðurfarsbreytingar háðar áburðarmagni, á þann veg, að hlutdeild grasa fer vaxandi með aukinni áburðargjöf. Hins vegar minnkar hlutdeild mosa og fléttna, en þó ekki eins mikið og nemur aukningu grasa. Þetta kemur skýrast fram á friðuðum reitum. Beitin virðist því draga úr áhrifum áburðarins að þessu leyti, og er það skiljanlegt, þegar haft er í huga, að beitin beinist einkum að grösunum. Við friðun og árlega áburðargjöf vex samkeppnisaðstaða grasa á kostnað mosa og fléttna. í tilraunum Sturlu Friðrikssonar, sem hann gerði með sáningu grasfræs og áburðargjöf á ógróið land á hálendi, kom fram að þekja og uppskera fór yfirleitt vaxandi fyrstu 4 - 5 árin og var í sumum tilfellum enn vaxandi, þegar 7 ár voru liðin frá upphafi tilrauna (Sturla Friðriksson 1971, Sturla Friðriksson og Jóhann Pálsson 1970). í tilraunum, sem gerðar voru á vegum Rala með áburðargjöf á misvel gróinn úthaga (Andrés Amalds og fl. 1980) kom fram, að mestar gróðurfarsbreytingar urðu á 2-3 ámm og í örfáum tilvikum á lengri tíma. Þess ber að geta, að tilraunir þessar stóðu að meðaltali í um 6 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.