Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 24

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 24
20 BÚFJÁRDEILD Stefán Aðalsteinsson Búfjárdeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hefur með höndum verkefni sem einkum falla undir erfðafræði, lífeðlisfræði og framleiðslutilraunir. Aðstaða fyrir rannsóknir á vegum búfjárdeildar er í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Keldnaholti, á tilraunastöðvunum Hesti, Reykhólum og Skriðuklaustri, á bændaskólunum á Hvanneyri og Hólum og hjá einstökum bændum sem samið er sérstaklega við um stök rannsóknaverkefni. Rannsóknaverkefni búfjárdeildar hafa beinst mjög mikið að sauðfé undanfarna áratugi. Þar má m.a. nefna rannsóknir á erfðum á frjósemi, lambavænleika, ullarmagni og ullarlit ásamt erfðum á vaxtarlagi og kjötgæðum dilkafalla. Þá eru í gangi verkefni sem fjalla um erfðir á sérstökum skinngalla, svokölluðum tvískinnungi. Rannsóknir á framleiðsluvörum hafa m.a. fjallað um hámarksfóðrun á innlendu fóðri, haustbeit lamba með hliðsjón af sem minnstri fitusöfnun og tilraunir með haustklippingu sauðfjár til að ná ullinni óskemmdri af fénu og mæta þannig óskum iðnaðarins um sem allra best hráefni. Þrjú stór samvinnuverkefni hafa farið af stað í nýjum búgreinum undanfarin ár í samvinnu við aðrar stofnanir, eitt í loðdýrarækt og tvö í fiskeldi. íslenski melrakkinn (RL 413) Stefán Aðalsteinsson, Páll Hersteinsson, Eggert Gunnarsson og Jón R. Björnsson Verkefnið íslenski melrakkinn hófst formlega hinn 22. maí 1985 en þá var samþykkt að hefjast handa um söfnun yrðlinga af grenjum til uppeldis í búrum. Aðstaða til að ala íslenska melrakka, sem teknir voru sem yrðlingar á grenjum að vori, fékkst hjá Jóni Magnússyni, bónda að Lambhaga í Ölfusi. Hann leigir verkefninu refaskála undir melrakkana og sér um hirðingu þeirra. Samstarfsaðilar að þessu verkefni eru Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Tilraunastöðin Keldum, Veiðistjóraembættið, Búnaðarfélag fslands og Samband íslenskra loðdýraræktenda. Á þeim tíma sem liðinn er síðan verkefnið hófst hafa komið fram tvö áður óþekkt litarafbrigði í heimskautaref. Hefur annað þeirra verið kallað móhvltt en hitt ljósbrúnt. Talið er að bæði þessi afbrigði stafi af því að í þeim sé grunnlitarefni brúnt eða ljósmórautt # I stað svarta eða dökkbrúna litarefnisins sem annars kemur fyrir í heimskautaref. Móhvíta gerðin er þannig með ljósbrúnan lit við fæðingu en verður hvít að vetrinum. Ljósbrúna gerðin er með ljósbrúnan lit við fæðingu en sá litur breytist ekki í hvítan lií að vetrinum. Þá hefur fundist í íslenska melrakkanum litarafbrigði sem kallað er túndrulitur erlendis en okkur hefur dottið í hug að mætti kalla mýrarskolla hér. Þetta afbrigði er mórautt eða mósvart að lit en með áberandi silfurlitað belti á vindhárum skammt fyrir neðan brodd, svipað og kemur fyrir á silfurref. Rannsóknirnar á íslenska melrakkanum hafa leitt til þess að fram er komin ný tilgáta um litaerfðir í refum sem starfsmenn verkefnisins hafa kynnt á ráðstefnum erlendis og einnig í erfðafræðitímaritinu Journal of Heredity. Hefur þessi tilgáta vakið mikla athygli og reynist standast alls staðar þar sem hún hefur verið reynd, t.d. í blöndunum milli afbrigða af heimskautaref og rauðref (silfurref). Þá hefur komið í ljós að til virðist vera mórauður eða mósvartur litur sem er víkjandi fyrir hvítum lit í melrakkanum. Þetta fyrirbæri fannst fyrst á Austurlandi sumarið 1987 og verður leitast við að kanna það nánar á næstu misserum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.