Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 25

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 25
Áhríf ýmissa þátta á endingu sáðgresis 21 Reynt var að meta áhrif ýmissa þátta á endingu vallarfoxgrass og háliðagrass. Þetta var gert með aðhvarfsgreiningu þar sem hlutdeild vallarfoxgrass eða háliðagrass var háða stærðin. í greininguna voru einungis tekin tún sem þessum tegundum hafði verið sáð í. Eftirfarandi þættir voru prófaðir í líkaninu: Svæði (fimm flokkar). Aldur (ýmist flokkur eða ekki flokkur). Jarðvegur (fimm flokkar). Jarðvegsraki (þríf flokkar). Vorbeit (aldrei, sjaldan, oft, árlega). Haustbeit (aldrei, sjaldan, oft, árlega). Kal (tveir flokkar). Halli túnanna (fimm flokkar). Fjarlægð ffá sjó (ekki flokkað). Hæð yfir sjó (ekki flokkað). Vallarfoxgras Einungis þrír þættir höfðu marktæk áhrif á endingu vallarfoxgrass, þ.e. svæði, aldur og vorbeiL Samspil milli þáttanna voru þó ekki marktæk. Þessir þættir skýrðu um 37% breytileikans. f samskonar greiningu sem gerð var á gögnum af Austurlandi (Guðni Þorvaldsson, 1990) fengust marktæk áhrif fyrir jarðveg, halla, beit, aldur og kal (Þessir þættir skýrðu 63% breytileikans). Gögn frá Vesturlandi sýndu marktæk áhrif aldurs og kals (35% breytileikans var skýrður). Töflumar hér fyrir neðan sýna hlutdeild vallarfoxgrass eftir svæðum, aldri og vorbeit. 24. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir svæðum. Fjöldi Vallarfoxgras % Svæði túna Meðaltal Lægsta Hæsta A-SkafL 33 36,3 0 87,8 V-Skaft. 35 21,9 0 94,8 A-Lág. 36 26,1 0 94,0 V-Lág. 47 31,8 0 99,0 Uppsveitir 69 30,1 0 95,4 Það vekur athygli hversu mikið er af vallarfoxgrasi í túnum í A-Skaftafellssýslu. Þetta er ekki vegna þess að tún þar séu yngri en annars staðar. Þvert á móti, þar var minna af mjög ungum túnum. Þessi góða ending vallarfoxgrass er ekki heldur bundin við sandtúnin og tún virðast ekki síður beitt þama en annars staðar.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.