Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 127

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Blaðsíða 127
123 MÖÐRUVELLIR Jóhannes Sigvaldason Inneaneur Samkvæmt samningi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Ræktunarfélags Norðurlands um rekstur tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum ber Ræktunarfélagið ábyrgð á búrekstri en tilraunir fylgja lögum um Rala. í samningnum er kveðið á um skipan staðarstjórnar fyrir stöðina sem í umboði stjórna Rala og Ræktunarfélagsins hefur á hendi umsjón með uppbyggingu og rekstri. Árin 1985-1987 hefur staðarstjórn verið þannig skipuð: Formaður: Ævarr Hjartarson Fulltrúi Rala: Gunnar Ólafsson, frá 1. jan.-21. feb. 1985, síðan Þorsteinn Tómasson Fulltrúi Ræktunarfélagsins: Haukur Steindórsson I eftirfarandi texta verður greint stuttlega frá tilraunum, búrekstri og framkvæmdum árin 1985-1987. Jarðræktartilraunir Sumarið 1985 var gerð allumfangsmikil tilraun með áburðar- og sláttutíma á túni með ríkjandi vallarfoxgrasi og sveifgrasi og túni með næstum hreina snarrót. Niðurstöður þessara tilrauna féllu að þeirri hugmyndafræði um áburðartíma að á tún, sem eru í góðri rækt, þurfi ekki að bera mjög snemma til þess að fá góða sprettu. Hins vegar nýta grös á magurri jörð ekki sprettutímann nema þau fái áburð strax þegar gróður fer af stað á vorin. Niðurstaða úr þeim hluta tilraunarinnar er vék að sláttutíma staðfesti að mestu fyrri þekkingu um það efni. Snarrót verður að slá hálfsprottna ef fá á frambærilegt fóður handa nýbærum. Öll árin 1985-’87 var í gangi tilraun með vaxandi skammta af áburði, bæði í blönduðum áburði og kjarna einum (frá 0-180 N/ha), á Möðruvöllum. Síðustu tvö árin hefur verið mjög áberandi kalískortur í þeim reitum sem aðeins hafa fengið kjarna, einkum þar sem stórir skammtar hafa verið gefnir. Bendir þetta enn á þá hættu sem getur verið því samfara að nota ekki kalí. Túnið, sem tilraunin var sett á, er gamalgróið með áburð, hefur fengið búfjáráburð um áraraðir og véláborið að öllu leyti. Sumarið 1987 voru reynd lyf gegn grasmítlum í tveimur tilraunum í Hörgárdal. Lyfin reynast vel gegn mítlunum en óljóst er enn hver áhrif þeirra eru á uppskeru. Á undanförnum árum hefur verið mælt í þremur tilraunum hver áhrif sýrustigs jarðvegs eru á endingu vallarfoxgrass og beringspunts. Sáðgresið hefur talsvert gefið sig en sýrustigið virðist ekki vera afgerandi varðandi endinguna. Þá var haustið 1987 sáð vetrarhveiti, vetrarrúgi og belgjurtum í tilraun á Möðruvöllum til að meta vetrarþol þessara tegunda. Á rannsóknastofunni hefur á hverju ári verið mælt frostþol og svellþol stofna og tegunda grasa. Beringspuntur, snarrót og húsapuntur hafa reynst svellþolnustu tegundirnar. Einnig hefur verið prófað svellþol hjá vetrarhveiti og vetrarrúgi og reyndist það miklu minna en hjá grastegundunum. Veturinn 1986-1987 voru tekin sýni af svellum til mælinga á efnum sem myndast við loftfirrða öndun og til að skýra svonefnda kallykt af túnum þegar svell leysir. Niðurstöður mælinganna hafa enn ekki verið metnar. í samvinnu við tilraunastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá voru árið 1987 hafnar mælingar á frostþoli asparkvæma sem harðnað hafa utandyra, bæði á Norðurlandi og Suðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.