Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 62

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 62
58 Beitartilraun með folaldsmerar (RL 302') Ólafur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir Á árinu 1985 lauk tilraun með beit folaldsmera á mýrlendi í Sölvholti í Hraungerðishreppi, sem hófst sumarið 1981. Árið 1982 fengust engin hross í tilraunina en síðan stóð hún samfellt frá 1983. Tilraunin var á framræstri óáborinni starmýri í um 20 m hæð yfir sjávarmáli. Þrír beitarþungar voru notaðir og beitt í tilraunina merum sem folöld gengu undir allan beitartímann. Uppskera (tonn/ha) eftir beit var sumarið 1985 að meðaltali á beitartímanum 1,2 á lítið beitta Iandinu, 0,94 á miðlungs beitta landinu og 0,45 á mikið beitta landinu. In vitro meltanleiki þurrefnis (%) var að meðaltali 51, 51 og 52 og prótein (%) 9,9 , 9,4 og 9,9 á þessu sama landi. Meðalbeitarþungi yfir beitartímann var 0,48 merar/ha á lítið bitna landinu, 0,92 merar/ha á því miðlungsbitna og 1,39 merar/ha á því mikið bitna. Daglegur vöxtur meranna (g/meri/dag) á þessum hólfum var að meðaltali 626 á lítið beitta hólfinu, 371 á því miðlungsbeitta og 369 á því mikið beitta. Samsvarandi tölur fyrir folöldin sem gengu undir þessum merum voru 1029, 883 og 889 g/folald/dag. Tilraunin var kostuð að hluta af landgræðslu- og landverndaráætlun. Beitarbolstilraun með fullorðin hross á láglendismvri (RL 366) Ólafur Guðmundsson, Berglind Hilmarsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir og Seima Huld Eyjólfsdóttir Sumarið 1983 hófst á mýrlendi í Sölvholti í Hraungerðishreppi beitarþolstilraun þar sem beitt var fullorðnum geldhrossum. Tveir beitarþungar voru notaðir fyrsta árið en síðan hafa þeir verið þrír (30. tafla). Tilraunin var á framræstri, áborinni starmýri í um 20 m hæð yfir sjó. Þetta er sams konar land og notað var fyrir folaldsmerar (RL 302). Nokkrar helstu niðurstöður áranna 1985-1987 eru sýndar í 30. og 31. töflu. Mikill munur er á þrifum hrossanna milli beitarþunga og ára. Aldrei var beitt það mikið að hrossin þyngdust ekki eitthvað yfir sumarið. Beitardagafjöldi á ha á árunum 1985-1987 var lítið meiri þar sem mesta beitin var í upphafi tilraunarinnar en þar sem miðlungsbeitt var. Þrátt fyrir þetta var beitarálagið töluvert mikið meira þar sem mikið var beitt í upphafi og þrif hrossanna mikið verri. Þetta bendir til að beitilandið í mikið beitta hólfinu sé farið að ganga verulega úr sér. Þetta og fleiri atriði varðandi gróðurinn voru könnuð með mjög nákvæmum mælingum sumarið 1987 og er fjallað nánar um þær rannsóknir á bls. 98-99. Zophanías Márusson í Kópavogi lánaði hross í tilraunina og aðstoðaði við framkvæmd hennar. Kostnaður við tilraunina var greiddur að hluta af landgræðslu- og landverndaráætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.