Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 15

Fjölrit RALA - 15.12.1988, Blaðsíða 15
-9- í 2. töflu kemur einnig fram mikill þekjumunur milli tilraunaliða. Þessi munur er dreginn fram á 2. mynd. Þar má sjá að sáðblanda Vegagerðarinnar (tilraunaliður 10) hefiir hæsta meðalþekju. Þetta kemur ekki á óvart þar sem tilraunaniðurstöður hafa sýnt að erlendir stofnar spíra að jafnaði mun betur en íslenskir á fyrsta ári (sjá t.d. Áslaugu Helgad. í Búvísindum, l.tbl.,1988). þá hafa tilraunaliðir 9 og 6 allgóða meðalþekju, en þessar blöndur innihalda einnig að hluta til erlenda grasstofna. Fyrir utan tilraunalið 11 (eyða) hefur tilraunaliður 5 minnsta meðalþekju. í þeirri blöndu er unifeðmingur og Sturluvingull, en báðir þeir stofnar eru þekktir af því að spíra illa á fyrsta ári. Almennt hafa tilraunaniðurstöður fyrri ára sýnt að þekja á fyrsta ári hefiir lítið spásagnagildi fyrir endingu stofna og ber að taka þessar niðurstöður með þeim fyrirvara. 50 t 1 23456789 10 11 Tilraunaliðir 2. mynd. Meðalþekja gróðurs í tilraunaliðum á öllum tilraunasvæðum. Hlutdeild tegunda í þekju og annar gróður Heildarþekja og hlutdeild tegunda í heildarþekju eftir tilraunareitum er gefin í 1. viðauka. 12. viðauka eru birtir tegundalistar yfir annan gróður í tilraunareitunum. Þar er áberandi að fjöldi og útbreiðsla tegunda er langmest á Hafnarmelum. Þetta er þó ekki óeðlilegt þegar haft er í huga að nokkur ár em síðan lokið var vegafrágangi á þessu svæði.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.