Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 18

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 18
14 Sláttur Túnin voru yfirleitt slegin einu sinni en tvísláttur virðist vera að færast í vöxt með tilkomu rúllubindivéla. Tölumar í töflunni vísa ekki einungis til þessa árs heldur sögu túnanna frá upphafi, þó að 10 ára gamalt tún hafi verið tvíslegið í sumar en ekki áður, telst fjöldi slátta vera 1 en ekki 2. 16. tafla. Fjöldi slátta. Slegið einu sinni 298 (91%) Slegið oftar 29 (9%) Kal í töflunum hér á eftir er túnunum skipt eftir því hvort þau hafa orðið fyrir kalskemmdum eða ekki. Tún teljast ekki hafa kalið nema að sá gróður sem síðast var sáð hafi skemmst af kali. 17. tafla. Flokkun túna eftir því hvort þau hafa kalið. A-Sk. V-Sk. A-Lá. V-Lá. Uppsv. Alls Hefur kalið 20 19 16 20 45 120 (37%) Ekki kalið 24 36 46 46 55 207 (63%) Gróðurfar Tafla nr. 18 sýnir þekju (%) einstakra tegunda eða tegundahópa í túnum á mismunandi svæðum. Við útreikninga höfðu öll tún sama vægi, þ.e. bæði stór og lítil. í töflunni er ekki gerður greinarmunur á língresistegundum og allar starir eru settar í einn flokk. Möðrum og elftingum var ekki heldur skipt í tegundir. Alls fundust tæpar 40 tegundir í þessum túnum sem er svipaður fjöldi og fannst í túnum á Austur- og Vesturlandi. Fleiri tegundir hafa örugglega verið í túnunum þótt þær hafi ekki komið í hringina. 0 þýðir að tegundin hafi ekki fundist en + að hún hafi fundist en sé ekki mælanleg með þeim fjölda aukastafa sem hér er notaður.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.