Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 111

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 111
107 LANDNÝTINGARDEILD Ingvi Þorsteinsson Meginviðfangsefni landnýtingardeildar hafa verið rannsóknir á beitilöndum, þ.e. á útbreiðslu gróðurs, uppskerugetu, ástandi og beitarþoli. Eðli sínu samkvæmt hafa þessar rannsóknir verið afar fjölþættar og spannað yfir mörg svið og verkefni er varða grasafræði, kortagerð, jarðvegsfræði, fóðurfræði og beitartilraunir, svo að eitthvað sé nefnt. Jafnframt hefur verið unnið að áburðarrannsóknum í því skyni að auka afrakstur beitilanda. Á þeim nærfellt þrem áratugum sem liðnir eru síðan fyrst var tekist á við þetta viðfangsefni við stofnunina hafa áherslur á verkefni verið breytilegar eftir árum. Gróðurkortagerð hefur þó oft verið tímafrekasti og dýrasti þátturinn, enda talið grundvallaratriði að hafa sem gleggsta vitneskju um stærð og eðli gróðurlendis landsins. Skortur á nægilega góðum grunnkortum hefur staðið gróðurkortagerð af byggð fyrir þrifum. Nú er að rætast úr þessu því að hafin er gerð grunnkorta í mælikvarða 1:25000 og í kjölfar þeirra eru gerð gróður- og jarðakort í sama mælikvarða. Með þessu má segja að nýr áfangi í starfi landnýtingardeildar sé hafinn. Auk almennra upplýsinga um gróður, sem eldri kortin sýna, eru landamerki jarða færð inn á nýju kortin. Þau gefa einnig vitneskju um stærð, gróður og ræktunarhæfni hverrar jarðar. Henta þau því vel til hvers kyns skipulagningar á landnýtingu. Auk þeirra verkefna sem deildin hefur unnið að fyrir eigin fjárveitingar tók hún á árunum 1985-1987 í vaxandi mæli að sér ýmis verkefni fyrir aðra aðila, bæði stofnanir og sveitarfélög. Má þar nefna rannsóknir og eftirlit fyrir Landsvirkjun með uppgræðslu á hálendinu vegna fyrirhugaðrar virkjunar Blöndu, könnun á ástandi birkiskóglenda landsins og á skógræktarskilyrðum fyrir Skógrækt ríkisins og rannsóknaverkefni fyrir Náttúruverndarráð. Loks hefur í samvinnu við Landgræðslu ríkisins verið unnið að könnun á ástandi beitilanda með tilliti til núverandi beitarþols þeirra. Ekki verða tíunduð hér öll þau verkefni sem unnið hefur verið að á árunum 1985- 1987 en aðeins drepið á hin helstu. Gróðurkortaeerð (RL 151) Ingvi Þorsteinsson, Einar Gislason, Guðmundur Guðjónsson og Kristjana Guðmundsdóttir Árið 1985 voru gefin út 9 gróður- og jarðakort af S-Þingeyjarsýslu í mælikvarðanum 1:25000, byggð á nýjum grunnkortum sem landnýtingardeild hafði frumkvæðið að í samvinnu við ýmsar aðrar stofnanir. í kjölfarið var hafist handa um grunnkortagerð á Snæfellsnesi og fyrri hluta árs 1988 voru gefin út 9 gróður- og jarðakort þaðan í mælikvarða 1:25000, en alls verða kortin 15 af Snæfellsnesi. Nú er þessi grunnkortagerð með lögum í höndum Landmælinga íslands og standa vonir til að skriður komi á útgáfu þeirra. Sumarið 1985 var lokið við kortlagningu Biskupstungnahrepps og Hrunamannahrepps. Gengið var frá innsetningu landamerkja allra jarða í Biskupstungnahreppi og hluta af Hrunamannahreppi. Þá voru kortlagðar Suðureyjar á innanverðum Breiðafirði og lokið var innsetningu landamerkja á Snæfellsnesi. Sumurin 1986 og 1987 var unnið að endurskoðun eldri gróðurkorta Rala af Reykjavík og nágrenni vegna tilkomu nýrra grunnkorta og nú er lokið endurskoðun svæðis sem nær yfir mikinn hluta af landnámi Ingólfs. Staðarfjöll, afréttur vestan vatna í Skagafirði, voru kortlögð 1986. Starfsmenn deildarinnar tóku þátt í því verkefni Skógræktar ríkisins að kortleggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.