Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 10

Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 10
-4- pratensis ), Prima rýgresi (Lolium multiflorum ) og Rubina túnvingull (Festuca rubra ). A Tópas og Prima má líta sem einærar tegundir hér á landi þar sem þær hafa yfirleitt drepist á fyrsta vetri í stofnaprófunum, Rubina hefur reynst fremur illa, en Primo þokkalega. Staðsetning og skipulag tilraunareita Tilraunareitir vom lagðir út á fjómm stöðum í sumar. Staðsetning þeirra réðist fyrst og fremst af "framboði" á nýjum vegköntum. Á hverjum stað vom tvær tilraunablokkir (þ.e. tveir samreitir) og var fyrirfram reiknað með að þeim yrði fyrirkomið sitt hvom megin vegar. Slíkt fyrirkomulag reyndist þó aðeins unnt á einum stað (Hafnarmelum). Reitastærð var 90-100 nA nema í Norðurárdal þar sem helminga varð reitina vegna plássleysis. Áburðargjöf var 400 kg/ha (23% N 14% P) eða um 2000 g/100 m^ reit: Norðurárdalur. Tilraunin er staðsett ofarlega í Norðurárdal (Borg.), móts við Krókalæki. Hún er við nýjan farveg Norðurár, rétt sunnan vegar. Blokkimar em aðskildar á árbakkanum og liggur Blokk II norðar. Reitastærð 5x10 m. Sáð 23.06.87. Hafnarmelar. Tilraunin er við þjóðveg nr. 1 beint ofan við bæinn Höfn (Borg.). Nokkur ár em síðan gengið var frá veginum þama að öðm leyti en því að ekki hefur verið sáð. Blokkimar liggja sitt hvom megin vegar. Blokk I norðanvegar. Reitastærð 6x18 m. Sáð 23.06.87. Grenivfkurvegur. Tilraunin liggur ofan við veginn til Grenivíkur (S- Þing.) um 2 km norðan við vegamót Víkurskarðsvegar. Blokk I er sunnar og er reitastærð þar 8x11 m. Nyrðri blokkin (Blokk II) er í miklum halla og reitir þar 5x18 m. Sáð 25.06.87. Laxamýramáma. Tilraunin var lögð út í malamámu sunnan við Laxamýri í Aðaldal. Blokk I er sunnar og liggur á flatlendi syðst í námunni, reitastærð er 6x15 m. Blokk II er uppi á hól þar rétt norð-austan við. Reitir þar 4x22.5 m. Sáð 25.06.87. Afstaða blokka og tilraunaliða (tilraunaplön) á hverjum stað er sýnd á 1. mynd. Næsta vor er áætlað að leggja út a.m.k eina tilraun til viðbótar á Mosfellsheiði.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.