Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 9

Fjölrit RALA - 10.09.1992, Blaðsíða 9
Niðurstöður framleiðsluspár fyrir árin 1990 og 1991 Framleiðsluspá fyrir árið 1992 Allt frá árinu 1983 hafa verið gerðar framleiðsluspár um væntanlegt framleiðslumagn svínakjöts á komandi ári. Þessar framleiðsluspár hafa reynst það nákvæmar að hægt hefur verið að nota þær til þess að koma í veg fyrir birgðasöfnun með skynsamlegum verðákvörðunum. Þessar framleiðsluspár byggjast að hluta á niðurstöðum úr talningu fóðurbirgðafélaganna 1. nóvember hvert ár. Við gerð þessara áætlana eru notaðar niðurstöður úr skýrslum sláturleyfishafa og fóðurbirgðafélaganna. Þegar þessar niðtirstöður eru fengnar, Ktur framleiðsluspáin þannig út: A) Fjöldi gyltna frá 1. nóvember árið áður x Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið áður = Áætlaður fjöldi nytjagrísa á viðkomandi ári. B) Áætlaður fjöldi nytjagrísa á viðkomandi ári x Meðalþungi allra sláturgrísa í kjötflokkum Grís I*, Grís I, Grís II, Grís III og Grís IV á árinu áður + Viðauki vegna slátrunar fullorðinna svína = Áætluð svínakjötsframleiðsla á viðkomandi ári. Útskýringar á áðurnefndum niðurstöðum úr skýrslum sláturleyfishafa og fóður- birgðafélaganna sem notaðar eru við gerð áætlunarinnar: 1) Fjöldi gyltna frá 1. nóvember árið áður en áætlunin á við: Á vegum fóðurbirgðafélaganna fer fram á hverju hausti talning á búfé í landinu og þessari talningu á að verða lokið 1. nóv. hvert ár. í talningu þessari eru aðeins talin fullorðin svín. Áætlað er að 10% af heildarfjölda fullorðinna svína séu geltir. 2) Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu árið áður en áætlunin á við: Fjöldi nytjagrísa eftir hverja gyltu á ári er fundinn þannig að gyltufjöldanum frá 1. nóv. árinu áður er deilt upp í fjölda slátraðra svína viðkomandi árs og þá breytingu sem verður á heildarfjölda svína milli viðkomandi árs og næsta árs á undan. 3) Meðalfallþungi allra sláturgrísa í kjötflokkum Grís I*, Grís I, Grís II, Grís III og Grís IV á árinu áður en áætlunin á við. 4) Viðauki vegna slátrunar fullorðinna svína er áætlaður á eftirfarandi hátt: Þyngd fullorðinna svína er áætluð 103,0 kg eða vegið meðaltal þyngdar fullorðinna svína á árunum 1982-84. Reiknað er með að 3% af fjölda slátursvína árið áður sé sá fjöldi fullorðinna svína sem slátrað er á því ári sem framleiðsluspáin á við.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.