Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 48

Fjölrit RALA - 15.04.1988, Blaðsíða 48
-42- 4 Yfirlit og ályktanir. Sumarið 1987 var fram haldið rannsóknum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á uppgræðslusvæðum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Var þar fylgst með þróun, ástandi og nýtingu gróðurs annars vegar á 16 uppgræðslusvæðum (stóru svæðin), en hins vegar í áburðartilraunum á friðuðum og beittum spildum á fjórum þessara svæða. Veðurfar á heiðunum var mjög hagstætt gróðri sumarið 1987. 4.1 Uppgræðslusvæðin. Heildarflatarmál allra uppgræðslusvæðanna á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði er nú talið nema um 1250 hekturum og liggja þau flest í um 500 m hæð yfir sjó. Á Auðkúluheiði em um 830 hektarar og á Eyvindarstaðaheiði um 420 hektarar. Undanfarin ár hafa þrjú svæði verið notuð sérstaklega til að meta árangur uppgræðslunnar. Gróðurþekja er þar orðin um 80-90% á friðuðum hluta svæðanna og virðist hafa náð hámarki. Þekjan á beittum hluta svæðanna er enn nokkuð minni, en þekjumunur beittra og friðaðra svæða hefur verið að minnka síðustu tvö til þrjú árin. Þekja flestra annarra svæða er breytileg eftir eðli þeirra og aldri uppgræðslunnar, en virðist þó stefna í rétta átt. Þrjú svæði em þó léleg. Beitarálag var eins og undanfarin ár, mjög mikið á uppgræðslusvæðunum, en breytilegt eftir svæðum eða frá 0,8 - 3,0 ærgildi á hektara. 4.2 Aburðartilraunir. Vemlegur munur er á gróðurþekju á milli svæða og em þau svæði, sem mesta gróðurþekju höfðu við upphaf tilraunarinnar 1985, best gróin nú. Á þeim svæðum er lítill munur á þekju eftir meðferðum. Á svæðum, sem minnst vom gróin í upphafi, er yfirleitt mikill munur í þekju eftir meðferðum. Friðaðir reitir hafa meiri þekju en beittir og árlega ábomir reitir meiri þekju en reitir, sem borið er á annað hvert ár. Aftur á móti er heildarþekjan yfirleitt ekki háð áburðarmagni. Hlutdeild einstakra tegundahópa í þekjunni er í mörgum tilfellum háð áburðarmagni og kemur þetta best fram á friðuðum, árlega ábomum reitum. Þekja grasa vex með aukinni áburðargjöf, en þekja mosa og fléttna minnkar. Beit virðist draga úr þessum áhrifum áburðarins á tegundasamsetningu. Á friðuðum reitum er jákvætt samband á milli sinumyndunar og áburðarmagns. Uppskera var óvenju mikil sumarið 1987 og fengust yfir 4 tonn af þurrefni á hektara af uppskerumestu reitunum. Lætur nærri að um helmingi meiri uppskera fáist fyrir hvert kg af áburði, ef borið er á árlega en ef borið er á annað hvert ár. Ljóst er, að ef eingöngu er hugsað um að fá sem mesta uppskeru er best að bera á árlega og þá um eða yfir 400 kg/ha.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.