Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 8

Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 8
-2- segja, auk annarra umhverfisþátta (efna-, eðlis- og líffræðilegra) sem almennt ákvarða lífskjör gróðurs hérlendis. En það er fleira en lífseigla sem máli skiptir þegar valdar eru tegundir og stofnar til sáninga í vegkanta. Taka verður tillit til hversu vel sáðgróðurinn bindur jarðveginn gagnvart rofi og hversu vel hann undirbýr jarðveginn fyrir landnám staðargróðurs, sem í mörgum tilfellum er æskilegt lokatakmark uppgræðslunnar. Einnig verður að taka mið af fagurfræðilegum sjónarmiðum, þ.e. hversu vel aðkomugróðurinn fellur að umhverfi og gróðri í kring. Þá sýnist óæskilegt að vegkantagróður sé mjög uppskerumikill og hávaxinn, slíkt dregur að fé á sumrin og snjó á vetmm. Tegundir og stofnar Lögð var áhersla á að prófa íslenskar tegundir og stofna þar sem tilraunaniðurstöður hafa sýnt að þeir endast að jafnaði betur en erlendir stofhar. Einnig var reynt að velja stofna sem uppfylltu eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) eru endingargóðir b) binda vel jarðveg c) þolabeit d) em ólystugir e) eru lágvaxnir og gefa litla uppskem f) þola áburðarskort g) em jarðvegsbætandi Val á tegundum og stofnum til prófunar takmarkast þó endanlega af því fræi sem til er á markaði. Lítið úrval er af ræktuðum íslenskum efniviði og því var sá kostur tekinn í nokkmm tilvikum að nota villta stofna. Einnig em margir þeirra erlendu stofna, sem best hafa reynst í prófunum hér á landi, hættir að fást. En með ofangreindar fosendur í huga vom þessir stofnar valdir: Blásveifgras (Poa giauca ) Villtur íslenskur stofh. Fremur smávaxin, uppskemlítil tegund, mjög algeng á melum á láglendi og hálendi. Hefur ekki verið prófuð enn að gagni í stofhaprófunum. Erte vallarsveifgras (Poa pratensis ). Danskur stofn. Hefur ekki verið prófaður á íslandi, en reynst vetrarþolinn í prófunum erlendis. IAS 19 beringspuntur (Deschampsia beringensis). Stofn frá Alaska. Hefur komið vel út í uppgræðsluathugunum hérlendis, einkum m.t.t. endingar, uppskeru og frostþols.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.