Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 25

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 25
21 í Ijós hafa komið þrír áður óþekktir sjúkdómar í íslenska melrakkanum. Þeir eru heila/lifrarbólga, refavanki og eyrnamaur. Með tilkomu verkefnisins tókst að vara menn við því að taka melrakka inn á refabú og má fullyrða að með því hafi mörgum refabændum verið forðað frá verulegu tjóni. Illa hefur gengið að fá melrakkatófurnar til að beiða en betur gengur að ná sæði úr melrakkarefum og hefur tekist að fá blendinga við bláref með því að sæða blátófur með sæði úr melrakkaref. Framræktun á blendingum hefur gengið fremur hægt, m.a. vegna áfalla af ófrjósemi sem urðu í Lambhaga eins og öðrum refabúum á Suðurlandi vorið 1987. Kvnbætur á hafbeitarlaxi (RL 4281 Stefán Aðalsteinsson og Jónas Jónasson Þetta verkefni er samvinnuverkefni milli Veiðimálastofnunar, Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Verkefni þetta er stórt í sniðum. Það hófst haustið 1987 þegar byggt var og innréttað eldishús fyrir uppeldi á 150 laxafjölskyldum í Kollafirði. Klakfiskur var fenginn úr Kollafirði, Laxá í Aðaldal og Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi. Samkvæmt áætlun verður fyrstu fjölskyldunum (alsystkinahópunum) sleppt í hafbeit sem gönguseiðum sumarið 1989 og vænta má endurheimta af þeim sumarið 1990. Tilgangurinn með þessu verkefni er að kanna hve mikill arfgengur breytileiki er í endurheimtuhlutfalli laxa heim á sleppistað og hve mikill arfgengur breytileiki er í vaxtargetu laxa á hafbeitartímanum. Um þessa þætti er lítið vitað og þess vegna var hafist handa um þetta verkefni. Verkefni þetta er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Norræna iðnþróunarsjóðnum og er með norræna verkefnisstjórn. Það er að mestu leyti framkvæmt á íslandi en í Færeyjum er verið að ala upp 30 fjölskyldur sem einnig verður sleppt í hafbeit á vegum þessa verkefnis. Afkvæmarannsóknir á hrútum á Hesti 1985 - 1987 Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson í 1. töflu eru birtar niðurstöður úr afkvæmarannsóknum á hrútum á Hesti árin 1985 - 1987. Alls voru prófaðir 39 hrútar, 36 fæddir á Hesti, tveir aðkeyptir frá Nýja-Bæ í Bæjarsveit og Gullberastöðum í Lundarreykjadal, en sá þriðji, Klaki 83-872 er sæðisgjafi á Sæðingastöðinni í Borgarnesi. Taflan sýnir meðalfallþunga allra lamba þegar öll lömb hafa verið leiðrétt að meðalfallþunga tvílembingshrúta hvers árs. Jafnframt sýnir taflan kynbótaeinkunn hvers hrúts fyrir fallþunga og kjötgæði, sitt í hvoru lagi og einnig vegna meðaleikunn fyrir báða þessa eiginleika. Haustið 1981 fengu sauðfjársæðingastöðvar landsins leyfi Sauðfjárveikivarna til þess að kaupa hrútlömb frá Hestbúinu. Á árunum 1982 - 1984 voru 13 afkvæmaprófuð hrútlömb seld sæðingarstöðvunum og 1986 bættust 4 við og eru þau því orðin 17 talsins. í 2. töflu er sýnd frjósemi og afurðaeinkunn dætrahópa þeirra hrúta sem afkvæmaprófaðir voru 1982 - 1986 og sett var á undan. Alls eru þetta 290 dætur undan 25 feðrum. í töflunni er birt frávik hvers dætrahóps frá búsmeðaltali hvers árgangs. Hafa ber í huga að dætrahóparnir eru óvaldir, en meirihluti hvers árgangs er úr valda hluta fjárins á Hesti og eiga þær ær að jafnaði talsvert betri mæður en ærnar í dætrahópunum. Þar af leiðandi er eðlilegt að dætrahóparnir séu að jafnaði undir búsmeðaltali, einkum í afkvæmaeinkunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.