Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 27

Fjölrit RALA - 10.10.1992, Blaðsíða 27
23 Útbreiðsla helstu grasa og umhverfisþættir Samband þekju helstu grastegunda, annarra en vallarfoxgrass og háliðagrass við umhverfisþætti var einnig reiknað á sama hátt og lýst er hér að ofan. Öll tún eru með í þessum útreikningum, líka þau sem viðkomandi tegund fannst ekki í. Þetta veldur því að fyrir sumar tegundir verða mörg gildi núll. Þetta takmarkar gildi útreikninganna. Eftirtaldir þættir voru prófaðir: Svæði (fimm flokkar). Aldur (ýmist flokkaður eða ekki flokkaður). Jarðvegur (fjórir flokkar). Jarðvegsraki (þrír flokkar). Halli (fimm flokkar). Kal (tveir flokkar). Lega bæjanna (5 flokkar, t.d. í dal, á flatlendi o.s.frv.) Niðurstöður útreikninga af þessu tagi verður að túlka með varfæmi vegna þess að þættimir eru tengdir hver öðrum með ýmsum hætti og áhrif þeirra geta verið ýmist bein eða óbein. Af greiningunni má þó fá ýmsar vísbendingar. Nokkuð var misjafnt eftir tegundum hvaða þættir höfðu mest að segja. Vallarsveifgras Tveir þættir gáfu marktækt samband við þekju vallarsveifgrass, aldur og kal og skýrðu 18% af heildarbreytileikanum. í öllum aldurshópum var meira af vallarsveifgrasi í túnum sem höfðu skemmst af kali (26,2% að meðaltali) en hinum sem ekki höfðu skemmst (19,6%). Túnvingull Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju túnvinguls voru jarðvegsraki og aldur. Þetta kemur ekki á óvart þar sem túnvingull er þurrlendisgras. Þessir þættir skýrðu þó ekki nema 11% breytileikans. 27. tafla. Hlutdeild túnvinguls eftir jarðvegsraka. Fjöldi Túnvingull % Raki túna Meðaltal Lægsta Hæsta Lítill 37 21,9 0,0 90,1 Meðallagi 250 12,0 0,0 76,8 Mikill 39 5,8 0,0 34,0

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.