Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 126

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 126
122 REYKHÓLAR Ingi Garðar Sigurðsson Jarðræktartilraunir Jarðræktartilraunum hefur ekki fjölgað síðastliðin þrjú ár og eru reitir nú mjög fáir. Fjórar langtímatilraunir með ýmiss konar áburð eru enn við lýði og eru sambærilegar tilraunir einnig á sumun hinna tilraunastöðvanna (RL 236). Tilraunir þessar eru: 1. Vaxandi kalí á tún, frá 1951 2. Vaxandi N á tún í kjarna, frá 1951 3. Samanburður á N-áburðartegundum, frá 1953 4. Vaxandi skammtar af kalki með blönduðum túnáburði Eins og skýrt var frá í síðustu starfsskýrslu Rala hófust á því skeiði tilraunir vítt og breitt á norðanverðum Vestfjörðum (RL 386). Reyndir voru mismunandi skammtar af N- P og K, einnig var borinn á brennisteinn og kalk á suma reiti. Tilraunir þessar eru framkvæmdar á eftirtöldum stöðum: Bæjum á Snæfjallaströnd, Litlu-Ávík I Ámeshreppi, Svanshóli í Bjarnarfirði og tvær heima á Reykhólum. Helstu niðurstöður eru þær að áhrif brennisteins á uppskeru hafa verið hverfandi og svipað má segja um kalíáburð. Fjögur tonn af kalki á ha í upphafi tilraunar gáfu 6-14% meiri uppskeru fyrstu sjö árin. Þá var einn liður með stóran skammt af ðllum áburðartegundum og var borið á 225 kg N, 60 kg P, 210 kg K, 22,5 kg S og 4 tonn af kalki á fyrsta ári á ha, en á samanburðarlið 150 kg N og annað í sömu hlutföllum, nema sama magn af kalki. Stóri áburðarskammturinn gaf 5 til 7 hestburða minni uppskeru á Reykhólum á ha, engan mun á Bæjum, um 2 hestburða vaxtarauka í Litlu-Ávík en rúmlega 6 hestburða vaxtarauka á Svanshóli. Sauðfiártilraunir Fram hefur verið haldið ræktun ullar og gæra af fjárstofninum á Reykhólum, ásamt því að bæta aðra eiginleika, líkt og verið hefur undanfarin ár. í síðustu skýrslu var skýrt frá því að í gangi væri umfangsmikil tilraun á vegum Rala, BÍ og ullar- og skinnaiðnaðarins. Þessum tilraunum hafa verið gerð góð skil í Fjölriti Rala nr. 113, af Emmu Eyþórsdóttur og Magnúsi B. Jónssyni. Haustið 1986 hófst haustklippingartilraun á Reykhólum. Markmið hennar er að kanna hve mikið kostar í viðbótarfóðri að rýja féð um leið og það er tekið á hús og hvaða áhrif það hefur á afurðir, miðað við að rýja í mars. Ullariðnaðurinn hefur lýst miklum áhuga á að fá haustrúna ull en nauðsynlegt er fyrir bændur að vita hvort þeir þurfa að fá meira verð fyrir þess konar ull. Bústofn í árslok 1987 var 262 ær, 52 lömb og 9 hrútar, eða samtals 323 kindur. Engar byggingarframkvæmdir hafa verið á umliðnum árum og viðhald hefur verið í algjöru lágmarki, enda ekki fengist neitt fjármagn til þess. Rekstur á tilraunastöðinni hefur verið mjög erfiður og hafa fjárveitingar minnkað ár frá ári að raungildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.