Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 56

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Blaðsíða 56
TOLFRÆÐIDEILD Tölfræðideild aðstoðar við skipulagningu tilrauna og rannsókna. Deildin annast eða hjálpar til við tölfræðilega úrvinnslu á niðurstöðum. Einnig sér hún um uppbyggingu og rekstur á tölvubúnaði. Hólmgeir Björnsson tölfræðingur, deildarstjóri Jóhann H. Sigurðsson tölvunarfræðingur Þórdís A. Kristjánsdóttir tölfræðingur Tölvukostur stofnunarinnar, bæði vél- búnaður og hugbúnaður, hefur verið í örri þróun. Með aukinni reiknigetu opnast tækifæri til þess að beita full- komnari aðferðum við tölfræðilega úrvinnslu en áður og við það eykst þörfin á fagþekkingu á því sviði. Hólmgeir Björnsson Búnaður Vélbúnaður. Kjarni tölvubúnaðarins er afkastamikil HP-9000/825S tjölnot- endatölva með HP-UX stýrikerfi. Er hún miðstöð í tölvuneti sem verið er að byggja upp. Á netinu er önnur fjöl- notendatölva með 386 örgjörva, unix stýrikerfi, 200 Mb disk og 4 Mb minni. Á henni er m.a. Oracle gagnagrunns- kerfi. Á netinu er enn fremur einn X- skjár, sem er grafískur skjár með eigið minni, þar sem unnt er að vinna í mörgum gluggum í senn. í árslok 1991 höfðu aðeins þrjár einkatölvur tengst netinu en í undirbúningi var að tengja átta tölvur í viðbót og nauðsynlegar lagnir voru komnar. Þá er í undirbún- ingi nettenging við aðrar rannsókna- stofnanir á Keldnaholti og við Háskóla íslands. Alls á stofnunin 41 tölvu auk HP-tölvunnar. Sumar þeirra eru tengd- ar sem útstöðvar frá HP-tölvunni. Frá tilraunastöðvunum og bútæknideild er unnt að tengjast símleiðis. Vinnslugeta tölvanna, sem voru keypt- ar 1990-91, er mjög mikil borin saman við eldri tölvur. Þróun hugbúnaðar er með þeim hætti að jafnan er gert ráð fyrir tæknilega fullkomnum vélum í nýjum hugbúnaði og þegar eldri hug- búnaður er endurbættur. Alls voru keyptar sex tölvur árið 1990 og sjö árið 1991 en ein gömul vél varð ónýt. Þær vélar, sem voru keyptar 1991, voru allar með 386 - örgjörva, með 2 Mb minni og 40 Mb diskrými, nema þörf væri fyrir meira. Af þeim voru tvær af fullkominni gerð (DX) en annars var ófullkomnari gerð (SX) látin nægja. Hugbúnaður. Töl vur voru í fyrstu ein- göngu notaðar til reiknivinnu á Rala. Seinna kom ritvinnsla til sögunnar og þar á eftir teiknivinna. Haustið 1990 fékk stofnunin forritið Genstat til að nota á HP-vélina en áður var það til á einkatölvu. Er það mjög fullkomið forrit til flestrar úrvinnslu. Einnig er á HP-vélinni forritið GLIM. Á einka- tölvum eru einnig önnur tölfræðiforrit sem bera nöfn eins og NCSS og CSS. Ymsar teikningar, sem byggjast á um- fangsmiklum útreikningum, er eðli- legast að gera í tölfræðiforritum, enda er það unnt, t.d. í Genstat. Einna mest framþróun hefur orðið á sviði kortagerðar og gagnagrunns- vinnslu. Nú eru öll ný gróðurkort unnin í tölvu. í því skyni hefur m.a. verið fengið forritið Intergraph og ákveðin hafa verið kaup á einföldu og ódýru GlS-vinnslukerfi, Ilwis. Er nánar sagt frá þeim þáttum tölvuvinnslunnar ann- ars staðar í skýrslunni. Hólmgeir Björnsson HEILDARFJÖLDI MEGABYTE KELDNAHOLT V/A TILRAUNASTÖDVAR DISKARÝMI 1. mynd. Fjölgun á einkatölvum og aukning á diskrými 1987-1991. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.