Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 35

Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 35
29 5. ATHUGUN Á NÍTRATI í ÍSLENSKXJM GARÐÁVÖXTUM 1979 Árið 1979 voru gerðar fjölmargar mælingar á nítrati og nítríti í íslenskum garðávöxtum. Sýni voru tekin á tímabilinu frá júní til september hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Garðyrkjuskóla ríkisins og Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Sýnin voru allstór og dæmigerð fyrir neysluvörur. Heildarfjöldi sýna var 238. Mæliaðferð var hin sama og 1987. Nítrít var aðeins mælanlegt í fáum sýnum (23 af 238) og var magnið að jafnaði lítið. 19. tafla sýnir niðurstöður fyrir nítrat. Aðeins kom fram marktækur munur eftir framleiðendum fyrir gulrætur. Nítrat í tómötum og papriku virtist lækka eftir því sem leið á sumarið. Aðrar mælinear Nítrat var mælt í salati úr áburðartilraun á Hvanneyri 1979. Nítrat var mælt í 44 sýnum og reyndist það vera á bilinu 837 til 9270 mg/kg. Meðaltal var 2960 mg nítrat/kg. 18. tafla sýnir efnainnihald kartaflna úr áburðartilraun á Möðruvöllum 1979. Mælingarnar voru gerðar í maí 1980 eftir að kartöflurnar höfðu verið 1 geymslu yfir veturinn. Athyglisvert er að nítrít er mælanlegt í nokkru magni. Þessar tilraunir gefa ekki rétta mynd af garðávöxtum sem eru á borðum neytenda. 18.tafla Efnainnihald kartaflna úr áburðartilraun 1979 Kartöflur m/hvði Kartöflur án hvðis Þurrefni, % Prótein, % Nítrat, mg/kg Nítrít, mg/kg 18,9 (18,0 - 19,6)* 2.7 ( 2,5 - 2,9) 600 (358 - 768) 422 (317 - 551) 4.7 ( 2,8 - 6,5) 2,5 (1,9 - 3,2) ) Meðaltal (lægsta gildi - hæsta gildi)

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.