Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 29

Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 29
23 Niðurstöður : nitrat oe nítrít í 12. til 14. töflu eru sýndar niðurstöður nítrat- og nítrítmælinga. Nítrat reyndist vera mjög breytilegt eftir tegundum garðávaxta. Verulegur munur gat verið eftir framleiðendum fyrir sömu tegund. Af garðávöxtum sem innihalda venjulega mikið nítrat má nefna salat, kínakál og íssalat. Aftur á móti innihalda kartöflur, gúrkur og tómatar venjulega fremur lítið nítrat. Nítrit var aðeins mælanlegt í tveimur sýnum. í þessari skýrslu er alltaf gefið upp magn nítrats (N03) og nítríts (N02) en ekki kalíum nítrats (KN03) og natríum nítríts (NaN02). Miðað er við magn í hverju kílói en ekki lOOg eins og fyrir aðra efnisþætti. Heppilegt er að flokka garðávexti eftir magni nítrats. 15. tafla sýnir slíka flokkun og eru notuð sömu mörk fyrir nítrat og í Svíþjóð (18). Garðávöxtum er raðað í flokka eftir meðaltölum fyrir nítrat. Tvær mæliniðurstöður (kartöflur og gúrkur) liggja þó fyrir utan mörkin sem sett eru í töflunni. Gulrófur var ekki hægt að flokka vegna þess hve um fáar og breytilegar niðurstöður var að ræða. Mæling á einu sýni nægir ekki til að byggja á flokkun. Ef tegundum sem efnagreindar voru einu sinni erbætt við, fara eftirtaldar tegundir í flokk A (há gildi): Rabarbari, hreðkur, blaðlaukur, skrautkál og steinselja. í flokk C (lág gildi) fara: sveppir, graslaukur, rauðpipar og grænkál. Athyglivert er að íslensku garðávextirnir i 15. tðflu raðast i sömu flokka og sænskir garðávextir (18). Samkvæmt þvi sem kom fram í kafla þrjú hér að framan ætti ekki að gefa ungbörnum undir eins árs aldri garðávexti sem innihalda meira en 1000 mg af nítrati /kg. Undir þennan flokk falla salat, kínakál og issalat. Telja má víst að hreðkur og rabarbari séu einnig i þessum flokki og i sumum tilfellum gulrófur. f steinselju og skrautkáli mældist sérstaklega mikið nítrat. Hér þarf að hafa í huga að ekki er borðað mikið magn af öllum tegundum garðávaxta. 16. tafla sýnir nítratgildi samkvæmt erlendum mælingum. f 17. töflu eru íslensku niðurstöðurnar bornar saman við sænskar og danskar niðurstöður. Af þessum samanburði má ráða að magn nítrats i islenskum garðávöxtum sé ekki verulega frábrugðið því sem algengt er í grannlöndunum. í eftirfarandi tilfellum eru íslensku gildin hærri en samsvarandi hæstu erlendu gildin: kínakál (fjögur sýni) og eitt sýni af kartöflum, blaðlauk, gulrófum og steinselju.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.